Alþýðublaðið - 04.06.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.06.1966, Blaðsíða 16
cvm/ngwrtm^ (Pæjurnar sem voru með Frans •íBÖnnuuuin um dag-inn eru all *w dobbulspældar. Nú þorir eng- tón strákur að vera með þeim «C hræðslu . . þið vitið .... Þetta er nú eitthvað annað en 'helvískur Hornafjarðarmáninn, <sagði karlinn, þegar hann sá tunglið í höfuðstaðnum En *»vað skyldu þeir segja um íáessað tunglið, þegar þeir loks tós komast þangað. Kápur og kjólar til sölu og fijóliðajakki. Á sama stað lít- barnavagn til sölu. Auglýsing í Vísi. EIN af gagnmerkari keppnum ársins er um það bil að hefjast, en hún er sú, hvort ferðamanna- landinu íslandi muni takast að plata liingað fleiri ferðamenn í sumar, heldur en það sjálft flyt- ur út. Ferðaskrifstofur íslenzkar, sem taka á móti erlendum ferðamönn- um, hafa þegar gefið út mjög at- hyglisverðar tölur um væntanleg lystiskip, og auk þess aragrúa venjulegra ferðalanga. allt frá þeim. sem hyggjast búa á hótelum og eyða einhverju af peningum (en það hefur manni skilizt að væri höfuðmarkmiðið með því að laða að ferðamenn, að hægt sé að losa þá við eitthvað verulegt af fjármunum) og til hinna, sem þvælast glorsoltnir og óbaðaðir um landið á gatslitnum þumalputtum. Ef að vanda lætur, verður hinn straumurinn sízt minni, sem utan liggur, því að íslandsmenn virð- ast miklit fremur vilja þeytast kófsveittir um erlendar borgir, á þeim tíma, þegar staðanna inn- byggjarar flýja vegna hitanna, heldur en sitja á friðarstóli heima fyrir og nota sjóinn og sólskinið eða bara bílinn, sem þeir keyptu í vor.; Ekki vitum við, hvað veldur landflótta þessum, nema að skýr- ingin sé bjórinn. Það skyldi þó aldrei vera, að menn sæki til út- landa til að fá bjór við þorstanum af hitanum, sem þeir væru raun- ar lausir við, ef þeir sætu heima? Ef svo er, þá erum við alveg sam- mála landhlaupurum, því að hvaða þorsti er verri en sá, sem á sjálf- um brennur og maður gæti verið laus við, ef maður ekki gerði það, sem allir aðrir gera? Það má merkilegt teljast, ef Pétur hefur kannski haft alveg rétt fyrir sér á alrangri forsendu hérna í vor. Kannski galdurinn sé sá einn að framleiða bjór hér, koma út svitanum á mönnum með hörku vinnu og leyfa þeim að slökkva svo þorstann með Agli sterka. — Þetta væri augljóslega hagkvæmt frá þjóðhagslegu sjónarmiði, eins og sérfræðingar í efnahagsmálum mundu orða það því að þar með væri nokkur von um, að eitthvað af því fé, sem unnt reynist að plokka af erlendum hótelgestum, fari ekki umsvifalaust í að borga fyrir hótelgistingar landa vorra erlendis. Annars hafa verið uppi einhverj- ar raddir um það manna á meðal, að gisting og matur hér muni vera að verðinu til komin langt upp fyrir heimsmælikvarða, og þykir oss gott til þess að vita, að engir erum vér aukvisar fremur en for- feður vorir og reynum að ræna útlenda eins og mögulegt er, þó að það sé nú, því miður, með frið samlegra móti en áður var. Þó er alls ekki víst, nema víkingaöld hin síðari gefi fullt eins mikið af sér óg hin fyrri. Maður veit þó hvað maður liefur handa í millum, þar sem er eriendur gjaldeyrir, og þarf ekki að vera að þvælast með alls konar misjafnlega at- orkusama þræla, sem okkur er m. a. tjáð að hafi jafnvel átt það til að neita að draga plóga og drep- ið gallhrausta víkinga. Að lokum viljum vér benda móttakendum lystiskipa á, að þó íslenzk glíma kunni að vera for- vitnileg fyrir útlenzka, þá væri meiri auglýsingamatur í því að sýna þeim berserki, ekki þó þessa venjulegu brennivínsberserki, er menn geta séð ókeypis hvenær sem er utan og innan húss í höf- uðborginni og víðar, heldur gömlu gerðina, sem beit í skjaldarrend- ur. Það er ekkert efamál, að eftir sýningu á slíkum, yrði útlending- um fé allmiklu lausara í hönd en ella. MEY skal að morgni lofuð seg ft' uiáltækið. Karlmennina t»er hins vcgar aldrei að lofa. |»eir eiga það ekki skilið. Guð minn almáttogur: Þetta minnir mig á, að ég lief gleymt að Hann sagði fyrsta orðið sitt í dag. slökkva á straujárninu. ’ yJít ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.