Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 3
TVlSÝNT UM BJÖRGUN ALLAN TlMANN - Reykjavík — OÓ. — Ég sá á eftir drengnum hverfa ofan í geyminn og sam stundis hrundi grjótið yfir hann og hann grófst undir þriggja ; metra grjótfargi. Sjálfur gat ég kraflað mig upp úr grjóthrúg unni, sagði Ingvar Kolbeinsson ; iflokksstjóri í Grjótnáminu, rétt áður en tókst að ná Vilbergi Guðjóni Agústssyni heilum á húfi, upp úr geyminum eftir rúmlega þriggja klukkustunda tvísýnt björgunarstarf. Vilberg og Ingvar voru tveir að vinnu við grjótgeyminn þeg ar hrunið varð. Sjálfur grjót geymirinn, sem er sívalur, er fjórir metrar að dýpt og á þriðja meter í þvermál. Undir honum er mulningsvél, sem grjótið fer í gegnum og það an út á bíla. Tekur hann um 50 tonn af grjóti Grjótið sem látið er í geym inn er leirblandað qg hafði frost komið í það efst í geymin um og hrúgu sem þar var of an á. Voru þeir félagar að pjakka í grjótið með járnköll um til að það hryndi ofan í geyminn þegar brast undan fót um þeirra og Vilberg steyptist ofan í geyminn og grjótið of an á hann. Fór hann niður á botn - geymisins og var klemmd ur við útvegg hans. Hafði mynd ast geil þarna niðri á botni er orsakaði að ekki rann niður í mulningsvélina. Eins og fyrr segir slapp Ingv ar naumlega. Þetta skeði kl. 16,20. Fyrst í stað vissi enginn hvort Vilberg var lífs eða lið inn, en strax var hafist handa við að grafa. Aðstæður voru all ar mjög erfiðar og engan tíma mátti missa. Grafið var niður með vegg geymisins og varð að gæta mjög varúðar því sú hætta vofði ávallt yfir að hryndi yfir björgunarmennina. Þegar graf ið hafði verið í um 30 mínútur kom önnur hönd Vilbergs í ljós, þar sem hún var upprétt úr grjótinu. Skömmu siðar heyrðu björgunarmenn til hans og gátu talað við hann. Framhald á 14. síðu. lngvar Kolbeinsson ræöir viö starfsfélaga sína meöan björgunin stendur enn yjir. — Myndir: J. V. Viö op holunnar. Mennirnir sem standa ofan í henni draga upp grjótiö frá þremenningunum, sem náöu Vilberg. LÆMT ÁSTAND I SLATURHUSUM Réykjavík — EG. Það kom fram á fundi neðri deildar Alþingris í gær að mikilla umbóta er þörf á sláturliúsum hér á landi og á það bæði við um hús in sjálf og þá starfrækslu, sem fram fer í þeim, en mörg liús liafa starfað á undanþágum í allt að 17 ár og aldrei fengið löggild ingu, sem fullkomin sláturhús. Gunnar Gíslason (S) mælti í gær fyrir áliti landbúnaðamefnd ar neðri deildar á frumvarpi til laga um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum en þar er með al annars gei*t ráð fyrir að allar lieimiidir til heimaslátrunar verði felldar niður og að sláturhús fái 3 ára frest til að lagfáera hjá sér en undanþágur verði ekki framar veittar. Framsögumaður sagði að kjöt matsformaður og yfirdýralæknir ljóst, að mikilla umbóta væri hefðu mætt á fundi hjá nefndinni þörf í sláturhúsunum. Framsögu er hún fjallaði um þetta mál, og maður sagði ennfremur að 17 ár hefðu þeir gert nefndarmönnum Framhald á 15. síðu Sementsflutningaskipið: .: • i ðfhent sl. laugardag í Síðastliðinn laugardag var af- hent í Molde, Noregi, hið nýja sementsflutningaskip m^. Frey- faxi, sem Sementverksmiðja rík- isins hefur látið smiða. Skipið er smíðað hjá Aukra Bruk A/S, Noregi, og veittu þeir Pétur Ottesen stjómarmaður verksmiðjunnar og dr. Jón E. Vest BAWwwwmiwvmwwvvvHviwvvmww p Sigurlíkur Wilsons aukast London 28. 3. (NTB-Reuter) Leiðtogi íhaldsflokksins, Ed- ward Heath, hló að skoðana könnumun í dag og neitaði harðlega staðhæfingum þess efn is að kosningabarátta hans liefði engin áhrif á almenning. Að- eins þrír dagar eru til kosn inga og skoðanakönnun Gallup stofnunarinnar sýnir að Verka mannaflokkur Harold Wilsons forsætisráðherra hefur aukið forskot sitt í 40 kjördæmum, þar sem íhaldsmenn sigruðu með naumum meirihluta í síð ustu kosningum. Leiðtogi Frjálslynda flokks- ins, Jo Grimond sagði að greini legt væri að kosningabarátta íhaldsmanna væri að renna út í sandinn. íhaldsmenn tapa fylgi í vafakjördæmum, sagði Grimond. Allir búast við að Við fáum aftur Verkamanna- flokksstjórn, sagði hann. Heath sagði um þessi ummæli Grim Framhald á 15. síðu VVVVVVVWVVVWVVVVWWVVVVW VVVVWWWVII rAVVHVVVVVVUWVVVVVWWWWVVUWVVVVUVVWUV dal, forstjóri, skipinu viðtöku fyr- ir hönd verksmiðjustjórnarinnar. Stærð Freyfaxa er 1275 t.dw. og er hann útbúinn 1320 ha aðalvél af Dautzgerð. Hið nýja skip er smíðað aðallega til að annast flutning á sementi á pöllum. Verður megin verkefni þess flutningur á sementi til hafna út á landi. Flutningur með þessum hætti mun hafa í för með sér að aðeins þarf örfáa menn til að að stoða með tilkomu við uppskipun. Verður því t þess bætt úr þeirru erfiðleikum, sem verið hafa á und- . tiU v— V anförnum árum að fá menn uppskipunar á sementi. Á skipinu verður 12 mamja á-,, höfn, þar af aðeins tveir vélqtjór- ar, þar sem það er útbúið hámarks sjálfvirkni hvað vélbúnað snertir. j_. M.s. Freyfaxi mun nú farq frá Noregi til Póllands og Danmerk- ur og flytja heim gips og umbúðir fyrir verksmiðjuna. Áætlað er að hann komi til landsins um 20napr-.j íl n.k. . *' i v ALÞÝÐUBLAÐIÐ T 29. marz 1966.3.^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.