Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 7
MOLAR □ Dyrnar á fimmtíu og áttá flugskýlum í Los Angeles voru í fyrra opnaðar og lokaðar með radiosendingum, en nú er það úr sögunni. Það kom nefni- lega í ljós, aö radiotækin voru j svo sterk að flugmenn í allt að 16 mílna fjarlægð fengu þau inn á miðunartækin Kjá sér. Það kom J eitt sinn fyrir, að flugmaður, sem var að lenda fullri farþegaflugvél ! miðaði geislann nákvæmlega út, og ætlaði svo að lenda. Þetta var auðvitað í svarta þoku. Sem þetur fór urðu menn þess varir í tíma og skelfingu lostinn flugumferðar- stjóri öskraði á flugmanninn: — ,,hækkaðu flugið, hækkaðu flug- ið.” Án þess að bíða eftir skýr- ingu setti flugmaðurinn fullan kraft á hreyflana og dró hæðar- stýrið eins langt aftur og hann framast þorði. Og vélin geystist yfir flugskýlið í 30 feta hæð. — Einnig kom það nokkrum sinnum fyrir að flugVélar sem fóru yfir flugskýli með svona útbúnaði, — opnuðu eða lokuðu dyrunum. □ Nú eru Beechcraft- verksmíðjurnar farnar að fram- leiða sjálfvirkt öryggistæki, sem tekur upp og setur niður lending- arútbúnaðinn, þegar það á við. Þegar flugvélin kemur inn til lendingar, setur tækið hjólin nið- ur, þegar blönduþrýstingurinn hef- ur lækkað að vissu marki, — eða flughráðinn lækkað niður í 120 mílur (á Bonanza eða Dcbonair). Og í flugtaki lyftir það hjólunum upp á 90 rnílna hraða, þegar vél- in er komin í loftið. □ Gestir á heimssýn- ingunni í New York, gátu þar m. a. skoðað aðra þriggja hreyfla Ford flugvélina, þ. e. vél númer tvö. Vél númer eitt flýgur enn við góðan orðstír, og tekur víða þátt í flugvélasýningum. Sú gamla númer tvö var fyrst í eigu Ford, sem seldu hana til Pan American Airvvays 1931. Panam seldi svo vélina mexíkönsku flugfélagi 1934 og þar var hún í notkun til 1942. Þá var hún seld til Guetamala og notuð þar til vöruflutninga. 1951 keypti landbúnaðarfyrirtæki í Montana vélina og seldi hana nokkrum árum seinna fífldjörfum listflugmanni. Og þar keypti Pan- am liana aftur. Brakið úr Hurricanevél Ian Smith. ORRUSTUFLUGMAÐURINN IAN SMITH IAN SMITH, forsætisráðherra Rhodesiu hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu vegna við- ureignar sinnar við Breta. Þess vegna kannast flestir við hann. En það eru færri sem vita,, að fyrir um tuttugu árum barðist forsæt- isráðherrann FYRIR Bretland. — i Hann flaug Hurricane og Spitfire- | vélum í síðari lieimsstyrjöldinni 1 og þótti fær flugmaður, þrátt fyrir það, að eitt sinn fórst vél hans í flugtaki. Einn flugmannanna í sveit Ians hét Alan Smith (ekki ættingi) og hann man vel eftir försætisráðherranum, þegar hann Fallhlífastökk er geysivinsæl íþrótt erlendis og þegar er búið ið stofna klúbb hér á landi. Myndin er úr sjónvarpsþætti sem íeitiír Ripcord og* sýnir "dálítið úramatiskari hlið íþróttarinn- var orrustuflugmaður: — Ég gekk í flugsvcitina snemma á árinu 1942. Ian var fjórum árum eldri en ég, en ég kannaðist við hann, þar sem ég hafði séð liann leika rugby í skóla. Þegar ég var örðinn flugmaður var ég kallaður Smith númer fjögur. Flugsveitar- foringinn okkar Eric Smith var númer eitt, Ian var Smith nr. 2, bróðir Erics, Harokl Smith var núrher þrjii og svo var það ég, Alan Smith, númer fjögur, eins og áður segir. Við flugum Hurricanevélum yf- ir eyðimörkinni, svo yfir írak og í lok ’42 komum við at'tur til Egyptalands og fehgum þá Hurri- cancvélai’ af nýrri gerð. Við átt- um að vernda skipalestir á leið- inni frá Egyþtálandi. og þá flaug ég í sama hóp og Ian. Hann var mjög námkvæmur og góður flug- maður. en átti það til að vera fífldjarfur. í desember 1943 skipt- um við um flugvélar og fengum Spirtfire sem við fórum með til Savoia. Við vissum þegar að starf okkar hlaut að verða mikilvægt fyrst við fengum þessar vélar. Og svo 1944 fengum við nýjustu og beztu Spitfirevélina MK 9 og var augljóst, að eitthvaö mikið var í aðsigi. Og það var það líka. Við áttum að fylgja sprengjuflugvélum sem fóru í árásarferðir til Ítalíu. Og þegar við áttum frí, máttum við gera árásir á skotmörk á jörðu niðri eins og við vildum. Okkur gekk mjög vel við þetta, því að um þetta leyti var þýzki flugher- inn ekki svo ýkja hættulegur and- stæðingur. Það var meðan táO flugum Hurricaneflugvélum friV Ieadu, nálægt Alexandríu, sem Ian varð fyrir óhappi. Þá var nokkur» konar vaktavinna hjá okkur, þ. o. við skiptumst á að fljúga tveir og tveir saman til þess að hpga að skipalestum. Þá máttum við ekki ræðast við um talstöðina- og i ekki kveikja siglingaljósin að nóttu'l. til. Það var því erfitt oft að hálda hópinn, þegar við fórum á loft; klukkustund fyrir dögun_ meðaiv enn var svartamyrkur. Einn morg- uninn, þegar við Ian vorumj að' fara, sá ég glóðina frá útblást-l ursrörum vélar hans hverfa. . Ég i hélt áfram einn, og þegar ég kon>: aftur fjórum timum síðar sá,,'ögý Hurricanevél lians dreiíða yfir 400 metra svæði. j •<Frh. næsta þriðjudag). ALÞVÐUBLAÐIÐ 29. marz 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.