Alþýðublaðið - 04.06.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.06.1966, Blaðsíða 8
Jón Sveinsson hreinsar til dauðan fisk eftir að vatnsrennsli hafði veriff stíflað að kerinu. t mínum uppvexti var aldrei talað um ati rækta fisk. Flestir höfðu allgóða hugmynd um hvað átt- var við, þegar talað var um góða rækt í túni og að rækta kart öflur og gulrófur. En ef einhver gárunginn hefði farið að tala um fiskirækt, þá er ég smeykur um, a© 'sumir hefðu glott til hafs í öryggri vissu um, að nógur væri fiskurinn í.sjónum. Meira að segja sá ötuli hugvitsmaður, Skúli Páls son, sem í þann tíð beindi kröft um: sínum að þorski og steinbít, hefði varla stanzað eina mínútu til að hlusta á slíka fjarstæðu. Og þó veit maður aldrei hvenær byrj ar að gerjast í mönnum nýtt æv intýri. Við vitum hins vegar, að í dag býr Skúli Pálsson uppi á Laxalóni og stjórnar þar umfangs mikilli fiskirækt. Á dögunum birtu dagblöðin frétt ir þess eðlis að spellvirki hefðu verið unnin á laxeldisstöðinni að Laxalóni. _Við náðum tali af ein um þeirra, er þarna áttu hagsmuna að gæta, Jóni Sveinssyni frá Látra vík í Eyrarsveit, en hann er einn af eigendum fyrrtækisins Látravík h.f. sem er fiskiræktarfélag. Þeir félagar áttu þarna mikið af seið um, sem drápust er vatnið var tekið af kerunum. Fórust Jóni orð á þessa leið: Fyrir tilverknað unglinga, sem þarna hafa verið að verki, fór vatnið af 24 þróm norðanmegin og þegar að var komið, voru laxa seiði í 5 þróm að miklu leyti dauð, <jða nálega 27 þúsund seiði, sem vjpru um Vá árs gömul, 6 — 16 cÉt, löng, og að auki drápust þarna iiokkur þúsund bleikjuseiði og nokjcuð af urriðaseiðum af hin um stórvaxna og illfáanlega Þing vallavatnsstofni, en af þeim sil ungi hafa fengizt allt að 37 punda fiskar.: Söluverð á þeim seiðum sem þarna glötuðust er um 350 þúsund krónur, en allt var þetta óvátryggt. Seiðin hafa, eins og áður hefur komið fram, verið í eldi í Wz ár og tíminn, sem þarna glatast er tilfinnanlegasta tjónið. í eld isstöðinni að Laxalóni eru um 60 þúsund seiði af þessum aldurs flokki og í stöðinni samtals um 400 þúsund laxaseiði, sem sett voru út í vor, auk bleikjuseiða. Við vorum búnir að fara með 12,200 niðurgangsseiði vestur í Látravík, áður en óhappið skeði. í Látravík í Eyrarsveit er vatn, sem við bjuggum til í fyrra, nær 160 hektarar að flatarmáli, eða álíka stórt og Meðalfellsvatn í Kjós Þarna var vaðall að nafni Láryað all, en stíflan er gerð í Lárós. Inn um flóðgáttina fellur sjór um stór straum, en innfallið er algerlega undir okkar stjórn, þannig að hafðar eru gætur á sjávarmagninu í vatninu. Það er hlutafélagið Látravík h.f. sem stendur að þess um framkvæmdum. Voru keyptar 4 eyðijarðir í þessu skyni. Þrjár jarðír aðrar liggja að vatninu og eru eigendur þeirra með í veiðifé laginu Lárvík, er stofnað yar um vatnasvæðið samkvæmt landslög um. \ í Lárós verður öll veiði undir nákvæmu eftirliti, þegar þar að kemur. Veiði gæti hafizt næsta sumar, ef heppnin er með, en ekkl er -rétt að spá neinu þar um í .bili: Það sem félagið veiðir og hyggst láta á markað, verður allt tekið í flóðgáttinni, en auk þess verður sportmönnum leyfð stangaveiði í vatninu, þegar fram líða stundir. Það hefur mikið hagnýtt gildi að hleypa vissu magni af sjó í vatn ið eins og sjá má af þvi, að í ein um rúmmetra af sjó eru um 46 þúsund gróðureiningar, sem byggj ast á svifi og öðrum lífvenim, á móti 6—7 hundruð einingum í góðu, ræktuðu ferskvatni. Þetta Það tók eldisátöaina eitt og hálft ár að ala seiðin upp í þessa stærð- Unnið að byggingu stíflugarðs við Lárós í Eyrarsveit. g 4. júní 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.