Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 6
„Það rignir þegar góður maður deyr” . f'ís oV ; ■! *<>•• i m ENGIR morðingjar í sögunni hafa fengiS 'jajn ástundunarsaman ævisöguritara og Truman Capote. Vegna bókar hans, Me'ð köldu blóði, og kvikmyndarinnar, sem gerð veróur um hana, munu Ric- hard Hickock og Perry Smith verða kunnir milljónum manna. Richard E. Hickock, Hin faglega sálgreining hans á þessum jafnvaegislausu mönnum er einhver sú athyglisverðasta í sögu sagnalistarinnar. Skömmu eftir handtöku þeirra, fékk Capote leyfi til að heimsækja þá einn síns liðs í fangaklefum þeirra. Um þær mundir gat hvorki honum né þeim komið til hugar, að þessar heimsóknir héldust næstu sex árin, og að í lok þeirra mundu morðingjarnir tveir og rit- höfundurinn þekkja hver annan betur en þeir höfðu þekkt nokk- urn annan á ævi sinni. Fyrir Capote var það einstök en erfið reynsla, að eiga langar og einlægar samræður við þessa ungu afbrotamenn. Hickoek tók honum vel þegar í upphafi, en Smith var ónotalegur og allt að því hættulegur fyrstu tvo mánuðina. Capote lýsir þannig breyting- unni, sem síðar var á Smith: — Skyndilega sagði hann, — kann- TVesr spiiitir og afvegaleiddir ung- ir menn myrtu fjögurra rnanna fföl- skyidu í C^ar^abæ í Kansas. Hinn frá bæri rithöfundur, Truman Capote, eycldi sex árum til þess aS kynnast ■fc íbijum hans - og morðingj- u ntm. Á þeim sex árum samdi hann metsöluhékina, IVIEÐ KÖLDU BLÚBU Rithöfundurinn Truman Capote til vinstri ásamt Perry Smith, morðingjanum, sem las heimspeki. ski er það satt, kannski þú hafir raunverulega áhuga á mér sem manni — kannski vilt þú alls ekki skrifa bók til að græða á mér. — Upp frá því var hann sam- vinnuþýður. Þeir voru báðir mjög heiðarlegir gagnvart mér, og það var ég einnig gagnvart þeim. Öll þessi ár yfirheyrslu, dóms- og áfrýjunar — til Hæstaréttar og til baka aftur — voru þessir þrír menn samari öllum stundum, sem færi gafst. ' Þegar Smith og Hiekock voru fluttir í deiíd hinna dauðadæmdu í ríkisfangelsinu Kansas, 400 míl- ur í burtu, | heimsótti hann þá þangað. Á þessunl Ijóta cg ógnvekjandi stað jók hann ekki aðeins við djúptæka þjekkingu sína á þeim heldur kynntist hann einnig „vin- um” þeirra S— samföngunum, sem biðu aftökunnar mánuðum og ár- um saman. ;Allir þeir, sem voru í fangelsinú á sama tíma, koma fram í bók ,Capotes. Á milli heimsókna skrifuðust þeir stöðugt; á. Báðir máttu skrifa tvö bréf á viku, og þeir skrifuðu næstum alltaf Capote. Einstaka sintium skrifaði Dick, að hann fengi ekki bréf frá sér næsta fimmtudag, .þar sem hann yrði að skrifa bróður sínum. Báðir fóru þeir þess á leit við Capote, að hann sendi þeim bæk- ur, sem hann og gerði. Smith fékk sig aldrei fullsaddan af höfundum eins og Thoreau, amerískum 19. aldar rithöfundi, og Santayana, ameríska skáldinu og heimspekingnum. Þarfir Hickocks voru annars eðl- is. — Hann fékk mig til að þræða skuggalegar bóksölur í leit að vasa- bókum, sem fjölluðu um soraleg- ustu kynferðisglæpi, segir Capote. — Hann hafði verið góður vél- virki, og hann bað mig líka að útvega sér áskrift að tímariti, sem heitir Motor Trend. Aftökuherbergi ríkisfangelsins er stórt og óþrifalegt geymsluher bergi fullt af timbri. Þegar maður er leiddur þangað til hengingar, segja hinir fangarn- ir, að hann hafi „farið í heimsókn í vöruhúsið.” Smith og Hickock fóru í sína heimsókn í vöruhúsið eftir mið- nætti hinn 14. apríl 1965. Öll úr- ræði höfðu verið reynd. Undan- komuleið fannst engin. Hér átti þessu að ljúka. Það var ömurleg nótt. Hellirign- ing. Wicks lögreglustjóri, sem var viðstaddur heyrði menn hvíslast á: Það rignir, ; þegar góður maður deyr, sagði einn. — Já, en góði maðurinn dó fyrir fimm árum, hvíslaði annar. Hann átti við Her- bert Clutter, bóndann, sem var mvrtur. Stóra herbergið var illa lýst og snörurnar héngu niður úr tveimur bjálkum, sem lágu í kross. Þeir, sem urðu að vera við- staddir, ráfuðu vandræðalega um í skugganum. Þeirra á meðal var Capote. — Þessi litli, föli maður virtist mjög miður sín. Morðingjarnir höfðu beðið hann um að koma. — Það var hræðileg ákvörðun, sem ég varð að taka, sagði Ca- pote. Svo'sannarlega vildi ég ekki fara, en fyrst Dick og Perry ósk- uðu eftir mér, þá var það löglegt, og ég varð að fara. — Ég sá þá fyrst í svokölluðu biðherbergi, þar sem þeim var borin síðasta máltíðin, sem óþarft er að geta, að þeir snæddu ekki. — Því næst voru þeir vafðir í leðurbrynju. Eftir það varð ég að halda fyrir þá á sígarettunum, svo þeir gætu reykt. — Þeir skulfu, ekki af ótta, held- ur taugaóstyrk. Perry talaði um Thoreau, og spurði hvort ég tryði þessu eða hinu. Hann bað mig að gæta þess, að ég fengi allar eigur h'ans, sem hann hafði ánafnað Framhald á 15. síðu Endalokin-tveir legsteinar í fangelsis- KHsmrEfáS ppifr<v’ri WAKD ’"’■ ' HfCKOCK , SMI’JH ...■; 6, iTSj •>, OCT.PV.Wkfi • .« < .ViMRIIU 14.1965 í-’.VÍ', . kirkjugarði, sem Truman Capote reisti 0 29. marz 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.