Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 9
til æfinga og upptöku þáttarins. Stundum er sjónvarpað beint og þá á þeim tíma, sem óskað er af hálfu skólanna, sem kennsl- unnar njóta. Algengar er þó, að kennslan er tekin upp á sérstakt segulband, sem bæði er hægt að taka á mynd og tal eða tón. Þetta er einkar þægilegt, þar eð bandinu má spóla til baka og sýna upptökuna strax á eftir á sjönvarpsskermi í upptökusal, — ré'tt eins og hægt er að'gera við venjulegt tón-segulband. Þannig er hægt að leiðrétta skekkjur og btéta úr ágöllum, áður en sent er út. Þessi segulbönd eru 2ja þuml. breið. Tækin eru stór, og mjög dýr. En nú eru komin á markað mun minni og ódýrari tæki, að- eins stærri en venjuleg segul- bandstæki og taka bönd frá 1 cm. og upp í 1 þumlung á breidd. Þessu má stinga í samband við venjulega stjónvarpstæki og taka upp efni til geymslu og notkunar síðar. Slík tæki má nota þar sem sjón- varpsstöðvar ná ekki til og tengja við þau eins mörg sjónvarps tæki og óskað er. Þau eru einn- ig notuð til upprifjunar á efni, sem áður var sjónvarpað. Almennir kpnnarar við þá skóla, sem sjónvarps njóta, losna að sönnu við nokkra raunverulega kennslutíma fyrir tilkomu sjón- varpskennslunnar, en þessum tím- um er ekki á glæ kastað. í barnaskólum er talið æski- legt, að bekkjarkennarinn sé við- staddur, eins og áður var drepið á, en þó eru stundum frávik frá þessari reglu. Þá er nokkrum bekkjum á sama stigi hóað saman í stórar, sam- liggjandi stofur eða samkomusal með hæfilega mörgum sjónvarps- tækjum og 1-2 kennarar hafðir til eftirlits. Gefst kennurum þannig oft tóm frá kennslurútínunni og geta þá notað tímann til að huga að öðrum verkefnum, eða líta yfir öxl nemenda og fylgjast með við brögðum þeirra og einbeiting að viðfangsefninu. Ábyrgð bekkjarkennarans minnkar síður en svo við tilkomu sjónvarps, heldur stuðlar sjón- varpið að því, að kennarinn geti betur gegnt hlutverki sínu og hjálpað þeim, sem þess þurfa með — á þeim tíma, er þeir þurfa mest hjálpar með. Þessi verkaskipting er vinsæl meðal kennara og fer vaxandi. Þá er komið að þætti nemand- ans. Það er yfirlýst staðreynd af hálfu fjölda skóla, sem njóta sjón- varpskennslu, að nemendur láti ekki truflast svo mjög af utanað- komandi áhrifum meðan á sjón- varpskennslu stendur. Nemend- ur læra smám saman, að sjón- varpið flytur þeim gagnlegar upp- lýsingar, og yfirleitt finnst þeim sjónvarpskennslan spennandi. Þetta byggist að sjálfsögðu á því, að sjónvarpið er einkum not- að til að glæða áhuga og vekja nemendur til starfa við einhvern nýjan þátt í kennslustarfinu, frek- ar en að þar sé alltaf um að ræða mjög gagngera kennslu í sjálfri greininni. Nemendur hafa oftast tvö tæki í stofu, þannig að allir sjá allt, sem fram fer á skerminum; allir liafa bezta sætið til að fylgjast með því, sem fram fer. Yfirleitt er reynt að byggja sjónvarpskennslu þannig upp, að Framhald á 15. síðu Sjónvarpsefni er aðallega geymt á myndböndum. Þetta er úr forða- búri skólans t'ljúgandi. NÝKOMIÐ Þýzkir drengjahaítar Hvítir sportsokkar Vatteraðar nylonúlpur ELFOR Laugavegi 38 — Snorrabraut 38 — Skólavörðustíg 13. Síl d arsöltunarsfúllair Söltunarstöðin Óskarsstöð h.f. á Raufar- höfn óskar að ráða nokkrar duglegar síldar- stúlkur í sumar. Kauptrygging. Uppl. í síma 10724 ÓSKARSSTÖÐ H.F. BLÖÐRUR - FLÖGG íslenzk flögg (silki). 17. júní blöðrur með íslenzkum fána. Blöðrur margar tegundir. Heildverzlun Eiríks Ketitss. Sími 23472 og 19155. GOLFTEPPI - TEPPADREGLAR N Ý K O M I Ð : Gólfteppi í mörgum stærðum og gerðum. Hagstætt verð. Enskir teppadreglar 366 cm br. Greiðsluskilmálar. — Teppalagnir. Verzlunin PERSÍA L'augavegi 31 — Sími 11822. Teak - Palisander Nýkomið: Teak: margar stærðir __ . Palisander: 2” Álmur: .lVá” — 2” Askur: 1W’ — 2” Afromosía: V/z’ — 2” — 3” Japönsk eik: 2” — 2VÁ” — 4”. Sími: 24459. Vöruafgreiðsla v/Shellveg ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. júní 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.