Alþýðublaðið - 04.06.1966, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 04.06.1966, Qupperneq 7
MINNINGARORÐ: Axel Benediktsson fyrrverandi skólastjóri Skólastofa í norðlenzku kauptúni fyrir 20 árum síðan. Það er síð asta kennslustund fyrir jól og all ir hlakka til að fá jólafriið. Það er hlýtt og notalegt í þröngri kennslustofnunni, og það logar glatt í olíuofninum, sem notaður er til að hita upp kennslustofuna. Kennarinn, hár myndarlegur mað ur, kemur inn í stofuna og er með bók í hendi. Hann ætlar að lesa sögu fyrir nemendurna þennan síð asta tíma. Allt dettiu- í dúnalogn þegar hann byrjar lesturinn. Að eins heyrist hvinið í olíuofninum og sterk og hljómmikil rödd kenn arans, er hann les. Eftir því sem á söguna líður vex athygli og eftir vænting nemendanna — lestur inn og söguefnið hrífur þá. Sag an er „Stökkið“ eftir Þórir Bergs Bon. Þessi minning rifjaðlst upp fyr lr mér, er mér var sagt lát míns gamla skólastjóra og síðar sam- starfsmanns, Axels Benediktsson ar. Og mér hefur fundizt framan greind saga, sem hann hafði valið Bér að lesa fyrir nemendur sína á ýmsan hátt táknræn fyrir hann. Hann vildi annars vegar hvetja nemendur sina til að verða aff sönn um mönnum, en á hinn bóginn var Axel Benediktsson sjálfur karl- menni bæði til líkama og sálar. Hann komst ekki hjá því vegna mikilla afskipta af þjóðmálum, að stundum léku stormar um hann, en ekkert held ég, að hafi verið fjær skapi hans en láta bugast af slíkum hlutum, enda skapmikill en þó með viðkvæma lund. Og með sömu karlmennsku og hugrekkí, er hann hafði sýnt í lffi sínu, beið hann þess, er koma skyldi, síðustu vikurnar, er hann lifði. Hann lézt á 2. hvítasunnudag og er útför hans gerð frá Kópavogskirkju í dag. Axel Benediktsson var fæddur 29. 4. 1914 á Breiðabóli á Sval barðsströnd og voru foreldrar hans hjónin Benedikt Jónsson og Sess elja Jónatansdóttir, bæði af þing eysku bergi brotin. Hann ólst upp í foreldrahúsum í stórum syst- kinahópi og fór ungur í Mennta skólann á Akureyri og lauk þcli an stúdentsprófi vorið 1935. Um tíma stundaði hann nám við Há skóla íslands en lauk kennara- prófi frá Kennaraskólanum 1937 og stundaði eftir það kennslustörf í sveitum á Norðurlandi um nokk urt skeið. Haustið 1940 réðist Axel kennari við barnaskólann í Húsavík. Vakti hann í Húsavík strax athygli sem vinsæll og góður kennari, en ekki síður fyrir snjailar ræður og sköru legan og þróttmikinn málflutning en slíkt eru og voru mikils metn ir kostir um þær slóðir. Þegar Gagnfræðaskóli Húsavík ur var stofnsettur haustið 1945 var Axcl ráðinn skólastjóri hans og stýrði honum af myndarskap til ársins 1957, er hann flutti brott frá Húsavík. Þessi fyrstu ár Gagn fræðaskóla Húsayíkur voru áreið anlega erfið fyrir skólastjórann. Ekkert eigið húsnæði var til. Fyrstu árin starfaði skólinn í leigu hú:næði, í hóteli og var veitinga stofa staðsett á milli kennslustof anna. Olíuofnar voru til upphitun ar í kennslustofum. en á kennara stofu mun engin upphitun hafa ver ið. nema afstungið var við raf- magnsofni. Við þessi erfiðu skil yrði stýrði Axei Benediktsosn skóla sínum fyrstu árin, en tókst samt að skapa það andrúmsloft Axel Benediktsson innan skólans, að ég sem einn úr hópi fyrstu nemenda Gagnfræða skóla Húsavíkur minnist þess ekki að liafa átt í öðrum skólum ánægju legri skólaár, svo mikill var sam hugur og samstarf kemiara og nemenda, þrátt fyrir það, sem kallað yrði í dag erfið ytri skil- yrði. Alþýðuflokkurinn í Húsavík hafði um langt skeið átt 1 fulltrúa af 7 í hreppsnefnd Húsavíkur. Við fyrstu bæjarstjómarkosningör i Húsavík árið 1950 réðst það svo, að Axel yrði í öðru sæti á lista Alþýðuflokksins. Gekk hann ó- trauður fram í þessari kosninga baráttu, og urðu úrslitin þau, að hann náði kjöri í fyrstu bæjar stjórn Húsavíkur og Alþýðuflokk urinn í Húsavík tvöfaldaði fylgi sitt í þessum kosningum. Þá voru jafnaðarmenn í Húsavík stoltir. Axei átti síðan sæti í bæjarstjórn Húsavíkur um sjö ára skeið og var um tíma forseti bæjarstjórn ar. Var á þessum árum oft gest kvæmt á heimili hanS, enda öll um tekið með - sérstakri ljúf- mennsku af húsráðendum. Þá var Axel og tvívegis í framboði til Alþingiskosninga í S-Þingeyjar- sýslu. Haustið 1957 flutti Axel ásam* fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og stundaði þar kennslustörf um eins árs skeið, en varð síðan skóla stjóri Gagnfræðaskólans á Akra- nesi einn vetur. Veiktist hann eft ir það mjög alvarlega ög varð um skeið óvinnufær og mun aldrei hafa náð sér að fullu eftir það. Hann starfaði um 5 ára skeið sem aðalbókari lijá Innkaupastofnun ríkisins, og rækti hann það starf af einstakri snyrtimennsku og nákvæmni, enda að at- gerfi listaskrifari. Fyrir um það bil ári síðan réðist hann sem full trúi á skrifstofu Fræðslumála- stjóra og hugðist nú, starfa að þeim málum, sem honum höfðu verið hugstæðust, en skömmu eft ir siðastliðin áramót fór að bera ó sjúkdómi þeim, er varð honum að aldurtila. Enn er ótalið, að Axel átti sætl í bæjarstjóm Kópavogs síðastlið ið kjörtímabil fyrir Alþýðuflokk inn og var fyrsti maður, sem A1 býðuflokkurinn fékte kjörinn í bæjárstjórn Kópavogs. Atti hann þar meðal annárs frumkvæði að því að , sett var á fót •sérstök atvinnumálanefnd ir vegum Kaupavogsbæjar, en starf þeirr&r nefndar varð síð ar upphafið á því að sainin var sérstök framkvæmdaáætlun fyrir Kópavogskau pstað — sú f&rrsta fyi-ir kaupstað hér á landi. Hann átti ennfremur sæti. í fræðsluráði Kópavogs. Fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar hugði Axel enn til sóknar á stjórnmálasviðinu, en hann var þá sjúkur orðinn og varð þar skarð fyrir skildi. Fjölda annarra trúnaðarstarfa gegndi hann. Meðal annars átti hafði um langt skeið átt 1 fulltrúa, honn sæti í miðstiórn Alþýðu- flokksins og gegndi formennsku í Bvgsingafélagi verkamanna í Kónnvopi og einnig starfaði hann mikið innan Síarfsmannafélags ríkisstofnana. Öll þessi störf rækti hann af trúmennsku og dugnaði. Axei Benediktsson var mikitl hamingjumaður í sínu einkalífi. Iíann kvæntist ágætri konu, Þóru Guðmundsd. árið 1640 og eign- uðust þau tvo syni, sem nú eru uppkomnir, Guðmund og Benedikt, svo og eina dóttur, Láru, er fermd var nú í vor. Han nvar mikill og ljúfur heimilisfaðir. Það er því sár harmur, sem kveðinn er að fjölskyldu þessari, er heimilis faðirinn er á brottu kvaddur fyr ir aldur fram. Um leið og ég bakka Axel Benediktssyni fyrir öll okk ar löngu og góðu kynni, votta ég ástvinum hans og æ'ttingjum mína dýpstu samúð. Ásgeir Jóhannesson. Fyrir tæpum fjórum árum kom nýkjörin bæjarstjórn Kópavogs saman til fyrsta fundar, Allir voru bæjarfulltrúarnir á bezta aldri og logandi af áhuga að vinna bænum sínum sem bezt. Enginn þeirra hafði náð fimmtugsaldri og engum kom til hugar að úr þessum höpi yrði einn horfinn innan fjögurra ára. Eitt fyrsta verk Axels Bene diktssonar sem var einn hinna ný kjörnu bæjarfulltrúa var að flytja tillögu í bæjarstjóm um skipun nefndar sem athugaði og gerði til lögur um á hvern hátt bæjarfélag ið gæti bezt stuðlað að auknum' atvinnurekstri í bænum. Tillagan • vár samþykkt einróma eins og langfliestar tillögur, isem bæjar stjórn Kópavogs fékk til af- greiðslu á liðnu kjörtímabili. Nefnd sú, sem hér um ræðir hlaut nafnið atvinnumálanefnd og skilaði áliti sem síðar varð grund völlur að samningu þeirrar 10 ára framkvæmdaáætlunar, er lögð var fyrir bæjarstjórn undir lok kjör timabilsins. Má því segja að með tillöguflutnirigi sínum hafi Axel Benediktsson hrundið því merka verki úr vör. Axel hafði mikinn á huga á að skapa þessu unga bæjar félagi nokkra festu og átti hann hugmynd að því að bæjarfulltrú ar gáfu kaupstaðnum fundarham ar. Var ánægjulegt að vinna með honum að því máli og kom þar í ljós smekkvísi hans og hug- kvæmni. Flokkur hans átti ekki fylgi til þess að eiga mann í bæjarráði, en vegna áhuga hans á afgreiðslu mála þar var honum boðin seta í bæjarráði méð tillögurótti. Sýnir það hvílíkt traust bæjarfuíltrúar og bæjarráðsmenn báru til hans. Reyndist hann þar jafnan til- lögu góður og er ánægjulegt að minnast samstarfsins við hann í bæjarráði sem ariinarsstaðar. Síð asta starfið, sem hann vann i þágu kaupstaðarins var í riefnd sem var sklpuð af samgöngumálaráðherra til þess að gera tillögur um lausn á lagningu Hafnarfjarðarvegar um Kópavog. Þar hélt hann einarðlega á málstað kaupstaðarins eins og endranær. Eftir að hann lagðist banaleguna fylgdist hann af mikl áhuga með störfum nefndarinnar og fékk skrifað undir nefndarálit ið áður en hann var allur. Axel var mjög IjóðeÞkur og skáldmæltur vel. Kom það ekki sialdan fvrir að beir kvæðust á hann og Ólafur Jensson og Þor móður Pálsson á bæjarstjórnar I fundum. Þá orti hann hin hnlttn ustu ljóð í Alþýðublaðinu daglt ga um langt skeið og hlaut fyrir v ite ið lof. Hér hefur ekki verið vikið að stöi*fum hans í fræðsluráði Kóp avogs. Þar átti hann sæti síðast liðin fjögur ár og var það sætl vel skipað. Aðrir munu kunnugri starfi hans þar. En þau störf áttu hug hans allan, þar var hann öll um hnútum kunnugur. Margar á- nægjustundir áttum við saman við störf að bæjarmálum og ennfrein ur í Norræna félaginu hér í Kópa vogi. Hann var varamaður í stjórn ; þess. Á síðastliðnu sumri fór hann með okkur í skemmtiferð með kennurum frá vinabæjum Kópa vogs á Norðurlöndum og kom þá •fram sem oftar, þð h'ann var glæsilegur og Ijúfur fulltrúi þessa ( bæjar og kunni vel að skemmta og fræða þessa gesti okkar. Axel var höfðingi heim aS sækja . og minnirf ég gleðistunda á mynd ‘ ‘ arheimili þeirra hjóna. Þar har. allt vott um menningarbrag — þar sem geðlþekk hógværð og glaðlyndi hjartans skipuðu önd vegið. Axel var glæsimenni í út I|ti, fríðuí- og þrekvaxinn, vel meðalmaður á hæð. Öll hans frana koma var fáguð og ljúfmanpVeg ^ svo af bar. Í.B Það er nöturlegt að sætta sig við þá staðreynd að maður á beztn aldri búinn þeim hæfileikuni ög" “ lífsrevnslu sem Axel var, sé horf “ inn frá okkur. En enginn má sköp 9 um renna. í nafni okkar samstarfsmarina ^ hans og Kópavogskaupstaðhr hskka ég honum störf hans í þágri okkur unga bæjar. Persónuléga '' þakka ég allar samveru- og sairi starfsstundirnar, sem urðu mér ógleymanlegar og stoð í stárfi mínu. Konu hans, frú Þóru Guðmundg dóttur og þrem börnum þeirra og öðrum ættmennum votta ég Framhald á 4. síðu. :í <£ Alþýðuflokkurinn sér í dag á bak einunt af miðstjórnar- mönnum sínum. Axel Benediktsson er látinn, langt fyrir ald- ur fram. Hann átti að baki langt starf og gott í þágu Alþýðu flokksins, bæði á Norðurlandi og hér fyrir sunnan. Ráð hans voru alltaf mikils metin. Hann var sterkgreindur og fastur fyr- ir í skoðunum, Honum veittist mjög auðvelt að koma vel fyrir sig orði. Einnig óbundið mál lians naut þess, að hahn var ágæta vel begmæltur. Og kímnigáfa hans var þroskuð og fág- uð. Sæti hans í forystu Alþýðuflokksins verður vandskipað. Aðalstarf sitt í lífinu innti Axel Benediktsson af hönd- um í þág.i íslenzkra skóla og skólamála. Hann var ágætur kennari og stjórnaði stórum skólum með festu og prýði. Síð- ustu árin var liann fulltrúi á skrifstofu fræðslumálastjóra. Öll þessi störf liöfðu fært jafnathugulum manni og hanri var mikla þekkingu á íslenzku skólastarfi. Ilann var bjart- sýnismaður að eðlisfari og hafði mikla trú á gildi skól- anna fyrir gott þjóðlíf. Allir, sem með honum unnu að skóla niálum, eiga um það samstarf hjartar minningar. Og marg ir eru þeir, sem þakka honum vel unnin verk ' á þeinl vettvangi. í Alþýðuflokk/iium muti Axels Benediktssonar verða saknað. En merkið stendur, þótt maðurinn falli. Axel m- Benediktsson var góður merkisberi þeirra hugsjóna jafnaðar stefnunnar, sein hann aðhylltist á ungum aldri. Alþýðuflokk- urinn þakkar honum allt það, sem hann vann honuin á þeirri ævi sem við vonuðum öll að yrði lengri. Gylfi Þ. Gíslason. utt iþ’.Ö lH nfi M <><1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. júní 1966 f

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.