Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 13
mim\ n~' •— Síml 50184. Fyrir kóng og föóuriand. (For King and Country) Ensk verðlauna kvikmynd, ein áhrifmesta kvikmynd sem sýnd hefur verið. Dirk Bograrde Tom Courtenay Leikstjóri: Joseph Losey, sá sami er gerði ,,þjóninn“ sem sýnd var í Kópavogsbíói fyrir nokkru. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. SMYGLAKAEYJAN A.mer'íska litmyndin vinsæla Sýnd kl. 5. Leyniskjölin Hörkuspennandi ný litmynd frá Rank. íslenzkur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Síðasta sinn T rúlof unarhringar Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. SMURSTðÐIN Sætúni 4 — Sími 16.2-27 BíUInn er smurðnr fljótt og vel. Seljnm aUar tecmadlr sanvrolíu hver hnútur kæmi á þráðinn því hún hætti að líta við honum og réðst á Webley þó að Steve eiti hana é röndum. Hún sá ekkert nema John. Heldurðu að Step hen sé ef til vill dálítið .... — Óáreiðanlegur? Eða eitt- hvað verra? Áttu við að það gæti hugsazt að hann hefði að- eins skipt sér af Jinny til að komast að aðstæðum og högum Carlton hjónanna og svo rænt toarninu? Henni fannst sóliai ekki heit lengur og það fór kuidahrollur um hana Hún hristi höfuðið. — Nei, ég get ekkí séð það fyrir mér. Ég get ekki trúað því að Stephen hafi framið harnsrán. — Samt varðstu að hugsa þig um, sagði Meg. — Þú sagðir ekki . strax að það væri óhúgs- andi. — Þú veizt það sjálf að þeg ar eitthvað svona kemur fyrir lítur maður grunsemdaraugum á alla. Það er iþað sem er svo viðbjóðslegt. En ef við ætlum að ræða Stephen alvarlega held ég. að við verðum að viður- kenna að hann er einn af þeim mönnum sem hugsar um sitt ,og égrálít að það hafi ekki lít il áhrif á hrifningu hans hvort stúlkan er auðug eða ekki. En annað álít ég ekki. — Svo þú heldur að hann hafi ætlað að giftast Jinny vegna peninganna en svo hafi John.komið og eyðilagt allt fyr ir hopum: Samt skrifaði hann þér og hað þig um að koma. Pat fann að hún roðnaði. Jú hann hafði rétt henni litlafing- ur en hvað hafði hún gert? Hún hafði hlaupið til hans. Það var niðurlægjandi en satt engu að síðúr. — Senniléga var það vegna þess að hann vildi reyna gamla bragðið um afbrýðissemina, sagði hún þurrlega. — Hann hefur víst bara dottið sjálfur í gröfina sem hann ætlaði að igrafa því Jinny gerði það sama við hann. Hún varð bara á undan. — Áttu við að hún hafi daðrað við Stephen til að gera John afbrýðissaman? Meg hló. — Auðvitað! En hvað ég get verið vitlaus. Ég hef ekki hugs að um annað en það hvernig Stephen gerði sig til fyrir henni en nú er ég róleg. — Ég er að deyja úr hungri, sagða Pat. — Bara við verðum ekki of seinar í morgunmatin.i. Sjáðu hara skiðamennirnir eru komnir út. — Það er of seint fyrir þig að komast að því hvað Steve vildi þér, saigði Meg og toenti. — ÍHann er þarna með heilan hóp nemenda. Frame vill áreið anlega að allt komist í samt horf sem fyrst. Við ýkulum hraða okkur. 15 26. Frame var auðsýnilega ekki búinn að borða því um leið og ungu stúlkurnar settust kom hann með hóp manna inn. — 'Lögregluþjónar sagði Meg. — Þeir eru áhyggjufullir svo það hefur ekkert nýtt skeð. Um leið og þær voru búnar að horða reis Pat á fætur. -— Ég verð að fara að opna, það fyllist áreiðaniega allt þriáðum, fyrst svona margir eru úti. Hún leit út um gluggann þar sem skiðamenn í skrautlegum klæðum svifu niður hlíðarnar eða flugu upp á við í lyftunni. — Þetta er yndislegur frístað ur sagði hún. — Það er ótrú- legt að það skuli hvíla skuggi yfir staðnum þegar maður horf ir á allt þetta káta fólk. — En kannske trúlegra ef maður horfir á andlitin á Jþeim þarna, sagði Meg og hnykkti höfðinu í áttina að toorðinu þar sem Frame sat með lögreglu þjónunum. 27. Patricia opnaði kaffistofuna. Hún kveikti á vélunum, hitaði hrauðristarnar og vöfflujárnin og leit eftir því að heitu rétt- irnir frá eldhúsinu væru á sín- um stað. Þetta gekk allt eins og í sögu og þegar karlmanns- rödd að baki hennar sagði góð an daginn krpptist hún við og leit skelkuð um öxl. Cowley lög regluforingi stóð að baki henn ar og virti hana fyrir sér. — Taugaóstyrk? spurði hann — Ég var að vinna og heyrði ekki til yðar. — Þér hafið ef til vi!l ekki jafnað yður eftir árásina í gær? spurði hann og Patriciu fannst hún heyra hæðnishljóm í rödd inni. — Ef til vill, sagði hún stuttaralega og leit svo beint i augu hans. — Cowley lögregluforingi ég álít að þér trúið hvorki því að á mig hafi verið ráðist né að ég hafi mætt bíl á fjallsvegin um í fyrrakvöld. Ég fullvissa yður um að hvortveggja skeði nákvæmilega eins og ég sagði frá því en ég viðurkenni að það lítur ekki út fyrir að vera í neinum tengslum við toarns ránið. — Ég ætlaði ekki að tala um það við yður heldur um að inni hald peningakássans var ósnert þar sem hann lá undir fötun- um yðar. — Já, sagði hún og heyrði sjlálf hve frekjulega hún tal- aði. — Ég get ekki heldur útskýrt það. Ljósblá augu hans lita rann sakandi á hana. —• Segið mér nákvæmlega með yðar eigin orð um um árásina í gær. Voruð þér ein hér þangað til þér fóruð? — Já, ég var að laga tll. Svo tók ég peningakassann os gekk fram á ganginn. Ég ... — Augnablik. Þar sem þetta var fyrsti dagurinn yðar hér hvernig vissuð þér þá hvert átti að fara með peningana? — Ég held að hr. Frame hafi sagt mér það. A.m.k. hringdi Meg hingað og sagði mér að koma með hann á skrifstofuna. — Meg Little? Einmitt, sagði lögregluforinginn. — Þetta var ekki Meg aB kenna það get ég svarið, flýttl Pat sér að segja. —Það veit ég. Var gangurinn tómur þegar þér komið fram? — Nei. Ég sneri bakinu fram meðan ég tók í hurðina til að vita hvort ég hefði læst nægl lega fast. Það tók aðeins augna blik en ég heyrði dyr opnaðar og sá ljósabreytinguna — ja, ég vissi að það hafði einhver opnað dyr rétt hjá mér, Sva var ég toarin og datt. — Misstuð þér meðvituncl alveg? FERMINGAR- GJÖFIN í ÁR Gefið menntandi og þroslc- andi fermingargjöf. NYSTROM upphleyptu landakortln og hnettirnir leysa vandann við landafræðinómið. Festingar og leiðarvísir með hverju korti. Fæst í næstu bókabúð. Heildsölubirgffir: Árni Ólafsson & Go. Suffurlaudsbraut 12. Sími 377960. ALÞYÐUBLAÐlð — 29. marz 1966 U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.