Alþýðublaðið - 20.08.1966, Page 2
siáastliána nótt
MOSKVA: Pravda réðist í gær harðlega á nokkur norsk blöð
og telur þau með skrifum sínum spilla sambúð Sovétríkjanna og
Noregs. Einkum er ráðist á Noregs Handels og Sjöfartsdning og
Aftenposten. Segir að þessi blöð séu málgögn Atlantshafsbanda-
lagsins og skrifi þau sifelldan róg um Sovétríkin og geri mikið
úr hættunni að austan, sem ekki á við nein rök að styðjast. Einn-
ig segir að þessi blöð leggi blessun sína yfir að herstöðvar eru
byggðar víðsvegar um Noreg og er látið að því liggja að kjam-
orkuvopn séu geymd í þessum herstöðvum.
PHILADELPIIIA: 26 ára gamall borgarstarfsmaður hefur verið
hahdtekinn af alríkislögreglunni og ákærður fyrir að hafa hótað
að myrða Johnson forseta og ríkisstjóra Pennsylvaníuríkis, Scran-
ton. Einnig hefur hann skrifað yngstu dóttur forsetans, Lucy, hót-
unarbréf svo og fjöldamörgum öðrum þekktum persónum. Það
liefur tekið marga mánuði að komast að hver sendi þessi hótunar-
bréf en fullsannað þykir nú hver skrifaði þau og er ákæran gegn
manninum í 27 liðum.
ISTANBUL: Eitt þúsund manns hafa látið lífið í miklum jarð-
skjálftum, sem gengið hafa yfir austanvert Tyrkland í gær og
fyrradag. Nokkrir bæir á jarðskjálftasvæðinu eru fullkomlega í
rústum, og óttast er að tala látinna sé miklu hærri en látið hefur
\erið uppi, en erfiðlega hefur gengið að hafa samband við mörg
þorp og bæi.
BRUSSEL: Lögreglan í Brussel hefur handtekið níu skemmd-
crverkamenn, sem eru i félagsskap flæmskra þjóðemissinna. Hver
þessara manna hafði í fórum sínum tímasprengjur og var ætlunin
«ð sprengja þær í nokkrum borgum landsins á sama tíma, eða í
fyrralcvöld.
Góðaksturskeppni
haidin á Akureyri
BINDINDISFÉLAG ökumanna
á Akureyri efndi til góðaksturs-
teppni s.I. laugardag, 13. ágúst.
Framkvæmdastjórar BFÖ og
V.Á.V. (Varúð á vegum), þeir
Ásbjörn Stefánsson og Sigurður
Virkjun heita vatnsins á
Húsavík rædd í bæjarstjórn
Reykjavík — GbG — EJ.
Elns og kunnugt er af frétt-
tim, hafa staðið yfir boranir eft-
Ir heitu vatni á Húsavík með
'þeim árar.gri, að talsvert magn
af heitu vatni hefur fundizt þar.
Nú hafa þrjár borholur verið
prófaðar og gefa þær 1 sek-
úndulítra af 76 stiga heitu vatni,
6,6 sek.l. af 79 stiga heitu og
5,5 sek.l. af 94 stiga heitu vatni.
Siglufjarðar
Siglufirði — JM — OO
í gær var mesti annadagur sem
komið hefur á Siglufirði í mörg
<ár. Níu síldarskip komu eða voru
væntanleg með fullfermi. Saltað
var á öllum plönum sem starf
rækt eru og er tekin síld til sölt
unar af öljum skipum sem hing
að koma.
Haförninn kom í gærkvöldi með
18 þúsund mál að austan og var
löndun lokið um miðnætti og verð
ur skipið komið aftur á síldarmið
írf'’ í kvöld.
Líkur er á að auka megi vatns
magnið í ölum holunum. Áætl
anir eru uppi um að útvega
sterkari dælur til prófana og
endanlegrar virkjunar.
Á sameiginlegum fundi bæjar
ráðs og hitaveitunefndar Húsa-
víkur í gær, voru mættir Einar
Jónsson, tæknifræðingur og
Jens Tómasson, jarðfræðingur
Á fundinum var heitav.leit Húsa
víkurbæjar tekin til umræðu.
Jens Tómasson gaf munn-
lega skórslu um ný-framk'ræmda
rannsókn á borholum þeim, sem
rannsakaðar voru á sl. vetri í
Laugardal og á Húsavíkurhöfða.
Laugardalsholan hafði verið
prófuð með 16 klst. dælingu.
Vatnsmagn reyndist 5,6 lílrar á
sek. og hiti vatnsins 79 stig.
Opinber heimsókn
Landbúnaðar- og sjávarútvegs
málaráðherra Sambandslýðveldis
ins Þýzkalands, Hermann Höckerl
er væntanlegur í opinbera heim
sókn til íslands dagana 30. ágúst
til 3. september í boði ríkisstjórn i
arinnar. í fylgd með ráðherranum i
verða dr. Meseck, fiskimálastjóri
og dr, Eisenkramer, fulltrúi.
Dælan flutti ekki meira en
þetta magn, en líkur eru til, að
holan gæti gefið meira.
Beitarhúsaholan var og próf-
uð. Gaf hún 1 sek.l. af 76 stiga
heitu vatni. Sömuleiðis eru lík
ur tií, að hún gæti gefið meira
vatn, 'HáhöfSaholan hafði áður
verið prófuð og gefið 5,5 sek.l. af
Framhald á 14. siðn
Hljóp á bíl
Rvlk, — ÓTJ.
Þriggja 'ára drengur slapp lít
ið meidur frá því að hlaupa á bíl
á mótum Bústaða- og Réttarholts
vegar í gærdag. Hann hljóp aftur
undan kyrrstæðum vörubíl og lenti
á hlið fóiksbifreiðar sem var á
leið framhjá. Bifreiðin snarheml
aði og sá stutti féll í igötuna, en
s! np með nokkrar skrámur, Flest
uTnferðarslys á bötmum ske á
benn hátt að þau hlauna skyndi
\pirn út á götuna. Það verður því
efrki nógsamlega brvnt fvrir öku
mönnum að gæta sérstakrar vai’
úðar begar farið er framhjá kyrr
stæðumi bifreiðum.
Ágústsson höfðu komið frá Reykja
vík til aðstoðar við undirbúning
og framkvæmdir. Eftir langstæða
leiðindatíð var veður hið bezta
þennan dag, og bæjarbúar því
mjög bundnir við sitt nauðsynja
verk eða skemmtiferð með fjöl-
skyldunni. Meðfram þess vegna
varð þátttaka minni en ella og
mun erfiðara að fá fólk til starfa,
en svona keppni útheimtir marga
til aðstoðar, eða 50—60 manns,
ef vel á að vera. Þegar á hólm-
inn kom rættist þó sæmilega úr
þessu, þótt seinna yrði byrjað,
ætlað var.
Þátttakendur urðu 12 og stóðu
allir sig vel í mörgum greinum,
þótt út af bæri hjá sumum í veiga
miklum atriðum. En keppnisraun-
ir voru mjög margar, bæði varð-
andi réttan akstur, þekkingu á
vél og ökureglum, ásamt leikni
við stjórn bifreiðarlnnar. Ekin var
ein hringferð um bæinn, þar sem
verðir voru staðsettir á mörgum
stöðum til að fylgjast með, hvern-
ig var snúist við verkefnum í
hverjum stað og þau af hendi
leyst, svo og að svara spurning-
um.
Einkunnagjöfin í svona keppni
er þess eðlis, að bezt er að fá
sem lægsta tölu, gefin er talan
1—30, eftir því, hve verkefnið er
laklega af hendi leyst. T.d. ef svar
vantaði við einni spurningu af
fjórum. var gefin einkunn 2, en
ef öllum var rétt svarað gafst 0
Framh
Biskupsvígsla
i Skálholti
Ákveðið hefur verið að vígsla
hins nýkjörna vígslubiskups í Skál
iholtsbiskupsumdæmi forna, séra
Sigurðar Pálssonar, fari fram í
Skálholti, sunnudaginn 4. septem
ber næstkomandi. Nánar verður
þetta auglýst síðar
omicrr
is Reykjavíkur
Að venju minnist Árbæj
arsafn afmælis Reykjavíkur
18. ágúst með nokkrum há
tíðabrigðum um þessa helgi
í dag (laugardag) sýnir Þjóð
dansafélag Reykjavíkur viki
vaka og þjóðdansa á sýningar
pallinum kl. 4, en á morgum
kemur Lúðrasveit Reykjavík
ur í heimsókn á sama tíma,
kj. 4 og leikur undir stjórn
Páls P. Pálssonar. Félagar lír
glímudeild Ármanns munu
þar eftir svna íslenzka glímu
á sýningaroallinum. Aðgangs
eyrir er kr. 20,— fyrir full
orðna, kr 10— fyrir börn.
Safnsvæðið verður onnað kl.
2.30. Strætisvagnaferðir eru
með Lögbergsvagni kl. 2.30
og 3,15. með rafstöðvarvagni
með viðkomu við austurhlið
túnsins kl. 3, 4 og 5. Kaffi
veitin oer verða í Dillonshúsi
að venju.
Kaldal
sýnir
Reykjavík — OÓ.
Jón Kaldal opnar í dag ljós-
myndasýningu í sýningarsal
Menntaskólans við Bókhlöðustíg.
Nefnist sýningin Svart og hvítt
Er þetta fyrsta einkasýningin sem
Kaldal heldur, en hann hefur tek
ið þátt í fjölda samsýningum er
lendis.
Á sýningunni eru alls nær 90
myndir, teknar á ýmsum tímum
Sumar þeirra alveg nýjar af nál
inni, hin elzta þeirra er tekin ár
ið 1923. Þetta eru allt andlits
myndir teknar á ljósmyndastofu
Kaldals. Þama gefur að líta mörg
þjóðkunn andlit listamanna, stjórn
málamanna. flækinga að ógleymd
um hinum hárprúðu Hljómum.
Jón lærði ljósmyndasmíði hjá
Carli Ólafssyni á sínum tíma og
síðan starfaði hann í möng ár hjá
Jhinum þekkta liósmyndara Élfoldt
í Kaupmannahöfn Hann hóf rekst
ur á eigin Ijósmyndastofu að Lauga
Framhald á 14. síðu.
2 20. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ