Alþýðublaðið - 23.05.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ t\MSKtPArj^ k ÍSLANDS JK Frá 1. j úní lækka flutningsgjöld með skipum vorum og skipum ríkissjóðs (Villemoes og Borg) milli landa þannig, frá núgildandi flutningsgjald- skrá: Milli Kaupmannahafnar og íslands eða ís- lands og Kaupmannahafnar um 100/o, og milli Leith og Islands eða Islands og Leith um 200/o. Reykjavík, 21. maí 1921. Hf. Eimskipafélag’ íslands Í5*t. ramtíðin nr. 173. Fu&dur í kvöld kl. 8V2 — Fulltrúakosning tii stórstúkuþingsins o. fl. Meðlimir komi á fund ef þeir mögulega geta. Nýjasti valsinn: Sksrgaarðsjlikkaa. One Step: Hon Horamen (maðurinn mion), Ðakke Lise, Pe- :: liean og Salome. Ms. Svanur fer héðan á miðvikudag 25. maí til Flateyjar, Stykk- ishélms, Gunnlaugsvíkur, Búð- ardafs, Sfaðarfells og á hing- aðleið til Grundarfjarðar, Ólafsvíkur og Sands. Vörur afhendist á morgun (þriðjud). Ritstjóri og abyrgðarmaðuf: ólafur Friðriksson. Prentsrniðjan Gutecberp. Jmk Londox'. Æflntýrl. hvort nokkursstaðar í heíminum er til karlmaður, sem •viU taka mig í félag við sig.“ „Þú ert þó, hvernig sem á er litið, kona,“ byrjaði haan, „og það eru vísar reglur, vísar siðgæðis —“ Hún spratt á fætur og stappaði í gólfið. „Veistu hvað mig langar til að segja?“ spurði hún. „Já", mælti hann brosandi, „Þig langaði til að segja: Fjandans kvenfötin." Hún kinkaði kolli döpur 1 bragði. „Já, mig langaði til að segja það, en það hljómar öðruvisi í þínum munni-, það hljómar eins og þú ættir sjálfur við það sama, og eins og þú ættir við það mín vegna. . . . Jæja, nú fer eg að hátta. En eg bið þig að íhuga tilboð mitt, það er gagnslaust að eg ræði um þetta nú. Eg verð bara reið. Þú ert hræddur, og eigin- gjarn. Þú tekur til greina það, sem hinir bjánarnir mundu segja. Það gildir einu hvernig þeirra eigin hegð- un er, ef þeir setja út á framferði þitt, þá er þér öllum lokið. Og þú hugsar miklu meira um særðar tilfinningar þtnar en mínar. Og ofan á alt bætist, einmitt vegna þess að þú ert hræddur — allir karlmenn eru hræddur — að þú dylur ragmensku þína með því að kalla hana göfugmensku. Eg þakka guði fyrir, að eg er ekki karl- maður. Góða nótt Hugsaðu málið. Og hættu heimsku þinni. Beranda vantar ekki annað en verulega ærlegan amerískan dugnað. Þú þekkir hann ekki. Þú ert reglu- legt hespitré. Svo ertu taugaslappur. Loftslagið hefir ekki eyðilagt mig. Láttu mig verða félaga þinn, þá skal eg láta hringla í þurri beinagrind Salomonseyjanna. Viðurkendu það nú, að eg hafi hrist skrælþur bein þín.“ „Já, svei mér þá," svaraði hann. „Þú efast vafalaust heldur ekki um það sjálf. Aldrei á æfi minni hefi eg osðið fyrir slíkri meðferð. Ef einhver hefði sagt mér, ai eg mundi komast í annað eins. . . . Já, eg hlýt að áts, að þú hefir duglega hrist skrælþur bein mfn." „En það er ekkert á við það, sem mun verða," sagði hún sannfærandi um leið og hún stóð á fætur og rétti honum hendina. „Góða nótt. Og segðu mér svo í fyrra- málið vel fhugaða ákvörðun þína." XIII KAFLI. „Eg vildi, að eg vissi, hvort þú ert þrá, eða hvort það er í raun og veru ætlan þín að verða jarðeigandi á Salómonseyjunum," mælti Sheldon daginn eftir er þau sátu að morgunverði. „Eg vildi, að þú værir dálítið þjálli," svaraði Jóhanna. „Þú hefir slegið föstum fleiri hugmyndum, en nokkur maður, sem eg hefi þekt. Hvl f ósköpunum, í nafhi heilbrigðrar skynsemi, f nafni réttlætisins, geturðu ekki troðið því inn í þitt ferkantaða köfuð, að eg er öðru- vísi en allar stúlkur sem þú hefir hitt, og breytt svo samkvæmt því? Þú ættir að vita að eg er öðruvísi. Eg sigldi skonnortunni minni hingað sjálf, þú manst það. Þú veist, að eg kom til þess að hafa ofan af fyrir mér, eg hefi svo oft sagt þér það. Það var ætlun pabba, og hana framkvæmi eg, álveg eins og þú reynir að koma ætlunum Hughie í framkvæmd. Pabbi sigldi af stað, og ætlaði ekki að hætta fyr en hann fyndi eyju, sem hon- um llkaði. Hann dó, og eg sigldi og sigldi, unz eg kom hingað. Jæja —“ hún ypti öxlum, „skonnortan er á hafs- botni; eg kemst ekki lengra, þess vegna verð eg hér kyr; og það eitt el vfst, að eg skal verða jarðeigandi." „Sko til —“ byrjaði hann. „Eg er ekki enn þá kominn að niðurstöðunni," greip hún fram f. „Llti eg yfir framferði mitt frá því fyrst að eg kom hér, get eg ekki séð, að eg hafi á nokkurn hátt dulið á mér heimildir, eða þagað um fyrirætlanir mínar. Eg kom blátt áfram fram — alveg eins og eg er — frá fyrsta augnabliki. Eg sagði þér fyrirætlanir mlnar, og samt segir þú, að þú vitir ekki hvort eg ætli mér að verða jarðeigandi eður eigi. Eg læt þig þá í síðasta sinn vita, að eg verð áreiðanlega jarðeigandi, með astoð þinni, eða ekki. Viltu taka mig í félag við þig?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.