Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 9
Þorsteinn Þorsteinsson. — Reikn ingur og iandafræði auðveldust. — Sumir vilja álíta gagnfræða- próf of auðvelt viðfangs. Hvað finnst þér? — Ég sé enga ástæðu til að þyngja það. — Hvað hefur þú fyrir stafni í sumarle.vfinu? — Ég hef undanfarin tvö sum- ur unnið hjá gjaldeyrisdeild bankanna og verð þar einnig í sumar. Mér fellur það alveg ágæt- lega. — Hvað er svo fram undan? — Ég ætla að vinna næsta vet- ur, en fara því næst í hjúkrunar- nám. Ég get ekki byrjað fyrr, þar sem aldurstakmarkið er 18 ár. Námið er þrískipt. Fyrst er nokk* urs konar forskóli, en síðan tekur við vinna á spítölum jafnframt, og þá búum við í heimavist hjúkrunarkvennaskólans. Námið tekur samtals 3 ár. — Hvað ljúka margir nemend- ur gagnfræðaprófi við Réttarholts skóla í vor? — Við erum eitthvað um 60, sem göngum undir prófið. — Og byrjar þú svo að vinna að prófi loknu? — Nei, fyrst fer allur hópur- inn í fjögurra daga ferðalag norð- ur í land, en að því loknu, — já, þá hefst vinnan af fullum krafti. Ætlar í brúarvinnu í sumarleyfinu SXÐAST tökum við tali ungan pilt, sem núna í vor mun ljúka skyldunámi og stendur því á kross götum, þar sem um margar leiðir er að velja. Hann heitir Þorsteinn Þorsteinsson nemandi í 2. bekk Hlíðaskóla. — Búinn að lesa mikið? — Við erum rétt að byrja í prófunum, en fáum ekkert raun- verulegt upplestrarfrí, heldur að- eins dag og dag á milli prófa. — Annars var ég að ljúka við að lesa undir dönskuprófið, sem er næst á dagskrá. — Hvaða grein finnst þér skemmtilegust? — Reikningur og landafræði, enda auðveldastar. — Lesið þið ekki af kappi þrátt fyrir góða veðrið? — Alveg áreiðanlega, annars væri æskilegt að fá lengra upp- lestrarfrí fyrir prófin. — Eru margir bítlar í Hlíða- skóla? — Svona hæfilega margir, — 1-2 í bekk. — Hvað ætlai-ðu að gera næsta vetur? — Ætli maður fari ekki í lands Framhald á 10. síðu. ípljf; lí M&Mmm S.tefán Unnsteinsson — 3—400 blaðsíour í liverri lesgrein melka SKYRTAN ER melka HEIMSÞEKKT FYRIR GÆÐI ★ MARGAR GERÐIR * HVÍTARÍ 3 ERMA- LENGDUM AuglýsingasímB ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14900 Polytex! - Polytex! Polytexmálningin fæst hjá okkur, mjög drjúg í notkun og endingargóð. Ennfremur mikið úrval af MÁLNINGARPENSLUM og MÁLNINGARRÚLLUM. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. maí 1966 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.