Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 2
nnsfréttir siáastlidna nótt Norrænt mót bruna- varba haldið hér HUE: — Búddistaleiðtoginn Thich Tri Quang skoraði í gær á stuðníngsmenn sína að fjarlæga heimilisaltör sín af h'mum tmkilvæag vegi sem lggur frá Hué og sagði að tálmanrnar yiðu reistar að nýju ef herforingjastjórnin notaði tækfærið til að kúga ftandsmenn. , WASHINGTHON: — Bandaríkjastjórn hyggst fjölga hcr áiönnum sínum í Víetnam úr 260 þús. i 400 þús. eða 500 þús. fyrir árslok, samkvæmt góðum heimildum Þetta er talin nauð «ynleg ráðstöfun til að vega upp á móti sendingu mikils fjölda liermanna frá Norður-Víetnam til Suður-Víetnam. Slík -ikvörðun mælist sennilega illa fyrir í Bandaríkjunum. enda gætir vaxandi óánægju í garð stjórnarinnar vegna stefnu iiennar í Suðaustur-Asíu og skoðanakannanir sýna að að- eins 46% bandarísku þjóðarinnar styðja stefnu Jolmsons forseta. PARÍS: Utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, fsagði á stjórnarfundi í gær, að viðræður um brottflutning banda ffiískra og kanadískra hersveita frá Frakklandi hefðu verið já- kvæðar, og handalagsþjóðir Frakka virtu ákvörðun frönsku Gtjórnarinnar um að draga hersveitir sínar undan yfirstjórn CÍATO. LONDON: — Verkalýðssambandið í Bretlandi gerði í gær lokatilraun til að firra því að farmannaverkfallið, sem staðið hefur í 24 daga. verði að langvinnri deilu, er hafi skað leg áhrif á eíoahag landsins. Leiðtogar sambandsius ræddu við leiðtoga farmanna til að reyna að telja þá á að taka til endurskoð Árnar hina afdráttarlausu neitun við málamiðlunartillögu rannsókn amefndar ríkisstjórnarinnar í launadeilunni. Allt virðist benda til þess, að kiofningur sé risinn upp meðal farmanna og hafa farmenn í Harwich samþykkt málamiðlunartillöguna með 100 iatkvæðum gegn 10. ‘PARÍS: — Bretar tilkynntu ekki hina Boðuðu úrsögn fiína úr ELDO, geimrannsóknarstofnun Evrópu, þegar ráðherra tiefnd hennar kom saman til fundar í Paris í gær. Góðar heim ■ildir herma, að svo kunni að fara að Bretar skipti um skoð ef samkomulag næst um aðra sskipan á dreifingu kostn- ^ðarins við áætlanir stofnunarinnar. Bandaríska stjórnin mun íiafa ráðið Bretum eindregið frá því að segja sig úr ELDO. Allt yeltur á þvi hvort Frakkar og V-Þjóðverjar verði fúsir að taka íi sig hluta Breta af útgjöldum ELDO. STOKKHÓLMI: — Sænski landsbankinn hækkaði í gær iorvexti úr 5,5 : 6%. BONN: — Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, fæddi við vestur-þýzka ráðamenn í Bonn í gær «g hélt síðan íiíram för sinni til London, þar sem hann ræðir við fulltrúa brezku stjórnarinnar. STOKKHÓLMI: — Leiðtogi brezku stjórnarandstöðunnar, Edward Heath sagði í Stokkhólmi í gær að eðlilegt væri að öll skipulagsmál NATO yrðu tekin til gumgæfilegrar athug Þnar I samb.mdi við flutning aðalstöðva bandalagsins. Heath dvelst um þessar mundir í Svíþjóð til að kynnast viðhorf tim Svía til markaðsmálanna og hefur rætt við ráðhérra, Gtjórnmálamenn og verkalýðsforingja. KINSHASI (Leopoldville); Útvarpið í Kongó varaði i igær erlenda fréttaritara vlð hlutdrægum fréttaflutningi. Þetta er síðasta viðvörunin, sagði útvarpið. Um miðjan júlí verður haldið norrænt mót brunavarða hér í Reykjavík. í tilefni af móti þessu sneri blaðið sér til Finns Richter brunavarðar, sem unnið hefur að undirbúningi móts þessa. Okkur fýsti að vita tilganginn með slíku móti, fræðast um áhugamál bruna varða og setja okkur ögn inn í vandamál þeirra. Mót þetta er haldið hér í ár vegna þess að enn hefur ekkert slíkt verlð haldið hér, en íslend ingum hefur verið boðið á mót þessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár. Næsta mót þessar ar tegundar verður að líkindum ekki haldið hér fyrr en að 11 ár liðnum. íslendingar eru þó ekki aðilar að þessum samtökum, hinna Norðurlandanna. sem gangast fyr ir þe-sum mótum, sem þau kalla De Nordiske Brandmænds Studie dager. Mótin eru fyr~t og fremst til þess ætluð að, skiptast á og miðla fræðslu. Haldnir eru fyrir lestrar og farið í kynnisferðir til iðjuvera og ýmissa stofnana me® tilliti til ákveðinna viðfangsefna I i-lökkvistarfi. Hafa ber í huga að ekki verður allur eldur slökkt ur með sama hætti, án tillits til aðstæðna, efnaverkana, sprengi- hættu og orsaka eldsvoða. Á því móti, sem haldið verður hér. mun Rúnar Bjarnason, efna vertfraeðineui’ í Áburðarverk- smiðiunni halda fvrirlestur um eld hættu og spreneibætt.u og slökkvi liðsst.ióri, Valearð Thorodd-sen oe Einar Eyfells munu flytja er- indi. Af hálfu liinna erlendu gesta verður flutt eitt erindl frá hveriu landi. Til mótsins koma 34 gest- ir. flestir frá Norðurlölndunum en t.veir frá Bretlandi. Boðið er brunavörðum frá beim stöðtim hérlendis. sem hafa fast.ar vakt.ir. Þoscír staðit’ em: Kefiavíkurflug vnllnr. Revkiaviknrflugvöilur. TTDfnarfiorður. Akurevri og íca- f iörðiir. F.'tt af böfuðábueamálum beirra or við siökkvistarf fást. er skóli fyrir slökkviliðsmenn. Hér á landi or enginn slíkur skóli starfandi, en nokkrir menn hafa notið þjálf unar á slökkviliðsskóla í Osló. Reynt hefur verið að bæta úr þess ari þörf með því að hafa tvær stundir vikulega til æfinga og þjálfunar fyrir brunaverði. Er þar einkum um að ræða æfingar í meðferð nýrra tækja og bíla, sem slökkviliðið notar. Slökviliðsskólar erlendu- eru búnir slíkum tækjum og bygging um. að vænatanlegir brunaverð ir þurfa að ganga í gegn um stranga reynzlu við mjög svo eðli legar aðstæður, áður en þeir geta talizt hæfir brunaverðir. Þarna eru til dæmis reykherbergi með færanlegum veggjum, þann ig að nemendur koma í raun og veru alltaf á ókunnugan stað, þeg ar þeir eru sendir með grímur og luktir inn í kafþykkan reykinn í þessum húsakynnum til að æfa björgunarstarf'-emi. Menn eru látn ir skríða í gegnum göng, full af reyk og gegnumganga ýmsar harð ar raunir. Þeir eru látnir klífa háa turna með krókstiga, sem nær aðeins eina hæð í einu. Króknum Utanför Alþýðu- flokksfélagsins Vegna forfalla eru þrjú sæti laus í utanlandsferð AI þýðuflokksfélaes Reykjavík ur. Þeir sem áliujj hafa á að notfæra sér þessi sæti ffeta snúið’ sér til skrifstofu Alþýðuflokksins, símar 150 20 off 16724. Afhending farseðla er haf in í ferðaskrifstofunni Sunnu í Bankastræti. Þátttakendur verða a’ð seekja farseðla sína . í síðasta lagi viku fyrir brott för, sem er 22. þessa mánað ar. efst á stiganum er krækt í glugga kistu, oft með því að brjóta rúðu fyx-st, þar á nemandinn síðan að skríða inn og krækja stiganum í glugga á næstu hæð fyrir ofan og svo koll af kolli. Þá eru sér stakar æfingar fyrir sig, þar sem nemendur síga í líflínum, þar sem ekki er hægt að Koma við stiga. Erlendis hafa brunaverðir slikar línur gjarnan með sér í hættuleg ar ferðir en lítið er gert af þvi hér. Þá má nefna æfingar með fall mottur, en það eru stoppaðar dýnur með gormum, sem haldið er í á jörðu niðri fyrir þá, sem bjarga sér með því að stökkva út um glugga eða ofan af þaki. Kennt er ýmislegt í sambandi við þrýstitap og dælur, svo og auðvitað hjálp i viðlögum. Auk slíkra æfinga eru kenndar bóklegar greinar, svo sem móðurmál, efna og eðlisfræði, stærðfræði o.þh. Finnur Richter Framhald á 14. siðu Franskt skip til sýnis á sunnudag Franska fiskveiöieftiritsskpð Commandandt Bourdais heimsæk- ir Reykjavíkurborg dagana 11. til 14. júní n.k., eins og undanfarin ár Skip þetta hefur fengið þa<$ hefðbundna hlutverk að aðstoða fiskiskip við veiðar á fjai’lægum miðum. Umsjónarsvæði Command ant Bourdais eru helztu fiskimið in við Nýfundnaland, Grænland og í Bareintshafi. Commandant Bourdais er búin íullkomnum uppskurðartælkjum, tannlæknastofu og sjúkrastofum fyrir fiskimenn. Lengd þers er 103 metrar og breidd 11,50 m.. Það er 2000 smá lestir og hraði þess 26 hnútar. Almenningi verður leyft að skoða skipið sunnudaginn 12. júnf milli kl. 14. til 17. \ MMMMtMMMMMMtMMMMMMMMMMMMMtMMVaMMMMMMMtMMMMMMMMMtMMMMtMMMttttl í/c/ð starf A.S.F. Miss Delores Di Paole Reykjavík, — EG. Miss Delores Di Paola frá American Scandinavian Found ation hefur dvalið hér á landi undanfarna daga, en hún hef ur yfir umsjón með náms- og starfsþjálfunarstyrkjum, sem stofnunin veitir. Alþýðublaðið ræddi við frök en Paola stutta stund á skrif stofu íslenzk- ameríska félags ins í gær, en það hefur milli göngu um styrkveltingar til ís lendinga á vegum American Scandinavian Foundation. Fröken Paola kom hingað til lands frá Finnlandi, en liafði áð ur heimsótt Noreg og Svíþjóð. Héðan heldur hún til Danmei’k lU’, en fer þaðan vestur um haf síðar í þersum mánuði. — American • Scandinavian Foundation var stofnsett árið 1911, sagði hún í viðtali við A1 þýðublaðið. Stofnandinn var danskur Bandarxkjamaður, sem vildi efla og auka menningarleg •samskipti . Bandaríkjanna og Norðurlanda. Er þessi stofnun nú sú elzta í Bandaríkjunum, sem fæst við slík menningar samskipti landa í milli. — Hlutverk stofnunarinnar er einkum þríþætt, sagði hún. í fyrsta lagi hefur hún með hönd um all umfangsmikla bókaút gáfu og eru það einkum bækur um Noi’ðurlönd og málefni þelrra, sem út eru gefnar, bæk ur sem annars er hæpið að nokk ur aðili mundi ráðast í að gefa út. Fyrir tveim árum kom út hjá stofnuninni Heimskringla Snorra Sturlusonar í snjallri þýðingu prófessors Lee Holland er við Texas háskóla. Þá gaf atofnunin á sínum tíma út bók menntasögu dr. Stefáns Einars sonar og auk þess hafa verið gefnar út þýðingar á íslendinga sögum og mörg safnrit, sem ís land á aðild að. — í öðru lagi eru starfræktar félagsdeildir víðsvegar í Banda ríkjunum. Innan þeirra vé- banda eru samtals um fimm þúsund meðlimir og aulc þess er stofnunin í nánum tengsl um við ýmis félög á Norður- löndum er hafa að markmiði aukin menningarsamskipti þeirra og Bandaríkjanna. Við fáum oft fyrirlesara frá Norður Framh á 14 dfln /MMMMMtMMMMMtMMMMMMMMMtMtMMMMtVitMMMMMMíiWWWtt-MMMtMMMMMMtMMMMMWMtMMMMMMMMMMMMMMMMtMMMtMMMMMtj 10. júní 1966. - AU>ÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.