Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 11
II. deildarliðið Norwich er skipað góðum leikm. Liðið leikur einn leik í Reykja- vik, gegn Akurnesingum á föstud Á SL. VETRI voru liðin 20 ár frá stofnun íþróttabandalags Akraness og hefur bandalagiö viljað minnast þess á ýmsan hátt. Einn liðurinn í því að minnast af- mælisins er sá, að enska atvinnu- mannaliðinu Nonvich hefur verið boðið til landsins og mun liðið koma til landsins 9. júní' næstk. og leika hér á landi þrjá leiki. Þá hefur einnig verið ákveðið að 1. deildar lið ÍA fari til Færeyja 27. júlí næstk. í boði B. 36 og leiki þar nokkra leiki. Einnig eru ráðgerð íþróttamót á Akranesi í tilefni afmælisins. íþróttabandalag Akraness hefur tekið þátt í íslandsmótum allt frá stofnun þess og varð fyrst íslands meistari í knattspyrnu árið 1951. Síðan hefur lið ÍA stöðugt verið í fremstu röð íslenzkra knatt- spyrnuliða og oftast verið í úr- slitum bæði í íslandsmóti 1. deildar og bikarkeppninni. Alls hefur ÍA orðið íslandsmeistari 6 sinnum á þessu tímabili og fjöl- margir leikmenn liðsins leikið í landsliði. Enska liðið Norwich, sem koma mun hingað í boði ÍA hefur leikið í 2. deildinni ensku nú um nokk- urra ára skeið og hefur liðið verið mjög vaxandi. Hefur félagið á undanförnum árum keypt marga góða leikmenn frá öðrum félögum og hefur koma þeirra til Norwich orðið til að styrkja liðið mjög. Af leikmönnum liðsins, sem ke.vptir hafa verið skulu hér nefnd ir nokkrir: Don Davies, miðframh. eða inn- herji, var keyptur til liðsins 1963 fyrir £ 35 þús. og hefur hann sýnt mjög góða leiki og verið einn bezti leikmaður liðsins. Hann hefur leikið í landsliði Welsh og með úrvali leikmanna undir 23. ára aldri. Terry Anderson, lék með Arsen- al 1961 — 1965, en það ár var hann keyptur til Norwich. Hægri úth. Hann lék áður í unglingalandsliði Englands. Gordon Bolland, innherji. Hann lék áður með Chelsea og er ann- ar dýrasti leikmaður, sem Nor- wicii hefur keypt. Phil Kelly, hægri bakvörður. Hann lék áður með Wolves og hefur ennfremur leikið fimm sinn um með írska landsliðinu, en hann er fæddur í írlandi. Malcolm Lucas, hægri framv. Hann leikur í landsliði Welsh. Freddie Sharpe, varnarmaður. Hann lék áður með Tottenham, níu keppnistímabil og var þar fastur leikmaður. Dave Stringer, bakvörður eða miðframvörður. Hann hefur leikið í áhugamannalandsliði unglinga fyrir England. VESTMANNAEYJAR SIGR- UÐU VÍKING 3 GEGN 2 Vesmannaeyingar léku sinn fyrsta leik í II. deild sl. laugardag, fór leikurinn fram á malarvellinum í Eyjum og voru mótherjarnir Vík ingur. Daufum og óskemmtilegum leik lauk með naumum sigri ÍBV sem skoraði 3 mörk en Víkingur 2. Ekki er hægt eftir þennan leik að segja nokkuð til um getu Vest jnanneyjaliðsins en Eyjamenn hafa tvö undanfarin ár mætt til úrslita leiks í deildinni en jafnoft tapað. Um næstu helgi munu ÍBV og Fram mætast í Eyjum og verður fróðlegt að sjá hvernig þeirri við ureign lýkur. I stuttu máli var gangur leiksins á laugardag sá að Víkingur skor ar fyrsta markið, lir vítaspyrnu, en ÍBV jafnar nokkru síðar. Rétt fyrir hálfleik tekur svo ÍBV for ustuna 2:1. Síðari hálfleik lauk með jafntefli, Víkingur jafnar 2:2 en ÍBV nær aftur forustunni 3:2 i sem hélzt til loka. Valur Bene- diktsson dæmdi leikinn og átti i rólegan dag. Eins og að framan getur mun liðið koma til landsins 9. júní nk. og leika hér þrjá leiki. Fyrsti leikurinn verður á Laugardals- vellinum föstudaginn 10. júní kl. 20,30, gegn Akurnesingum. Annar leikurinn verður á Akranesi sunnu daginn 12. júní kl. 15,30 gegn úr valsliði landsliðsnefndar. Þriðji leikurinn verður svo í Keflavík miðvikudaginn 15. júní kl. 20,30 gegn Keflvíkingum. ^Varnh ö 14. síð'' Þessi mynd var tekin í leik Vals og KR á ísland smótinu. Knötturinn er á leið í Valsmarkið, en þetta var eina mark leiksins. Terry Anderson, hægri úthergi lék áður með Arsenal. Breióatilik vann FH 1 gegn O Á laugardaginn var léku F.H. og Breiðablik sinn fyrsta leik í II. deild íslansmótsins. Leikurinn fór fx-am í Hafnarfirði í ágætu veðri. Breiðablik sótti heldur meir fram an af, en er á leið fyrri hálfleik réðu FH-ingar lögum og lofum þótt ekki tækist þeim að skora. Eina mark leiksins var hálfgert klaufamark, Guðmundur Þórðar son h. innherji Breiðabliks var kominn í gegn, en hinn snjalli markvörður FH KaiT M. Jónsson bjargaði með ú+hlaupi, en frá hon úm hrökk boltinn til FH-ings sem kiksaði og rann boltinn til Breiðabliksmanns og potaði hann honum í netið. Þetta skeði um miðj an fyrri hálfleik og í 20 mín. fór knötturinn vai-la á vallarhelm ing FH, en brátt fyrir þetta tókst ekki að skora os kom bar til góð markvarzla Losa Kristjánssonar og léleg hittni og laus skot FH-inga. í þessum leik fékk Breiðablik tvö dýrmæt stis. bví aðeins leik ur hvert föxac í bessurn riðM sex leiki. Breiðahlik virðist hafa far ið nokknð fram frá í fvrra og bá '■érstnklega vörninni. Bezt.u menn liðsins vorn T.ngi í markinu og •Túb'us m'ðvnrðnr oS G"ðrmmd"r Þnrðax’son. Þiálfari Breiðabliks er hinn gamalkiinri knattsnvrmimað "r Halldnr TTalldórss. Lið FH átti ekki góðan Inik og var framb'r an léles. Beít" menn liðsins vom Karl M. .Tnncsnn í mai'kinu. en liann er 5n, efa elnn hezti marV vörður okkar og ætti landsbðs nefnd að hafa ausa með honum. Aðrir góðir voru kemournar Birg ir-Björnsron og Bergþór Jónsson Dórnari var Him-ik Lárusson. Á undan leik þessum léku Breiða bljk og Haukar í IV fl. og sigraðl Breiðablik 3—0. I.V. u.r jnv mmmmmmmuhmihmumhi Tvö íslands- met i sundi Fyrstu þrjár greinar ís- landsmótsins í sundi fóru fram í Sundhöllinni í fyrra kvöld. Hrafnhildur Kristjáns dóttir Ármanni varð Íslands ■ meistari í 800 m. skriðsundi á nýju íslandsmeti, 11:19,2 mín. Hrafnhildur Guðmunds dóttir, ÍR hafSi lengst af for ystu í sundinu og millitími hennar á 500 m. varð undir íslandsmeti, 6:56,2 mín. Hrafnhildur Kristjánsdóttir haföi yfirburði síðustu 100 metrana. Davíð Valgarðsson, ÍBK varð meistari í 1500 m. skrið sundi, synti á 19:14,4 min. Annar varð Guðmundur Þ. Harðarson, Æ, á 19:52,0 min. en það er í fyrsta sinn, sem hann syndir betri tíma en 20 mín. Loks sigraði Gestur > Jónsson, SH í 500 m. bringu sundi á 5:54,0 mín. Annar varð Ólafur Einarsson, Æ, kornungur sundmaður á 6: 21,6 mín. Aðalhluti Sundmeistara mótsins fer fram í Neskaup stað 25.—26. júní. ALbÝÐUBLAÐIÐ - 8. júní 1966 U;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.