Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 4
 Rttatjóru-: Cylíl Gröndil (4b.) og Benedlkt Gröndal. — RlUtJ<5rn»rfull- trúl: ElBur GuBnaaon. — Slœar: 14900-U903 — Auglýalngaslml: 1400«. ABaetur AlþýBubúalB vlÐ Hverflsgötu, Heykjavík. — PrentsmlBja AlþýBu bUOslns. — Aakrl/targjald kr. 05.00 — I lausasölu kr. 5.00 elntaktfl. (Jtgefandl AlþýBuflokkurlnfl. TRAUST ÞAÐ ER GAMALL DRAUMUR íslendinga — yrkisefni stórhuga skálda — iað þjóðin geti virkjað fossa og hagnýtt aflið frá landsins hjartarót í stór vdrkjunum, sem framleiða nauðsynjar nútíma lífs. Þessi draumur hefur enn ekki orðið að veru- leika, nema í smáum stíl, af því að við höfum ekki ráðið við að reisa orkuverin. Þau verða að vera ís- lenzk, þau eru eins og hjarta efnahagslífsins, en raforkan eins og blóðrás, sem gefur þrótt hverju Iíf færi. Öðru máli gegnir um eina verksmiðju, þótt stór sé. Hún verður alltaf á valdi þess, sem ræður rafmagninu. Við getum nú gert drauminn að veruleika. Orku ver við Búrfell og álbræðsla við Straumsvík eru aðeins tvö af mörgum áformum um framtíðina, sem við viljum hrinda í framkvæmd. Auðvitað tökum við margvíslega áhættu. Hjá því verður aldrei komizt. Auðvitað rísa margvíslegi vandamál. Þau verður að leysa. Hvortveggja eru aukaatriði miðað við kjarna m^Isins: Að beizla stórfljótin á næstu áratugum og mota orkuna ekki aðeins til álbræðslu heldur og til Ínargvíslegra framkvæmda annarra. Við megum ekki gleyma því, hve þjóðin stækk ar ört. Þegar raforka byrjar að renna frá Þjórsá og íyrsti málmurinn verður bræddur við Straumsvík, verða íbúar íslands um 210.000. Þegar síðari á- anga virkjunarinnar lýkur og síðari hluti verk- miðjunnar verður tilbúinn, verða íbúar landsins um »30.000. j Þetta er alvarlegt umhugsunarefni. Hvað þarf 4>jóðin að :gera til að 'tryggja lífskjör næstu afkom í-nda sinna? Ekki eru þessar tölur í fjarlægri fram- Álö, heldur eru þetta vandamál næstu tíu ára. Það er engin vantrú á sjávarútveg, fiskiðnað og iþmdbúnað, þótt sagt sé, að þessar gömlu og traustu atvinnugreinar muni varla taka við þúsundum nanna til viðbótar. Á næstu árum munu þær auka : ramleiðni, virma afurðir betur og auka verðmæti, : :n það verður ekki sízt með því, að vélar taka við i ;törfum úr manna höhdum. Þess vegna mega íslend ■1 ngar ekki sleppa tækifærum til að bæta við nýjum - ramleiðslugreinum. Aðeins ný tækni, ný framleiðni >g ný fjölbreytni í atvinnuvegum getur skapað þjóð nni örugga- afkomu á næstu árum. Þess vegna verð i ir enn iað brýna íslendinga — ekki sízt vegna - linna háværu úrtölumanna — og hvetja þá til að i rera ekki fráleitir öllu nýju, en láta sér ekki held ur finnast of mikið til um það. ‘ Nuverandi ríkisstjórn er að framkvæma marga f stærstu draumum, sem íslendinga hefur dreymt á ðnum kynslóðum. Fyí-ir það á hún skilið traust én ekki vantraust. 4 27. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐtÐ Sameiginlegur fundur Alþýðuflokksfélaganna í Pteykjavík verður haldinn mánudaginn 28. marz kl. 8,30 s.d. í Iðnó. Funidarefni: Tillögur Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík um skipan fram- boðslista flokksins við borgarstjórnarkosningarnar 22. maí 1966. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík. Félag ung^a jafnaðarmann a í Reykjavík. Sforkunnn og Sig- mund gefa út hók Storkurinn og teiknarinn Sig mund hafa nú ruglað saman reit um sínum og gefið út bók er nefnist í dagsins önn og amstri. Efni bókarinnar er aff mestu leyti mönnum sögðu þeir Sigmund og Friðrik að ef þessari bók yrði vel tekið myndi önnur fljóta í kjölfar ið og jafnvel enn fleiri. Og þeir hyggja jafnvel á enn meiri fram kvæmdir með því að gefa út skop blað sem kæmi út ársfjórðungs lega. í>á mun Háðfugl verða sam ferða storknum á flögri sínu um borgina, en það verður nafn blaðs ins. Bókin sem áður var getið er 107 blaðsíður í nokkuð stóru broti og uppsetning mynda og texta mjög skemmtileg. Hún er prentuð í ísafoldarprentsmiðju og gefin út af höfundunum sjálfum. Verð úr búð er 160.00 kr. tekiff úr Morgunbaffinu, en þar hafa félagarnir lialdizt í hendur um nokkurt skeiff. Þó eru þar nokkrar myndiir sem eigi ihafa fengiff inni í Mogganum, svo sem af hafnfirzka lögreglumanninum sem skaut félaga sinn í misgrip um fyrir kaninu, grænlenzktun vandkvæffum viff takmörkun barn eigna o.fi. Storkurinn mun hins vegar allur hafa flögraff um í dag bók Morgunblaffsins. Bókin er tileinkuð öllu fólki á íslandi sem kann að taka léttu gríni og er það líklega all álitleg ur hópur. Sigmund er að eftir nafni J. Jóhannsson, en Storkur inn heilir öðru nafni Friðrik Sig urbjörnsson. Á fundi með frétta Varð undir bíl- hlassi Rvík, ÓTJ. NOKKUÐ margir sjúkraflutn ingar voru farnir í gær. Dreng snáffi var fluttur í Slysavarffstof una frá Breiðagerðisskóla. meff meiffsli á fæti sem þó munu ekki hafa veriff alvarleg. Var hann í sundlaug skólans þegar óhappið vildi til. Þrettán ára piltur var nokkru síðar fluttur í Slysavarffstofuna, frá Jósefs- dal en þar liafði hann veriff í af möl skíðaskóla Ármanns. Var hanit skorinn í andliti eftir skíði eins félaga síns. Þá varff maffur und ir heilu bíllilassi af rauffamöl við Hringbraut 121. Var bíllinn að sturta af pallinum þegar svona slysalega tókst til. Ókunnugt er um meiffsli mannsins. Og nokkru eftir þaff var svo fariff meff konu á Slysavarffstof una, en hún hafði fengiff affsvif á götu uti. » ALÞÝÐUBANDALAGSMENN STOFNFUNDUR Alþýðúbandalags í Reykjavík verður baldinn í Lídó, miðvikudaginn 30. marz kl. 20,30. Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins sem á lögheimili í Reykja- vík, er velkomið á fundinn. UNDIRBÚNINGSNEFND.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.