Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 7
IEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR hafði síðastliðinn laugardag sérstaka sýningu á Húsi Bernörðu Alba til heiðurs Regínu Þórðar dóttur leikkonu, en þann 24ða apríl í vor verða 30 ár liðin frá því hún lék í fyrsta sinni í Iðnó. Slíkar heiðurssýningar vekja jafn an athygli og mælast vel 'fyrir; þær halda fram til sýnis list ein stakra leikenda hverju sinni og verða jafnframt til dæmis um þau verk sem leikhúsin eru að vinna. Hafa menn annars tekið eftir því hvað leikkonur vorar hafa verið aðsópsmiklar í vetur i leik húsunum? Þjóðleikliúsið reið á vaðið með Herdísi Þorvaldsdótt ur í lilutverki Maggíar í Synda falli Arthurs Millers; hún var hið eina eftirminnilega í. þeirri sýn ingu. Þessu næst kom frú Alving Guðbjargar Þorbjarnardóttur sem nú hefur fyrii- skemmstu bætt við sig kerlingunni í Gullna hliðinu. Og Helga Valtýsdóttir færðist í fang sjálfa Mutter Courage Breehts á jólunum. Þó allar þess ar sýningar orkuðu tvímælis með einu móti eða öðru verður leik konunum sjálfum enganveginn gef ið það að sök; þvert á móti vakti frammistaða þeirra allra áhuga, einatt við ónóga eða ófullnægjandi leikstjórn. Hjá Leikfélagi Reykja víkur hefur Regína Þórðardóttir leyst hliðstætt verk af hendi í vetur í sýnfngu sem er sérstæð fyr ir það að hún er skipuð eintómum konum; það sýnir merkilegan styrk Leikfélagsins að það skuli koma upp svo fullskipaðri sýningu á Húsi Bernörðu Alba. Sambæri lega tilraun gerði Þjóðleikhúsið fyrir tveimur árum, að vísu með sýnu veigaminna viðfangsefni. Læðunum eftir Walentin Chorell en tókst það til engrar sambæri legrar hlítar. Það má að sjálf- sögðu deila um skilning og aðferð ir sýningaiúnnar, hvort henni auðn aðist að koma verki Careia Lorca réttilega til skila; það skal fús lega játað að undirritaður hreifst ekki af því við þessi kynni. Hvað sem því líður var sýningin mjög frambærileg, heilsteypt, hreinleg, og það sem hæst bar var lýsing Regínu Þórðardóttur á Bernörðu Alba; þetta varð mér enn Ijósara en fyrr við að sjá sýninguna upp á nýtt á laugardaginn. ■ FYRRA heiðraði Leikfélag Reykjavíkur tvo leikara af elztu kynslóðinni í leikhúsinu, þá Brynjólf Jóhannesson og Harald Björnsson. Nú var röðin sem sagt komin að kýnslóðinni í miðið, þeirri er tók við Þjóðleikh. nýju og hefur borið hita og þunga dags ins þar síðan. Þar starfaði Regína Þórðardóttir fyrstu tíu ár leikhúss ins við góðan orðstír; þaðan eru undirrituðum einkum hugstæðai konur hennar þrjár í leikritum Arthurs Millers, ekki elzt kona sölumannsins í meistaraverki iýlillers, sem er ein af þeim leiksýningum sem mér urðu áhrifamestar í æsku; þar held ég að leikur Regínu hafi verið dæma laust innilegur, nærfærinn, falleg ur. Og ekki er vert að gleyma kerlingunni með krúnginn, fyrsta hlutverki hennar í Þjóðleikhúsinu; sú lýsing hefur í mínu minni a. m.k. með öllu samsamazt íslands klukkunni svo að þær eru hvor annarri óaðskiljanlegar síðan, Reg ina Þórðardóttir og frú Arnæ Arn æi. Þaðan kunna að liggja ein hverjir leyniþræðir fram til þriggja svipmikilla kvenlýsinga hennar í Iðnó á seinustu árum þar sem Bernarða Alba er síðust í röðinni, allt mögnuð og merki leg verk sem skera sig úr daglegu brauði leikhúsanna með sírui Regína Þórðardóttir heiðruð á starfsafmæli sínu í Iðnó. Sjálfsagt er það enn eitt dæmi um þann mikla og almenna leik listaráhuga sem hér er nú, að nem endur gagnfræðaskóla skuli ráð ast í þvílíkt viðfangsefni; sýning in var ætluð til skemmtunar á árs hátíð skólans. En það sem á óvart kom í sýningunni var leikni og kunnátta hinna ungu leikenda, heilsteyptur bragur sýningarinnar; leikendurnir og leiðbeinandi þeirra hafa sýnilega lagt sig alla fram með alúð og furðumikilli smekkvísi og líka náð umtalsverð um árangri. Yitaskuld voru leik endurnir misjafnlega kunnáttu- samir, misjafnlega hæfileikum bún ir, en margir léku með furðumik illi kimni og þokka. Ég nefni til þau tvö sem fóru með aðal hlutverkin, Randvé Þorláksson (Argan) og Rannveigu Jóhanns- dóttur (Toinette) og Ingibjörgu Jó hannsdóttur sem náði furðumikl um svip á hlutverk Angelique; þau hefðu öll sómt sér mætavel í sýn ingu eldri og þroskaðri nemenda þarna var að vænta, svo sem Herranótt Menntaskólans. Skólaleikjum nægir að sjálf- sögðu að stytta nemendum. kenn urum þeirra og vandamönnum eina stund; til þeirra verða ekki gerðar eðlilegar, listrænar kröfur. Það er löngu reynt að klassískir gleðileikir eru skólanemendum lang-heppilegust og þroskavænleg ust verkefni og gefa æskuþokka þeirra og leikgleði bezt færi að njóta sín. Hér sem slík viðfangsefni eru sjaldgæf í leikhúsunum hefur Herranótt haft sérstöðu og átt markverðan hlut að leiklistarlíf inu með því einu að halda uppi nokkui*veginn reglubundnum sýn ingum gleðileikja ár frá ári — þó að vísu hefði mátt notfæra sér hana til muna betur. En því virð ist fara fjarri að forráðamenn Menntaskólans geri sér grein fyrir þessari sérstöðu né kunni að meta hana. Það mátti m.a. ráða af þeim ummælum Einars_ rektors Magnús sonar, hér í blaðinu 19da marz, að Menntaskólanum dygði ekki minna en „eiga samkomusal með 600—700 sætum, auk leiksviðs, sem sé heilt þjóðleikhús, sem yrði notað í fáein skipti á ári, en væri þó helmings of lítið til þess að þar gæt; farið fram skólasetning eða skólauppsögn“ til að haldið Frá sýningu Réttarholtsskólans. ramma bragði, sínu sálarlega raun sæi. Regína Þórðardóttir kaus að hætta störfum í Þjóðleikhúsinu eft ir tíu ár; það var að skilja á út varpsviðtali við liana á dögunum að þá hefði verið ásetningur henn ar að hætta með öllu að leika. Sá ásetningur tókst ekki betur en raun ber vitni, sem belur fer — og fyrir það staðfestuleysi var henni þakkað með virktum í Iðnó á laugardaginn, í þeirri vissu von að enn eigi hún mikil verk óunnin á sviðinu. i SUNNUDAGINN var gafst ”mér kostur að horfa á dálitið óvenjulega leiksýningu; það vori nemendur Réttarholtsskóla Reykjavík sem sýndu ímyndunar veikina eftir Moliére undir stjórn Hinriks Bjarnasonar kennara. Úr sýningu Þjóðleikhússins á Gullna liliðinu. yrði uppi skaplegri leikiistarstarf semi innan veggja skólans. lyjEÐAN beðið er eftir nýjupr ‘ieikritum Halldórs Laxness i leikhúsunum báðum^ frumsýning samtímis vonum vér, stytta þau sér og öðrum stundir með göml um kunningjum. Leikfélag Reykja víkur frumsýndi á fimmtudaginn upp á nýtt farsa Dario Fos, silf urlampaleik; Gísla Halldórssonar frá í fyrra; þar hafa nú orðið all mikil mannaskipti í miðþættín um sem skemmtilegastur var S fyrri frumsýningu. Og Ævintýri á gönguför gengur enn fullum fefc um þar í Iðnó, komið á annað ár? og með gerbreyttri lilutverkaskip an frá í fyrra; Steindór Hjörleifa- son er nú Skrifta-Hans, Gísli Hal! dórsson Kranz, sem mér er sagfc að veki báðir mikinn fögnuð. Ers. ekki ætla ég mér að fara nú aíf leggja neinn dóm á þessar sýning ar — enda hef ég hvoruga séð 1 sinni nýju mynd. Og Þjóðleikhúsið sýnir Gullná hliðið. Þrátt fyrir dræmar undir tektir í fyrstu skilst mér sýning in hafi fengið meðbyr áhorfenda og vaxandi aðsókn. Við þessu var að búast: rótgrónar vinsældir Gullna hliðsins láta ekki að sér hæða. Trúlegt er að leikurinn verðj eftirleiðis fasta-viðfangs- efni leikhússins með nokkurra ára fresti eins og Ævintýrið hefur ver ið í Iðnó fram á þennan dag. En það var verr farið að tækifæriff skyldi ekki notað nii tii að tafcja sviðsetningu leiksins til gagngesy ar endurskoðunar samfara mam'ja skiptum í aðalhlutverkunum, pg afleitlega tækist ef hún yrði til pð skapa Gullna hliðinu fast, varen legt sýningarform um ófyrirsjá^n lega framtíð. Svo mikið er víst jp slíkri endurskoðun hefur hún frest að um ein tiu ár. - . f’ V' AULLNA HLIÐIÐ er einnig ný v komið út í nýrri útgáfu, snyrii Iegri bók (Helgafell 1966, 208 bis ): með formála eftir Matthías Jóhartn > essen. Ekki verðúr sagt, því mi£; Framhald á 15. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. marz 1966 f Kh

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.