Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 5
SJÖTUGUR í DAG: ÞORARINN GUÐMUNDSSON, TONSKALD ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. marz 1966 § Þórarinn Guðmundsson fiðluleik ari og tónskáld er sjötugur í dag. Hann fæddist á Akranesi 27. marz 1896 en ólst upp í Reykjavík frá J>ví hann var á þriðja ári. Foreldr- ar Þórarins voru hjónin Guðmund- ur Jakobsson Guðmundssonar prests á Sauðafelli í Dölum og Þuríður Þórarinsdóttir, en hún var af hinni kunnu og merku Lang- holtsætt, systir séra Árna prófasts Þórarinsonar á Stórahrauni og þeirra systkina. Þórarinn Guðmundson er búinn að starfa lengur að tónlistarmálum hér á landi en nokkur annar, eða í rúmlega fimmtíu ár, og eru þ{ið ómæld áhrif sem hann hefur haft á þróun tónlistarlífsins í landinu, bæði sem hljómlistarmaður, tón- skáld, kennari og síðast en ekki sízt stjórnandi útvarpshljómsveit- arinnar um áratugi, en hann og Emil Thoroddsen voru fyrstu fast- ráðnu tónlistarmennirnir við út- varpið. Um fjölmörg ár tók Þórar- inn Guðmundsson nemendur í fiðlu leik víðsvegar að af landinu, og skipta nemendur hans hundruðum, en meðal þeirra eru ýmsir af kunn- ustu tónlistarmönnum landsins í rlag. ,T?:' Músíkhneigð Þórarins mun snemma hafa komið í ljós, og var hann ekki nema átta ára, þegar foreldrar hans komu honum í spila tíma hjá frú Önnu Pjeturss, móður dr. Helga Pjeturss en hjá henni lærði hann á píanó. Síðan byrjaði hann að læra á fiðlu hjá Henríettu Brynjólfsson og Oscari Johansen, dönskum fiðluleikara, sem þá spilaði á Hótel ísland. Að- eins ellefu ára gamall kom Þórar- inn fyrst fram opinberlega sem fiðluleikari. Það var á samkomu í Ooodtemplarahúsinu árið 1907. En þegar hann var fjórtán ára fór liann til Kaupmannahafnar á- samt Eggert Gilfer bróður sínum og stunduðu þeir báðir nám í Tón- Jistarháskólanum þar næstu þrjú | árin, og var Þórarinn langyngsti I nemandi skólans og lauk brottfar- I arprófi 17 ára gamali. Aðalfiðlu- kennari hans í tónlistarháskólan um var próf. Anton Svendsen, en meðal kennara hans í öðrum grein- um má nefna prófessor Otto Moll- ing og Axel Gade, en hann var sonur hins kunna danska tónskálds, Niels W. Gade, en hann i Eftir burtfararprófið á tónlist- j arháskólanum stundaði Þórar-1 in nám í einkatímum um eins árs j skeið hjá danska fiðluleikaranum 1 og hljómsveitarstjóranum Peder ! Möller og nokkrum árum síðar dvaldist hann eitt ár í Þýzka- landi, bæði við nám og hljómlist- orstörf. Að öðru leyti hefur Þórarinn Guðmundson gefið sig óskiptan að tónlistarstörfum hér heima, en hann ásamt Eggert Gilfer, eru jfyrstu íslendingarnir, sem kornu Þórarinn Guðmundsson. heim með próf frá erlendum tón- listarháskóla. Strax eftir heimkom una tóku þeir bræður að halda hljómleika, bæði í Reykjavík og út um land, og upp frá því má segja, að Þórarinn hafi um margra ára skeið verið helzta driffjöðrin í tónlistarlífi landsins, ekki að- eins með því að spila sjálfur á hljómleikum, við leiksýningar, í samkvæmum og við ótal önnur tækifæri, heldur safnaði hann um sig áhugamönnum í tónlist, tók nemendur og æfði smáhljómsveit- ir, bæði í Reykjavík og norður á Akureyri, enda var jafnan til hans Vinsælasta sokkategundin á markaðinum í dag er Þetta er einróma álit allra, sem til bekkja, og kemur fram í sífellt vaxandi sölu, og aukinni efíirspurn. Umboðsmenn: jr Agúst Ármann hf. Sími 22-100. Leikfélag Kópavogs hefur nú sýnt sakamálaleikritið „Tíu litlir. negrastrákar" 15 sinnuin í Kópavogsbíói við mjög góða aðsókn. Uppselt hefur verið á flestum sýningum. Þetta er annað leikritið, sem Leikfélag Kópavogs sýnir eft-‘ ir Agaíha Christie, en hitt var, sem kunnugt er Músagildran. Þessi ágæti höfundur á marga aðdáendur hér á landi. Sýning Leikfélags Kópavogs á Negrastrákunum, hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda enda hefur það sýnt sig að leikhúsgestir kunna vel að meta þessa skemmtilegu sýningu. Myndin er af Auði Guðmundsdóttur, Sigurði Grétari Guð mundssyni, Theodóri Halldórssyni og Helgu Harðardóttur. ur komizt að orði, þá reyndi hann að „eitra út frá sér” á þessu sviði, og vissulega hefur bakterían grip- ið um sig! Kvæntur er Þórarinn Önnu ívarsdóttur, og hafa þau eignazt tvö börn. Segja má að hjá þeim hjónum sé þríheilagt um þessar mundir, því að fyrir nokkrum vik- um varð frú Anna sjötug, og síðar í vor eiga þau gullbrúðkaup. Þeir verða áreiðanlega margir vinir þeirra hjónanna, svo og gaml- ir nemendur Þórarins og aðrir tónlistarunnendur, sem senda hon- um órnaðaróskir og hlýjar kveðj- ur á sjötugsafmælinu. En í kvöld- gangast nokkrir vinir hans og sam- starfsinenn fyrir samsæti honum til heiðurs í Tjarnarbúð í Reykja- vík. Í.K. leitað, ef einhvers þurfti með i þessu efni. Þannig var hann t.d beðinn að æfa um 20 manna hljóm- sveit fyrir konungskomuna árií 1921, en flokkur þessi var síðan uppistaða í Hljómsveit Reykjavík- ur, sem Þórarinn stofnaði sama ár, og má sú hljómsveit teljasl fyrsti vísir að sinfóníuhljómsveit hér á landi. sokkarnir eru framleiddir úr bezta fáanlegu perlonþræði. Þeir hafa mikið teygjuþol, falla mjög vél að fæti og endast lengi. LEYFISHAFAR. < Vinsamlegást 1 hafið samband við okkur sem ' allra fyrst. Þegar Ríkisútvarpið tók til árið 1930 réðist Þórarinn Guð- mundson til þess, og hefur starfað þar og í sinfóníuhljómsveitinni síðan. Hann var því einn af elztu starfsmönnum útvarpsins og öll- um landsmönnum kunnur sem stj órnandi útvarpshlj ómsveitarinn- ar um margra ára skeið. Einnig eru mörg af sönglögum hans löngu landskunn orðin, enda sum þeirra oft sungin í útvarp og víðar. Þór- arinn hefur samið fjölmörg lög um dagana, allt frá því er hann átta ára gamall samdi sitt fyrsta lag við ljóð eftir Matthías Jochum- son. Hér hefur í stórum dráttum ver- ið drepið á nokkur atriði úr starfs- sögu Þórarins Guðmundssonar, en hún er að sjálfsögðu margfalt yfir- gripsmeiri og fjölþættari. Það hef- ur mikil breyting orðið á tónlist- arlífinu í landinu á þeim rúmum fimmtíu árum, sem liðin eru frá bví Þórarinn kom heim frá tón- 'istarháskólanum í Kaupmanna- böfn. En eins og hann hefur sjálf-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.