Alþýðublaðið - 28.06.1966, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 28.06.1966, Qupperneq 10
þessari mynd sézt Þór Konráðsson, ÍR sigra öru gglegra í 80 m. hlaupi. Þór er mjög efnilegur og* varð efaldur meistari á Sveinamótinu. . 1 Mikil þáttiaka og skemmti- leg keppnin á svei namótinu ÍR-ingar höfðu mikla yfirburði - híutu 7 meistara af 10 SVEINAMEISTARAMÓT ís■ lands í frjálsum íþróttum var háð a Laugardalsvellinum um helg- ina. Mótið var mjög ánægjulegt, þátttaka óvenjulega góð' og árang- ur jafn og góður í flestum grein- um, þó að ekkert sveinamet væri sett. ÍR-ingar höfðu mikla yfirburði t mótinu og félagið hlaut 7 meist- aratitla af 10, sem keppt er um. Ármann, íþróttabandalag Akur- Ásgreir Ragnarsson, ÍR sveina- rlieistari í kuluvarpi. eyrar og Vngmennasamband Skagafjarðar hlutu einn meistara hvert. Flestir hinna ungu pilta, sem kepptu á mótinu eru nýliðar og afrekin því í mörgum tilfellum góð.Þátttakan í hlaupunum var ágæt, t. d. voru 18 í 80 m. hlaupi, 12 í 200 m. hlaupi og 9 í 800 m. hlaupi. Af einstökum piltum, sem at- hygli vöktu, skulum við nefna nokkra. Þór Konráðsson, ÍR, hef- ur keppt nokkrum sinnum áður og hann virðist í stöðugri fram- för. Þór hefur mjög lítið æft og því er árangur hans og framfar- ir jafnvel enn eftirtektarveröari. Vonandi getur þessi efnilegi í- þróttamaður sinnt íþróttunum enn j meir í framtíðinni. Ólafur Ingi- j marsson, UMSS er fjölhæfur, — hann sigraði í 200 m. hlaupi með | yfirburðum, varð annar í 800 m. j og var á sama tíma að keppa í langstökki. Akureyringar komu | rneð ágætan flokk, en Ásgeir Guð- mundsson og Halldór Jónsson vöktu mesta athygli. Finnbjörn Finnbjörnsson, ÍR, sigraði í grindahlaupi og lilaut verðlaun í fleiri greinum. Hann hefur sýnt miklar framfarir síðan í fyrra, en Þá hóf hann fyrst keppni. Ágúst Þórhallsson, Árm. hafði yfirburði í hástökki, hann er skemmtilegt íþróttamannsefni. Félagar hans, Hróðmar Helgason og Bergur Garðarsson eru einnig efnilegir. Guðjón Magnússon, ÍR, sigraði i stangarstökki, en hann er liðtæk- ur í fleiri greinum, léttur og fjað- urmagnaður. Ásgeir Ragnarsson, ÍR, varð meistari í kúluvarpi, — sterkur vel og einnig góður stökkv ari og spretthlaupari. Snorri Ás- geirsson, ÍR, sigraði í kringlu- kasti og það má segja það sama um hann og marga fleiri, sem kepptu á mótinu, fjölhæfur og efnilegur. Ólafur Jóhannsson, UM- SS varð annar í kringlukastinu, hann er sterkur og stæðilegur piltur. Framhald á 15. síðn. KNATTSPYRNUKEPPNINNI í A-riðli íslandsmótsins, var fram haldið á grasvellinum í Njarðvík á miðvikudagskvöldið var. Þar áttust við ÍS. og Fram. Fóru hinir síðarnefndu með stóran sigur af hólmi, 6 gegn 0. Eftir gangi leiks- ins er sá munur sízt of mikill. Framarar réðu öllu um gang hans og var stundum engu líkara en um hreina sýningu væri að ræða af þeirra hálfu, enda höfðu þeir, bæði leikni, hraða, snerpu og stað- setningar, langt umfram mótherja sína. Galli liðsins virtist samt vera, þrátt fyrir þessi sex gerðu mörk, ónóg skotfimi. Annars var liðið mjög jafnt og samstillt í leik sínum við ÍS; einna helzt bar á Jóhannesi Atlasyni og Baldri Scheving. Lið ÍS var með slappara móti í þessum leik, enda meira og minna lemstrað eftir leikinn við Víking nokkium dögum áður. Framlínan var svo að segja óvirk. Eini ljósi púnkturinn i henni var nýliðinn Róbert Magnússon. Vörnin var all- an ieikinn í sannkölluðu „akk- orði” vegna stöðugrar sóknar Framara. Bjargaði hún því sem bjargað varð, en lét Gottskálk, sem átti frábæran leik, um afganginn. Annars var stundum eins og að „hulinn verndarkraftur” hlífði marki ÍS. T. d. skeði það, að ein- um varnarleikmanni mistekst spyrna, þannig að knötturinn stefn- ir í hans eigið mark, en mótherji hleypur í því fyrir knöttinn og forðar því að hann hafni í netinu. Fram mætti mjög ákveðið til þessa leiks. Skoruðu þeir strax á fyrstu mínútu, svo greinilegt var að þeir ætluðu sér ekki að láta „harmleikinn” gegn Haukum end- urtaka sig, en þeir töpuðu lionum sem kunnugt er. En eftir að hafa séð lið Hauka í leik, gegnir mik- illi furðu hvernig það hefur get- að hent. En skýringin á því er varla önnur en hin sígilda setning í knattspyrnuheiminum, að „allt getur skeð í knattspyrnu.” - emm. tððan í I. deild, og í II. deild. þessi Staðan í 1. deild er öftir leiki helgarinnar: íeílavík:KR 2:1 (1:0) AkureyrhAkranes 2:1 (2:0) VALUR AKRANES AKUREYRI ÞRÓTTUR Staðan A-riðilI: HAUKAR FRAM VESTM. SUÐURNES 2. deild er þessi: B-riðilI: Breiðablik: FH 2:1. 4 3 1 0 6:3 7 ÍSAFJ. 4 2 0 2 7:7 4 FH 4 1 0 3 5:7 2 KS 2 0 1 1 2:3 1 MHHHHMHMtMHWMMMV Akureyri sótfi meira og sigraði Akranes 2:1 NÆRRI TVO þúsund Akureyr- ingar sáu lið sitt vinna fyrsta sig- urinn i I. deild á þessu sumri, er liðið mætti Akurnesingum á sunnudaginn. Akureyringar léku undan örlitlum vindi í fyrri hálf- leik og skoruðu tvö mörk. Akur- nesingar gerðu eitt mark í síðari hálfleik og fleiri urðu mörkin ekki. Sigur Akureyringa var verð- skuldaður. Þeir áttu mun fleiri tækifæri og sýndu sinn bezta leik á keppnistímabilinu. Á 15. mínútu átti Kári Árnason skot að marki. Akurnesingur ver á linu, en boltinn lendir aftur til Kára og hann sendi hann yiðstöðu laust í netið. — Rétt fyrir hlé skallar Skúli Ágústsson að marki Skagamanna, hrekkur boltinn í þverslá og fyrir fætur Steingríms, sem skorar óverjandi. Síðari hálfleikur var jafnari, þó áttu Akureyringar fleiri tækifæri, en tókst ekki að skora. Akurnesingum tókst loks að skora á 20. mínútu síðari hálfleiks, er há sending kemur að marki Ak- ureyringa, Samúei markvörður og annar varnarmaður norðanmanna, ásamt Birni Lárussyni eiga í bar- áttu um knöttinn, en þeim síðast nefnda tekst að spyrna honum í netið. Eins og fyrr segir var sigur Akureyringa mjög verðskuldaður, þeir sóttu meira og áttu mörg upp [pg dæmtii vel lögð tækifæri, en tókst þó aðeins að nýta þau tvívegis. Sem dæmi um sóknarþunga Akureyringa má geta þess, að þeim voru dæmdar um 20 hornspyrnur, en Akurnes- ingar fengu aðeins tvær. Jón Stefánsson lék nú aftur með liði sínu eftir meiðsli undanfarið. Liðið er jafnt og enginn skarar fram úr. Rikharður lék með Akraneslið- inu, en fór út af rétt fyrir hlé. Jón Leósson varð að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla I upphafi síðari hálfleiks, en Jón var einn bezti leikmaður Akurnesmga. Dómari var Hreiðar Ársælsson |L0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. jýní 1966 Fram lék sér að IB Suðurnesja 6-0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.