Alþýðublaðið - 28.06.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1966, Blaðsíða 7
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGBA JAFNAÐARMANNA. Fiarlægðin er engin afsokun Grein sú sem hér birtist er leiöari úr tímaritinu „Frihet” sem «refió er út af Sambandi ungra jafnaðarmanna í Svíþjöð. Hún var skrifuð hinn 24. marz s.l, og er eftir ritstióra tímaritsins Thage G. Peterson, ritara og varaformann Sambands ungra jafnaðarmanna í Svíþjóff. í grein þessari er lýst afstöffu. sem studd er af ungum jafn- affarmönnum um allan heim: Þaff er engin tilviljun aff það eru einmitt jafnaðarmenn, sem í orði og á borði hafa öðrum frem ur haft samstöðu með fátækum, þjóðum og undirokuðum. Engin önnur hreyfing eða hópur í landi okkar getur betur en hin faglega og pólitíska verkalýðshreyfing gef ir slíkri. samstöðu inntak. Reynsl an frá eigin baráttu fyrir frelsi og rétti til meðráða er of nærri tii þess. Sænskur verkalýður hef ur þjáðst af hungri og neyð. Og það er ekki lengi’a síðan en svo, að stórir hópar fólks minnast þess enn. En, barátta f^yrir réttlæti og frelsi handa hinum mörgu bein ist nú — er við höfum á öllum sviðum öðlast svo miklu betri kjör í okkar eigin landi — að erlend um þjóðum. Og um allan heim eru knýjandi ástæður fyrir okkur til að halda þessarj baráttu áfram. Fátæktin og neyðin í heiminum er gífurleg. Bilið millj hinna auð ugu og fátæku ríkja eykst stöð ugt. Þessar staðreyndh’ eru hræði legar.. Heimurinn skelfur allur af deilum og átökum. Frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk ár ið 1945 hefur hejmsfriðurinn marg sinnis verið kominn á fremstu nöf. í dag er styrjöldin í Víetnam og ástandið í Suður-Afríku alvarleg ustu ógnanirnar við hemsfriðinn. Fólk býr við undirokun og nauð vegna skoðana sinna, kynþáttar og trúarbragða. í járntjaldslönd unum búa menn við þvinganir ein ræðisstjórnanna, ó Spáni eru þeir fangelsaðir, sem krefjast betri lífs kjara, í Portúgal og nýlendum þess hafa menn ekki. rétt til ann ars en að þegja og þjást. Ástandið í heimsmálunum krefst afstöðu okkar og afskip'ta! Við get um ekki samþykkt það sem ger ist í þessum löndum. Og ekki get um við heldur með þögn eða kæru Ieysi sætt okkur við fátækt og neyð —jafnvei þótt hún sé í lönd um, sem i kílómetrum reiknað eru fjarri okkar eigin. Fjarlægðin er ekk; langur nein afsökun eða röik semd. Samstaðan þekkjr engin landamæri eða fjarlægðir. Slagorðin 1. maí hafa í mörg ár einkennzt af kröfunni um alþjóð lega samstöðu. Að safnast saman undir rauða fána hinn 1. maí hef ur þýtt. að maður styður kröfuna um fullan frið. aukið frelsi t;l handa öllum þióðum og aðstoð til þeirra sem svelta. Enn í ór munum við hinn 1. maí láta í ljós ósk okkar um hjálp þeim til handa. En gerum okkur einnig ljóst, að slík ósk getur ekkj verið samferða viljanum til afskiptaleysis. Þær aðgerðir sem við krefjumst hljóta að kosta fé. Engin hefur ákveðnar en SUJ gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að stoðina við þróunarlöndin og óheiia afstöðu í Suður-Afríkumálunum. í dag höfum við enga ástæðu til að draga úr þessari gagnrýni okk ar. Starf okkar er að knýja á þar til við höfum fengið betri lausn. Og í dag geta ungir jafnaðarmenn í ábyrgðarstöðum verið ánægðir með þær aðgerðir, sem gerðar eru í þessum tveim málum. Jafnframt þessu viljum við gjarn an segja, að nýleg ákvörðun rikis stjórnarinnar um aðstoð við hin nýfrjálsu afríkönsku ríki Lesotho og Botswana og hin skjóta aðild sænsku ríkisstjórnarinnar að aff gerðunum gegn Ródesíln er af þeirri gerð ákvarðana, sem aðeins sósíal-demókratísk ríkisstjórn þor ir að taka. Hefðum við haft borgaralega rík isstjórn hefðu jákvæð áhrif ríkis ins í vitanríkismálum verið miklu minni. Það er út af fyrir sig ofur lítii huggun er við krefjumst auk inna aðgerða. En sú staðreynd, að hin þjóðlega þröngsýni situr í há sætinu hjá borgaraflökkunum, meira að segja í þessum mólum, THAGE G. PETERSSON er 32 ára gamall varaformaffur og jafnframt framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðar- manna í Svíþjóð (S.S.U.). Þeg ar á 15. aldursári gerðist hann félagi í æskulýðssamtökum sænskra jafnaffarmanna og ár ið 1961 var hann kjörinn í fram kvæmdastjóm S.S.U. Thage Pet ersson á ennfremur sæti í fram kvæmdastjórn sænska jafnaff armannaflokksins og stjórn hans auk þess sem hann situr í ýmsum nefndum flokksfor- ystunnar. Hann er einnig stjórn arformaður félagsmálaskóla S. S.U. í Bommersvik og ritstjóri og ábyrgffarmaður tímarits S. S.U., — FRELSI — (Frihed), en þar birtist fyrst þessi at hyglisverða grein hans, sem hann hefur vinsamlegast Ieyft Sambandi ungra jafnaðarmanna að þýða og birta á æskulýðssíðu Alþýffublaðsins. ww%w%wwwwwwwwwwwwwwwwww ber að fylgja með þegar þessi j mál eru rædd og dæmd. Víetnam-styrjöldin hefur sett | okkur öll í uppnám. Þrumulostin j höfum við heyrt fréttirnar um árásir og misþyrmingar. Saklaus ir borgarar búa við sprengjuárás ir, sem valda meðal þeirra hinu liræðilégasta tjóni. Enginn viti borinn maður getur varið þær heimskulegu aðgerðir, sem á hverj um degi eiga sér stað í Vietnam. Af eðlilegum ástæðum spyrja sig sífellt fleiri með hvaða rétti og á hvaða þjóðréttarlegum grund- velli Bandaríkjastjórn heyir styrj öldina í Víetnam. Sífellt fleiri menn um allan lieim fordæma hina ameríkönsku styrjaldarstefnu i Víetnam . Og það gera þeir einn ig með réttu. Maður spyr sig skelfdur hvernig lýðræðisríki eins og Bandaríkin geti barizt í banda lagi við hinar blóðugu afturhalds sömu suður-vietnamisku ríkis- stjórnir. Erum við Svíar gjörsamlega máttlausir gagnvart styrjöldinni í Víetnam? Við erum skyldir til þess að skýra frá skoðun okkar. Við gætum unnið að því að koma á viðræðum, er leiddu af sér lausn deilunnar. Hin tilgangslausu dráp og eyð ing á vietnamisku landi verður í stað að hætta. Viðræður verða að hefjast og allir aðilar verða vitaskuld að taka þátt í þeim, þar á meðal hinn aþjóðlegi sjájfstæðisher. FNL. Að setjast að samningsborði án þess að fulltrú ar þess hluta þjóðarinnar, sem hefur verulegan stuðnin'g meðal hennar, séu viðstaddir, getur ekki leitt til neinna samninga. Þetta hlýtur jafnvel Bandaríkja- stjórn að geta skilið. Svíþjóff hefur með hlutleysis stefnu sinni unniff sér almenna virðingu um allan heim, ekki sízt í hinu nýju ríkjum Asíu og Áfr íku. Því verður að líta svo möguleikarnir fyrir sænsku stjórnina til þess að styrkja sína sem hlutlaus ætti Svíþjóð að taka upp matí-kt samband við Norður- nam og jafnframt leita eftir bandi við þjóðlega inn FNL. Aðgerðir sænskú stjórnarinnar þurfa endílega stefna að því að mynda fyrir alþjóðlegri friðarráðstefnu um Víetnam. Jákvæð afstaða unga fólksins til Vietnammálsins er þýðinMt- mikil, einkum vegna þess, að Kjjh heldur almenningsálitinu ícií2Í;.t og lifandi til mótmæla gegn sjjýj öldinni og undirokuninni í ý’íét nam. Þeir eru til, sem hlægjaj að kröfugöngum og mótmælum. E’i slíkt er hættuleg sjólfsblckkjng! Svo lengí sem mótmælaraddi^i ar lýsa andúð okkar á ranglæj|, nauð og einræði verður ekki hlMt Framliald 5. RÍffu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júní 1966, J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.