Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 3
Thich Tri Quang í hungurverkfalli Hue 9. 6. (NTB-Reuter). Búddistaleiðtoginn Thich Tri Quang: skoraði í dag- á stuffnigs Höfðingleg gjöf tii barnaheimilis Barnaheimilinu að Tjaldanesi hef ur nýlega borizt mjög höfðingleg gjöf. Stjórn Lionsklúbbsins Þór í Reykjavík afhenti stjórn heimiiis ins fyrir nokkrum dögum 100 þús. krónur að gjöf. Lionsklúbburinn Þór hefur áður styrkt hcimilið með næstum því jafnstórri gjöf og var þess getið á sínum tíma. Stjórn bamaheimjlisins færir Lionsklúbbnum Þór alúðarfyllstu- þakkir fj'rir þá höfðingslund og rausn er hann hefur bæði nú og áður sýnt vandamálum vangef inna barna. (Frá stjórn barnaheimilisins að Tjaldaneei.) menn sína í Hue og nágrenni að fjc^Jægja, fjölskyldualtör sín af veginum, sem liggur frá bænum og sagði að tálmanimar yrðu reist ar að nýju ef herforingjastjórn in í Saigon notaði tækifærið til að kúga Iandsmenn. Thich Tri Quang, sem hóf hung urverkfall í gær í mótmælaskyni við stuðning Bandaríkjanna við herforingjastjórnina, aflýsti mót mælaaðgerðunum örfáum klukku stundum eftir að um 100 manns höfðu stöðvað stóra bandaríska bílalest. Bílalestin var neydd til að snúa við og fara frá Hue. í gær neyddu búddatrúamienn aðra bandaríska bílale't til að snúa við. Leynisútvarpstöð búddþtrúar- manna hermdi í dag, að Thich Tri Quang mundi halda áfram föstu sinni unz Johnson forseti hætti stuðningi sínum við Ky-stjórnina Fyrr í dag sagði hinn 44 ára gamli búddamunkur, að nafn hans stæði efst á lista yfir búddi'taleið Framhald ð 14. sfðn Taka myndir af fögrum görðum Garðyrkjufélag Islands sem er Iandssamtök áhugamanna um garð yrkju, hyggst í sumar láta taka myndir af fallegum görðum hér í borg, svo og fallegum blómum, og nota síðan mj’ndir þessar til sýninga á fræðslufundum, sem fé lagið efnir til síðar á árinu. Hafði félagið þennan hátt einnig á sl. ári og þótti takast vel. Voru fund i'rnir vel sóttir og meðlimafjöldi félagsins jókst mjög. Þá hefur fé lagið í liyggju að verðlauna þau börn, sem í sumar skara fram»úr í skólagörðum í Rej’kjavík og ná grenni. Félagið er um þessar mundir að senda frá sér ársrit sitt, Garð yrkjuritið, en ritstjóri þess er Ing ólfur Davíðsson. Ritnefnd skipa þeir Einar I. Siggeirsson og Hall dór Ó. Jónsson. í ritinu, sem er hið myndarleg asta er fjöldi greina um flest þau efni, sem áhugamenn um garð rækt hafa áhuga á. Þarna er að finna greinar um jurtasöfnun, eit. urefni í gróðri og dýrum, ævintýri um mold, grjót og gróður, nætur frost og matjurtarækt svo að nokkuð sé nefnt af hinu fjöl breytta innihaldi ritsins. Hér sjást þelr bræður og eigendur Héðins í stjórnklefa, talið frá vinstri: Jón Héðinsson, Sig- urður, I. stýrimaður off Maríus. skipstjóri. Þáttaskil í sögu síldveiöiskipa Vélskipið Héðinn kom til heimahafnar sinnar Húsavik sl. þriðjudag. Skipið kom til i ^Hafnarfjarðar í gær og fórum ;Ævið á stúfana og náðum tali af ;Beigendum skipsins og verkfræð ®ingi skipasmíðastöðvarinnar, þar sem Héðinn var byggður. Skipið er eign Hreifa h.f., en það er útgerðarfélag þeirra bræðra, Jóns, Maríusar og Sig urðar Héðinssonar. Skipið heit ir í höfuðið á föður þeirra bræðra. Maríus er skipstjóri á Héðni en Sigurður I. Stýri- maður. Héðinn er 331 tonn að stærð. tæpir 40 metrar að lengd og 8,20 m. breitt. Lestarrými er íyrir 40 tonn, auk síldartanks, sem tekur 80 tonn. Aðalvé) skipsins er 800 ha. 12 cyl. Cat erpillar með niðurfærslugír og vökvadrifna skiptiskrúfu. Gang hraði skipsins er 11,3 sjómíllur. í skipinu eru 3 eins manns klef ar, 4 2ja manna klefar og 1 4ra manna klefi. Héðinn er fyrsta síldarskip heims, sem búið er Sonar fisksjá. Sérstök kúla er neðan á kjöl skipsins sem ger ir það að verkum, að tækin eru virk, enda þótt skipið sé á fullri ferð. Útbúaður þessi hefur einkum komið sér vel fyrir hvalveiðiskip við Suður heimskautið. Og þá er að nefna bógskrúfur þær, sem gera skip inu kleift að fullnægja mun betur ætlunarverki sínu við veiðar og alla „manúeringu“ við erfiðar aðstæður. Bógskrúf urnar eru tvær, útbúnar þannig að 90 cm. rör liggur þvert í gegnum skipið að aftan og fram an. í þessu röri er skrúfa í miðju skipi, knúin með afli frá aðalvél, sem gírað er niður í 75 hestöfl. Skrúfan þrýstir sjó út um rör með 1100 kg. þrýstingi hvort heldur í bak eða stjór eða hvorttveggja og þann ig má snúa skipinu á punkt inum á svipstundu. Þá kemur þetta að góðum notum, ef harka . lega kippir í nótina í blökkinni, en slík veldur óþarfa sliti. Bógskrúfurnar geta þá haldið skipinu að nótinni og i hæfi legri fjarlægð. Við affermingu skipsins úti í rúmsjó er þetta ómetanlegt hjálpartæki. Síldartankurinn er alger nýj ung í sídarskipi. Tank þennan má fylla upp í lestarop með síld og sjó, þannig ab 20% innihaldsins er sjór og 80% síld. Þar sem eðlisþyngd sjávar og síldar er svo til hin sama, marar síldin í vatninu án þess að kremjast eða leggjast á botninn og merjast. Tveir lóð réttir spíralar ganga niður í gegn um tanjinn og kæla þeir sjóinn niður í 1 stig á Chelsíus. Þetta er hægt að gera á 12 klst. án þess að nokkur ís komi þar nærri. Með hlið sjón af fyrri reynslu mun síld in geta haldið sér í vinnslu hæfu ástandi í 5—6 daga, en slíkt er ómetanlegt þegar haft er í huga verð á neyzlusíld og þeirri síld, sem til niðursuðu fer. Þá ber að hafa í huga hin ar miklu vegalengdir, sem síld arskip þurfa oft og einatt að fara með síldina, en það verður oft til þess, að síldin verður aðeins nothæf sem hráefni í bræðslu. Á Héðni verða 14 manns, en skipið mun fara beint á síld veiðar fyrir helgi. GbG. A myndiuni sézt, hvernig reykháfi skipsins er komið fyrir bakborðsmegin, til þess að skapa aukið rými fyrir nótina. iWwvwuwwwwwtwmtMwwwmwwwvmviW ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. júní 1966. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.