Alþýðublaðið - 04.06.1966, Side 2

Alþýðublaðið - 04.06.1966, Side 2
sidastliána nótt KENNEDYHÖFÐA: Geimfarinu Gemini-9 meS geimförun- Um Thomas Stafford og Eugene Cernan innanborðs var skotiö í gær frá Kennedj'liöfSa meS Titan-eldflaug nákvæmlega á til- settum tíma, kl. 13.39 eftir íslenzkum tíma. GeimskotiS gekk aS óskum og Geimini-9 komst á fyrirhugaSa braut aSeins 6 mínútum og 20 sekúndum eftir geimskotiS. Á Fyrstu brem tím unum eftir geimskotiS bréyttu geimfararnir braut geimfarsins aneS stýriseldflaugum þannig aS jarSfirS (þess varð 273 km. og jarðnánd 200 km. Geimförunum tókst að stýra geimfarinu upp að Atlas-eldflaug, sem skotið var á loft fyrir nokkrum dögum en ’þeim tókst okki að tengja geimfarið við eldflaugina. SAIGON. Búddatrúarmenn í Suður-Víetnam hótuðu í gær að taka ekki þátt í þingkosningunum í septemger og lýstu öllu þar sem nýju stjórnmálaöngþveiti. Hinn hófsami búddaleiðtogi, Thich Tam Chau, hefur látið af störfum yfirmanns friðar- stofnunar búddartrúarmanna. í Danang var í gær framið enn eitt sjálfsmorð og var það 26 ára gömul nunna sem brenndi sig til bana. Stjórnarhermenn virðast vera í þann mund að ná yfirráðum yfir Hué án erfiðismuna. WASHINGTON: Bandaríska stjórnin hefur beint þeirri fyr irspurn til kínversku stjórnarinnar hvort hún sé fús að hætta kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin heiti því að gera aldrei kjarn orkuárás á Kii:a, að því er góðar heimildir lierma. Fyrirspurn in var ekki formleg tillaga, en var borin fram á síðasta fundi sendi iherra landanna í Varsjá 25. maí. (LONDON: í gær bentu allar líkur til þess að brezka farmanna • véykfallið mundi standa í einn mánuð í viðbót. Nefnd sú, sem . istjórnin hefur skipað til að kanna kjör farmanna. getur ekki skil- að áliti fyrr en í lok næstu viku Iþá taka við erfiðar samningavið ræður, sem sennilega taka langan tíma, eða minnsta kosti hálfan ■ mánuð, að sögn leiðtoga verkfallsmanna. DJAKARTA: Alit bendir til þess að Sukarno Indónesíuforseti báfi neitað að fallast á tillögur Bankok-ráðstefnunnar um frið Indónesíu og Malaysíu. í Djakarta er sagt að taka muni lengri tíma að færa samskipti landanna í eðlilegt horf en bjartsýnis- merin voni. Fi.'ippseyingar viðurkenndu Malaysíu í gær. DUBDIN: Hinn naumi sigur írlandsforseta, Eamon de Valera, í forjetakosningunum í fyrradag, er talinn siðferðilegur ósigur fyrir stjórn Sean Lemass forsætisráðherra. De Valera fékk aðeins 10.568 atkvæði fram yfir helzta keppinaut sinn, Titomas O'Higgins og hefur flokkur forsetans, Fianna Feil, því orðið fyrir miklu áfalli. PEKING: Einum valdamesta leiðtoga kínverskra kommún ista, Peng Chen, borgarstjóra í Peking, var í gær vikið úr em- bætti aðalritara kommúnistaflokksins í Peking. Hann er valda- miesti kommúnistaleiðtoginn sem hreinsaður hefur verið síðan kínverska albýðulýðveldið var stofnað. í Peking er ekki talið óhugsandi að hér sé um að ræða undanfara víðtækra hreinsana í kínverska kommúnistaflokknum. 130 fyrirtæki taka þátt í iðnsýningunni 130 FYRIRTÆKI munu taka þátt í Iðnsýningunni 1966, ‘em hef ur þann tilgang að kynna íslenzk an iðnað og jafnframt að gera framleiðendum, og þei-m sem ann ast dreifingu íslenzkra 'ðnaðar- vara til neytenda kost á að stofna til viðskipta sín á milli. Iðnsýningin verður í septem- bér n.k. og verður fyrsta vöru- sýning og kaupstefna, sem efnt er til í nýju Sýningar og íþrótta- höllinni í Laugardal. Frestur til að tilkynna þátttöku er nú runn inn út. Iðrisýningunni verður skiþt í deildir eftir vörutegundum og verða þær um 14 talslns Sem dæmi uni skintinguna ma nefna, að deildir veróa fyrir málmiðnað, SH flutti út fyrir 1043 millj. kr. á síðastliönu ári raftækjaiðnað, umbúðaiðnað, tré- og húsgagnaiðnað, fata- og vefjar iðnað, matvælaiðnað, efnisiðnað, Framhaid á 15. síöu. HORFT gegnum risavaxna eldflaug, eSa nýjasta lista- stefnan, OP list, sem veldur sjónhverfingum og gerir menn ringlaða? Hvorugt. Myndin er einfaldlega tekin í Loftleiða- hótelinu nýja frá fjórðu hæð og sér niður í gosbrunninn í kjallara hússins. Stigarnir eru hringlaga og liggja niður allar hæðir hússins. Hvíti stautur- inn á miðri myndinni eru Ijósakrónur. mWMMMWWWWWWWW MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ FYRIR 13 ÁRA STÖLKUR AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar íraðfrystihúsanna hófst í fyrradag nog lauk honum í gærkvöldi. — í .jfundarbyrjun flutti formaður •Jítjórnar SH ræðu og kom þar m. eftirfarandi frám: ; Heildarframleiðsla hraðfrysti- Jhúsanna innan S.H. á árinu 1965 ‘yar 9.653 tonnum meiri en á ár- |nu 1964, eða samtals 72.359 tonn. jÞar af voru 35.150 tonn fiskflök '(einnig blokkir), 24.289 tonn hrað ffryst síld, flatfiskur 3.080 tonn og ítðrar afurðir 9.840 tonn. Megin aukningin í framleiðslu ársins 1965 borið saman við árið 1964 yai; i síldarfrystingu, eða 6.403 tonn. Framleiðsla flatfisks jókst um 609 tonn og fiskflaka um 377 tonn. Heildarútflutningur lands- manna af frystum sjávarafurðum árið 1965 var 94.742 tonn saman- borið við 9.940 tonn árið áður, og jókst því um 4.1%. Að verðmæti voru frystar sjávarafurðir stærsti útflutningsflokkurinn 28,9%, eða 1607 millj. króna. Var árið 1964 1439 millj. króna. Verðmætisaukn- ingin var því 11,6%. Útflutningur Sölumiðstöðvar liraðfrystihúsanna árið 1965 var 65.953 tonn (árið 1964 — 65.264 tonn) nð yerðmæti 1043 millj. kr. f.o.b. (árið 1964 var hann 1038 millj. króna) eða svipaður og ár- ið áður. Helztu tegundir frystra sjávar- afurða voru: fryst fiskflök, fisk- blokkir, fryst síld, fi-ystur humár og rækjur, heiifrystur fiskur og frystur fiskúrgangur. Helztu markáðslönd SH árið 1965 voru Bandaríkin, Sovétríkiri, Tékkóslóvakía og Pólland. Til þeás ara landa vóru seld 52.059 tonn' í heild má segja, að árið 1965 hafi verið gott ár í sögu hraðfrysti iðnaðarins og hefðu hraðfrysti- liúsin átt að koma vel út, ef inn- Framhald á 15. síðu. Reykjavík. - ÓTJ. NÁMSKEIÐ í matreiðslu og í hússtjórn fyrir 13 ára gamlar vei ge-ngur. stúlkur hófst á vegum fræðslu- málastjórnarinnar í fyrradag. Al- þýðublaðiö hafði samband við Sigríði Ólafsdóttur, einn kennar- anna og skýrði hún frá tilhögun í stuttu niáli. Ef aðsókn verður næg er svo fyrirhugað annað námskeið í ág« úst og áfram ef vel gengur Námskeiðin eru ætluð fyrir unglinga sem eru að ljúka barna- skólaprófi, og er m. a. til þess að bæla upp hversu erfitt er fyrir þá að fá eitthvað við að vera. Nægar umsóknir bárust frá stúlk- um, en ekki nema ein frá dreng. Stúlkunum er skipt í þrjá hópa og eru sextán í liverjum þeirra. Dagurinn hefst með sundi kl. 8, en síðan er kennsla frá 9 til 2. Á kennsluskránni er t. d. mat- reiðsla, ræsting, heimilishagfræði, næringarefnafræði og áhaldainn- kaup. Kennslurými er ágætt, því að fengist hafa kennslueldhúsin í Melaskóla, Réttarholtsskóla og í Laugarnesskóla. Kennt er sex daga vikunnar í einn mánuð, og kostar námskeiðið 1000 krónur. STYRKUR í BÚLGARÍU Menntamálaráðuneyti Búigaríu hefur boðið fram styrk handa ís lendingi til háskólanáms í Búlg aríu námsárið 1966—67. Styrkþegi mun fá ókeypis húsnæði og auk þess 80 „leva“ á mánuði eða scm svarar tæpum 3000 krónum. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðuneyt isins, Stjórnarráðshúsinu við Lækj artorg, eigi • íðar en 30. júní n.k. og fylgi staðfest afrit prófskír teina ásamt meðmælum. Umsókri areyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 1. júni 1966. 2 4. júní 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.