Alþýðublaðið - 28.06.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1966, Blaðsíða 3
95 þúsund lestir FYRRI HLUTA vikunnar var síldveiðiflotinn aðallega 100—150 sjómílur austur og austnorðaustur af Langanesi. Veður var allsæmi- legt til veiða, en afli rýr. Síðustu tvo daga vikunnar glæddist veiðin allverulega. — Á föstudag var Síldarleitinni til- kynnt um rúmar 5.800 lestir og á laugardag rúmar 8.400 lestir og er Vöruskipíajöfn- uður óhagstæður VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN í maí sl. var óhagstæður um rúml. 46,5 milljónir króna, og vöru- skiptajöfnuðurinn fyrstu fimm mánuði ársins þá óliagstæður um 102,1 milljón króna. í maímánuði í fyrra var jöfnuðurinn hins vegar hagstæður um 34,5 milljónir og fyrstu fimm mánuði ársins 1965 liagstæður um 112,3 miíljónir. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur verið flutt út fyrir 2.269,4 milljónir, en inn fyrir 2.371.5 milljónir. það langbezti afladagur sumarsins til þessa. Voru skipin þá mest- megnis 90—130 sjómílur austur af austsuðaustur af Dalatanga. Aflinn sem barzt á land í vik- unni nam 14.648 lestum. Þar af fóru í bræðslu 14.462 lestir, — í frystingu 11 lestir og saltað hafði verið í 1.296 tunnur. Telja má að tii söltunar hafi farið 175 lest ir síldar. í aflaskýrslu síðustu viku vant- aði 411 lestir, sem fóru til bræðslu á Hjalteyri. Var því heildaraflinn þá 80.363 lestir. Heildarmagn komið á land á miðnætti sl. laug- ardag var 95.254 lestir og skiptist þannig: í frystingu 16 Iestir í salt 175 lestir (1.296 upps. tn.). í bræðslu 95.063 lestir Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn sem hér segir: 25.279 upps. tn. í salt (3.413 1.). í frystingu 1.271 uppm. tn. Framhald á 14. síðu. SÍF vill ekki fleiri fiskútflytjendur ■ HINN 24. þ. m. var 33.. aðal- jundur Sölusambands ísl. fiskfram leiðenda haldinn. Fundurinn var fjölsóttur. FormaSur samtakanna Tómas Þorvaldsson setti fundinm og fundarstjóri var kosinn Jón Árnason alþingismaður. Mikill einhugur ríkti á fundin- um og urðu allmiklar umræður um markaðsmál og ýms önnur mál samtakanna. Fundurinn lýsti óánægju sinni yfir skipan útflutningsmála og voru fundarmenn einhuga um að það hafi orðið fiskframleiðendum til tjóns, að aðrir en sölufélag framleiðenda hafa fengið leyfi til Blásið í 230 i einu LANDSMÓT lúðrasveita var hald- ið á Selfossi um helgina og lauk því á Þingvöllum á sunnudags- kyöld. 12 lúðrasveitir sóttu mótið og var það alltilkomumikill háv- aði, þegar allar sveítirnar, um .230 manns, blésu saman á Selfossi undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar rakara á Selfossi. sölu og útflutnings fiskafurða og samþykkti fundurinn í einu hljóði eftirgreinda tillögu: „Af marggefnu tilefni og með tilliti til undangenginnar reynslu, vill aðalfundur SÍF, haldinn í Framhald á 14. síðu. Maður ferst af voðaskoti Á SUNNUDAGSMORGUN síðast liðinn gerðist sá atburður að Sól- veigarstöðum í Laugarási, Bisk- upstungum, að elzti sonur og stjúpsonur þeirra hjóna, Jónu Magnúsdóttur og Jóns V. Guð- mundssonar, Magnús Þór Harð- arson, lézt af voðaskoti. Magnús ætlaði að huga að fugli ásamt fé- laga sínum og frænda á svipuð- um aldri og gengu þeir frá bæn- um í átt að Hvitá. Þeir voru skammt komnir, er skot hljóp úr byssunni, sem Magnús hélt sjálf- ur á, og varð það honum að Framliald á 14. síðu. í Vesturdal við Jökulsá er nú að rísa konungsgarð ur sem notaður verður við kvikmyndun af sögunni um Hagbarð og- Signýju. Verður smíði hans lokið um miðjan næsta mánuð. Annar Kþnungsgarður verð- ur reistur á Suðurlandi innan skamms. Ljósm: Jón Jóhannesson. Konungsgarður rís við Jökulsá Reykjavík. — OÓ. FYRSTI konungsgarður á íslandi er nú að rísa af grunni-austur við Jökulsá á Fjöllum, nánar tiltekið í Vesturdal. Er þetta annar af tveimur konungsgörðum, sem reistir verða hérlendis í sambandi við kvikmyndun á sögunni um Hag barð og Signýju. Hinn garðurinn verður sennilega reistur einhvers staðar á Suðurlandi. Enn er ekki búið að ákveða endanlega hvar. Húsin sem verið er að reisa í Vesturdal verður garður konungs hjónanna, foreldra Signýjar. Eins og sagt hefur verið frá í Alþýðu- blaðinu verða þau leikin af sæn- sku leikurunum Gunnari Björn- strand og Evu Dalbeck, sem leikið hafa í fjölda kvikmyndum, meðal annars í mörgum myndum Ingi- mars Bergmans. Signýju leikur danska leikkonan Gitte Hænning. Konungsgarðarnir eru báðir til- höggnir í Danmörku, en fluttir hingað og settir saman á þeim stöðum, sem myndatakan fer fram. Uppsetning þeirra er að mestu unn in af íslendingum en tveir Danir hafa umsjón með verkinu. Fyrsti hópur kvikmyndafólksins kemur til íslands hinn 9. júlí. Verða í honum 15 manns og með- al þeirra flestir aðalleikararnir nokkru síðar kemur annar 15 manna hópur. Strax og fólkið kem ur fer það á þá staði sem kvik- myndin verður tekin og byrja þá | æfingar. Sjálf kvikmyndatakan í hefst 18. júlí, ef veður leyfir. , Flestir leikaranna eru útlend- ingar, utan tveir íslenzkir leikar- ar fara með hlutverk í myndinni, þeir Gísli Alfreðsson og Borgar Garðarsson. Auk þeirra munu nokkrir íslendingar koma fram- sem statistar. Við kvikmyndunina verða notaðir um 30 íslenzkir hest ar. Ef allt fer eftir áætlun og veð- urguðirnir verða Hagbarði og Sig nýju hliðliollir mun lndkmynda- tökunni hér á landi lokið á sex vikum. En hér verða teknir um tveir þriðju hlutar myndarinnar, eða öll atriði sem gerast undir berum himni. Inniatriði verða tek- in í kvikmyndaveri í Stokkhólmi. Afmælisfargjöld til Isafjarðar Um mlðjan júlímánuð verður ísafjarðarkaupstaður eitt hundrað ára og í tilefní af afmælinu fara fram hátíðahöld á ísafirði dagana 15,—17. júlí. Vegna þess hefir Flugfélag íslands ákveðið að vikuna fyrir afmælið verði í gildi sérstök ódýr fargjöld til ísafjarðar, um tuttugu af hundraði ódýrari en venjuleg fargjöld á þessari flugleið, sé far miði keyptur og notaður báðar leiðir, ;/ MWHWMHWMMUMMWMMU Fullveldishóf í New York Afmælisgjöldin ganga í gildi ll.( júlí og gildir farmiðinn í átta daga frá því ferð er hafin. Friendship skrúfuþotur Flugfé- lagsins fljúga til ísafjarðar alla virka daga, en á sunnudögum er flogið með Dakota flugvél. Vegna mikilla flutninga á þess ari flugleið, var nýlega bætt við Friendship-ferð síðdegis á laug- ardögum, og er brottför frá Reykja vík kl. 19:00. ISLENDINGAFELAGIÐ i New York hélt fullveldissamkomu síndi föstudagskvöldið 17. júní að fí<óLf- el Roosevelt, 45. götu og MadLf son Avenue. Ræðumaður kvöldsins ,yarv Hannes Kjartansson, sendiherra* íslands hjá Sameinuðu Þjóðuff- um. Minntist hann fullveldisins og hvatti íslendinga hér til* að 4 treysta og efla sambandið 'við ísland. Loks drap hann á sam- band íslands við Bandaríkin ^g rakti þróun þess. Að endingu bauð Hannes þau Harald Kröjer, og frú hans velkomin, en Harald-, ur hefur nýlega tekið við stöðu, fulltrúa við sendiráðið í New.1, Fram&ald i 15. siðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28, júní 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.