Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 9
FUNDUR FORN- BÓKASAL" Frímerkjasafnarar^ sem leið eiga um Hverfisgötuna þessa dag ana snarstanza gjarnan við Forn bókaverzlun Kr. Kr.^ því að þar í glugganum blasa við arkir með íslenzkum ,,mótívum“ að hálfu, en amerískum að liálfu. Alls eru í örkinni 26 merki og eru 13 þeirra á efri helming arkarinnar öll með mjög þjóðlegum ísl. myndum s.s.: Gullfoss, Goðafoss, Fjallkonan, Fálkinn, Alþingishúsið, Hornbjarg, Hekla Geysir o.fl. Neðri helming arkarinnar er með myndum fró Ameríku. Eru þetta frímerki eða hvað? Nei, en jólamerki eru það og vestur-íslenzk að uppruna. Bókaverzlun Kristjáns Kristjáns- sonar á núna Egill Bjarnason og verzlar með gamlar bækur, blöð og tímarit. Fyrir mörgum árum keypti hann bókaleyfar og blöð úr eigu Þorsteins Þ. Þorsteinssonar rithöfundar, sem er kunnur Vest- ur-íslendingur. í þessu safni var m.a. dálítill búnki af „Heims- kringlu” og „Lögbergi”, sem þá komu út í mikið stærra broti og upplagi en nú. Nú fyrir skömmu ætlaði Egill að fara að fleygja þessu blaðadrasli, en — þá bloss aði upp í honum þec,si alkunna árátta fornbókasalanna, að fleygja ehgu prentuðu máli án Þess að ganga úr skugga um, að þar sé engu verðmæti á glæ kastað. — Og sjá, hann finnur inni í blöðun um dálítinn slatta af jólamerkja- örkum, öllum ónotuðum og í 5 eða 6 litum. Egill segir, að þessi merki muni vera teiknuð og útgefin af Þ. Þ. Þ. árið 1919, en um upplags töluna er ekki vitað. Talið er, að litaafbrigði muni vera átta að tölu. Sumt af upplaginu er ótakkað, en' allar eru arkirnar með lími aft aná. — Eru þetta fágæt jólamerki? — Já virsulega eru þau það, því að gamlir og reyndir safnarar segj ast þau aldrei hafa augum litið fyrr. En einstöku gamall Vestur-ís- lendingur, sem Egill hefur haft tal af, kannast þó við, að hafa séð þau á bréfum, svo að eitthvað hafa þau verið notuð á jólapóst. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rith. er fæddur að Uppsölum í Svarfað ardal 11. nóv. 1879, en flytzt vestur árið 1901. Hann var mjög fjölhæf ur og mikilvirkur rithöfundur og dráttlistarmaður. Margir muna eft ir kápunni á Tímariti Þjóðrækni félagsins vestra, hana gerði Þor- steinn. Einnig eru til eftirprent anir af teikningum hans af Vil- hjálmi Stefánssyni og Matthíasi Jochumssyni, sem báðar eru mikil listavcrk. Kunnastur mun hann þó vera af ritvellinum. Auk allra þeirra bóka og rita, sem eftir hann liggja á prenti, eru yfir 50 árgangár af vesturíslenzku blöð unum fullir af verkum hans. Hann lagði á margt gjörva hönd og það vel. Hann var sagnaritari, sögu skáld, ættfi-æðingur, dráttlistar maður og ljóðskáld. Þorsteinn dó á aðfangadag jóla árið 1955 að heimili sínu í Gimli vestra. Líklega munu þessi gömlu jóla merki seljast fljótlega upp hjá Agli, t.d. munu arkir þær, sem til voru í bláum lit, vera uppseld ar nú þegar. Verðið á hverri örk með 26 merkjum er kr. 200,00. Söfnurum úti á landi skal á það bent, að Bókaverzlun Kr. Kr. er til húsa að Hverfisgötu 26 og sím inn þar er 14179. Koparpípur og Rennilokar, Fittings, Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell byggingarvöruverzlun, Héttarholtsvegi I. Sími S 88 40. .v'- ‘J’* r-{. ;a. Ný sending Ltalskar dralon peysur og peysusett. GLUGGINN Laugaveg 30 og 49. Logsuðumenn og laghentir menn óskast til fastra starfa. Hagsýnir velja PEERLESS eldhúsinnréttingarnar. Hentugar fj’rir Iitlar íbúðir, einstaklingsíbúðir og aðrar minni íbúðir. — Einnig tilvaldar í sumarbústaði. Höfum nokkrar innréttingar tilbúnar til afgreiðslu stras, Komið og skoðið uppsetta innréttingu. " r Nýtið geymsluna að fullu! Sérstaklega hentugar stálhillur fyrir hvers- konar geymslur, Uppsettar hillur til sýnis á skrifstöf- unni. Auk venjulegs skrifstofutíma verður opið í kvöld til kl. 7 og á morgun, laugardag kl. 2—4 e.h. OPTIMA Laugavegi 116. (hús Egils Villijálmssonar, 2. hæð). Sími: 16788. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. júní 1966 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.