Alþýðublaðið - 24.05.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.05.1921, Blaðsíða 1
G-efið tit af Alþýðuflokknum. 1921 Þriðjudaginn 24. raaí. 115. tölnb!. íanisstj&ruia 09 kaup verkamanna Henni er nær að draga úr dýrtiðinni eg atvinnu- ieysinu, en auka á vandræðin. Verð- lagsnefnti nauðsynleg. Það er nú fullvíst orðið, að stjórnin, eða þjónar þjóðarinnar, þeir, seœ ráða yfir verklegum framkvæmdum, hefir fullan hug á því, að þrýsta niður kaupi óbreyttra verkamanna rlkisins. Þetta er því undarlegra, sem stjórnin sjálf fékk iaunauppbót á nýjafstöðnu þingi og tilraun til að Iækka laun starfs- manna ríkisins, sem sízt eru of há, mishepnaðist alveg. Sú tilraun kom undan væng stjórnarinnar, að því er bezt verður séð. Eias og gefur að skilja, fer þessi aðferð stjórnarvaldanna alveg í bága við heill alþjóðar, enda jbótt hún geti orðið til þess, að auka tekjur einstakra fjárgróða- manna, sem í skjóli við gerðir stjórnarinnar gætu þrýst kaupinu aiður. Það er að vísu ekki svo mjög mikil bætta á því, að þetta taksst þar, sem til eru verkamanna- félög, en þar, sem þau eru ekki, verður þetta til þess, að menn glæpast á þvf, að ganga að neyð arkjörum stjórnarinnar. Og hver verður afleiðingin? Sú, að þegar vinna landssjóðs er búin, standa menn uppi með lítinn afgang af sumarkaupinu, og þá er ekki ann- að fyrir hendi en leita tii kaup- staðanna og reyna þar að herja út vinnu. Auka á atvinnuleysið. Það er deginum ljósara, að kjör þau, er mönnum eru boðin við landssjóðsvinnu, eru svo léleg, að óhugsandi er að tnenn gangi að þeim nema i ítrustu neyð. 7—S krónur á dag, 200—220 kr. á mánuði, hrökkva skamt fyrir fátækan fjölskyidumanninn, jafnvel þó hann hefði vinnu alt árið. En hér er ekki nema um 3—4 tnán uði að ræða. Og meirihlutan af þeim tíma, sem eftir er ársins, getur hann átt von á að fá ekki handarvik að gera, Hér þarf ekki skarpskygni tií þess að sjá það, að ríkisstjórnin er að gera tilraun til að steypa fjárhag varkamanna — sera ekki var glæsilegur áður — f voða. Hún er að gera tiiraun til þess, að setja menn unnvörpum á hreppinn. Og þingið? Jú, það er nýjaf- staðið. En hvað hefir það gert? Ekkert, bókstaflega ekkert, til þess að draga úr eða girða fyrir yfir- vofandi atvinnuleysi. Þvert á móti hefir það tekið höndum saman við „fiiskhringinn* og íslands banka, sem mest hafa unnið að niðurdrepi fjárhagsins, og gert sitt ftrasta til þess að auka atvinnu- leysið. Það hefir dregið sem allra mest úr framkvæmdnm, jafnvel frestað ýmsu, sem bráðaauðsynlegt var að koroa í framkvæmd þegar á þessu sumri. Það hefir keimilað stjórninni að taka lán tií þess, meðai annars, að leggja hluti f íslandsbanka, ef bankinn vilíþað, svo haldið geti áfram sama braskið og heimskupör einstakra fjárgróða- manna og verið hefir. Það hefir heimilað stjórninni að ganga f vafasamar ábyrgðir fyrsr einstaka, menn, í sömu andránni og það sér ekki nokkurt ráð til þess að draga úr dýttiðinni, annað en það, að Iækka laun fátækustu og verst settu stétta landsins. Og é yjir- vofandi atvinnuleysi minnist það ekki; ekki einu orði. Nei, þegar það hefir kastað svo höndum ?.ð bankamálunum, að við sama situr og áður, ef tslandsbanki víli það við hafa, þá flýta þingmenn sér heitn, og segjast fara glaðir heim eftir ve! unnið starf! Jú, þeim fyndist vfst starf sitt vel nnftið, ef þeir t. d. innan skams fengju vfxilafsöi, sem þeir ekki byggjust við Og sefcjum nú svo að tslands- banki tæki það ráð, að krefja inn útistandandi skuldir, í stað þess að þyggja „hjálp" ríkisins. Ætli þeim, sem fyrir slíku yrðu, fyndist þingið ekki hafa gengið vel frá peningamálunum? Ætli ekkil! Þegar svona er komið málum hér á fandi, að stjórnin gengur á undan I því, að þrýsta niður kaupi almenntngs, án þess að gera híð minsta til að minka dýr- tíðina; meira að segja afnemur einu stofnunfaa, verðlsgshefndina, sem hélt f hemilinn á henni. Þegar ríkið er farið að reka fyrirtæki einstakra fjárgróðamanna, sem fleytt hafa rjómann á góðu árunum; farið að bera hallann af fyrirtækjunum, meðan þeir græða stöðugt. Þegar alþingi, þrátt fyrir yfir- vofandi atvinnuleysi, dregur úr framkvæmdum ríkisins og skilur við peningamálin í verra ástandi en áður em það kom satnan. Er þá ekki kominn tími til, að alþýðan tak£ til starfa og reki af sér mókið, sem gert hefir henni ókleift að sjá í gegnura mold- viðrið umfcverfis þing og stjórn? Er ekki komina tfmi til þess, að hún kreffi þessar manneskjur reikningsskapar gerða þeirra? Krefjist þess, að þeir hætti þess- um tilraunum til að gereyða landið, og koma því alveg undir ok auðvaldsims — þeirrar bölv- unar sem mestú illu hefir vaidið I heiminum? Vissulega er tfminn kominn og dag frá degi vsrður alþýðu rr.anna það æ betur IjÖst, hve afarnauð- synlegt það er, að ailir vinnandi menn standi sem einn maður gegn snýkjudýrum þjóðiíkamans, bröskurunum. Verði kaup einnar stéttar f landinu lcekkað að mun, koma himr & cjiir. Það er því enn þá raeiri nauðsyn á því, að allir séu á verði og láti ekki fleka sig til þcss, að ganga a&

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.