Alþýðublaðið - 30.08.1966, Side 1

Alþýðublaðið - 30.08.1966, Side 1
Þriðjudagur 30. ágúst 1966 - 47. árg. 194. tbl. - VERÐ 5 KR. / . Næsti ráðherrafundur haidinn á Þingvðllum? Reykjavík, EG. Emil Jónsson utanríkisráö- herra, er nýkominn heim frá Danmörku, þar sem hann sat fund utanríkisráðherra Norð- urlanda, en slíkir fundir eru haldnir tvisvar sinnum á ári. Verður næsti fundur ráðherr- anna hér á landi síðari hluta aprílmánaðar næsta .ár og hef- ur jafnvel komið til tals að liann verði haldinn á Þingvölt- um, þótt ekkert sé enn ákevð- ið i þeim efnum,' að því er Emil Jónsson . utanríkisráð- herra tjáði Alþýðublaðinu í gær. — Þessi fundur var haldinn í Álaborg í Danmörku, - sagði VATNSSTRÍÐINU ER LOKIÐ: Samið á Seyðisfirði Emil, en það er í fyrsta skipti, sem utanríkisráðherrafundur er haldinn þar. Á fundinum ræddum vi'ð almennt viðJjjorfin í heimsmálum, og var þetta einskonar undirbúningur fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna, þar sem Norðurlöndin hafa samstöðu á mörgum svið- um, m.a. um kosningar í ýms- ar nefndir og ráð. — Mestur tími fór í almennu umræðurnar á þessum fundi, og þau mál, sem þar bar helzt á góma voru Víetnam, Suður- Afríka og nýuppkveðinn úr- skurður alþjóðadómstólsins í sambandi við Suðvestur Afr- íku. Einnig var talsvert rætt um sambúð ísraels og Araba- ríkjanna og vandamál í því sambandi. — Þetta var einskonar undir- búningsfundur og í lok hans var gefin út fréttatilkynning, og hefur meginefni hennar þeg ar birzt í blöðum hér og því óþarfi að endurtaka það. Á fundinum, sem hér verður haldinn i vor verður væntan- lega ekki rætt eins mikið um mál er varða Sameinuðu þjóð- irnar, en annars hefur ekki verið gengið frá dagskrá fyrir þann fund. — Eftir að fundi okkar lauk var haldinn viðræðufundur Fraxnhald á 15. síðu. Emil Jónsson Merk nýjung í umferðar- kennslu OSLÓ (NTB) Á þriðjudaginn 'hefur starfsemi sína í Osló félagsskapur, sem er sá fyrsti sinnar tegundar-í heim inum. Nefnist hann Umferðaklúbb ur barna, og geta öll börn, sem verða þriggja ára frá 1. júlí til áramóta verið með frá byrjun Foreldrar barnanna þurfa einungis að fylla út umsókn og senda hana inn, og verða börnin þá ókeypis meðlimir í fjögur ár. Klúbbur inn starfar þannig að á afmælis dögum sínum og mitt á milli þeirra þ.e. á h'álfs árs fresti, fá börnin send gögn sem kenna þeim um ferðareglurnar. Foreldrarnir þurfa að taka mikinn þátt í þessari um ferðarkennslu og verða því sum kennslugögnin æt.luð þeim. Ann ars eru kennslueövnin miðuð við aldur barnanna. Meðal þeirra eru níu hljómplötur, sem á eru söngv ar, þar sem börnin geta lært hvern iig þau eiga að haga sér á götum og vegum. Þá fá börnin einnig send litríkar gesta þrautjr,' mynd ir og litabækur. og ennfremur eiga þau að svara snurningum og senda inn lausnir á þrautum, sem lagða" verða fyrir bau, en réttar lausnir verða verðlaunaðar. Börn* eiga framvegis að geta gengið í klúbbinn jafnóðnm og þau verða þriggja ára gömul, Samkomulag náðist í fyrrinótt milli bæjarstjómar Seyðisfjarðar og síldariðnaðarfyrirtækjanna á staðnum um vatnsnotkun fyrr greindra fyrir tækja og munu þau greiða kr. 2.250.000.00 í fyrirhugað tengigjald fyrir 1. september n. k. Upphaflega var krafizt að fyr- irtækin greiddu 4. milljónir kr. í tengigjald. Samkomulagið er svohljóðandi: Samkomulag aðila í deilu uni tengigjald til vatosveitu Seyðis fjarðar. 1) Bæjarstjóm Seyðisfjarðar end. urskoði vatnsveitugerð og sérstak lega ákvæði um tengigjald og leggi breytinguna fyrir félags- málaráðuneytið til fullnaðarákvörð unar. 2) Benedikt Sveinsson hdl. fyrir hönd umbjóðenda sinna greiði upp í framlög til vatnsveitunnar kr. 2.250.000.00 fyrir 1. sept. n.k. 3) Bæjarstjórn Seyðisfjarðar gríþur ekki til lokunaraðgerða, enda falli lögbannsmál niður svo og öll eftirmál þeirra. Bæjarráð Seyðisfjarðar. Benedfkt Sveinson. Samningaviðræður stóðu yfir á Seyðisfirgi frá 'kl. 9 á sunnudags kvöld og til kl. 5 á mánudags morgun og náðist þá samkomulag um að loka ekki aftur fyrir vatn ið til síldariðnaðarfyrirtækjanna, en opnað hafði verið fyrir vatnið á föstudagskvöld eftir bráðabirgða samkomulag er n’áðist fyrr um daginn. Til stóð að loka aftur fyr uuwMuuuttuv. <uuuw Los Angeles (NTB-Reuter.) Hópur unglinga slasaðist i ó- látum sem urðu á hijómlekum' Bitlanna frægu, en þeir voru haldn ir á íþróttaleikvangi i borginni, Bitlarnir urðu að forða sér un ’an aðdáendum sínum í brynvöröjm bíl. Mörg hundruð unglingar flyikkt ust utan um bílinn og hindruðu að hann kæmist áfram. Á tíma var líf þeirra og limir i hættu, en þeim tókst loks að komast undan og leita hælis í skrifstofum í þróttavallarins. Var siðan fenginn brynvarður bíll og flutti hann Bitl ana tii gistihúss þeirt'a í Holly wood. Þegar ólætin hófust var í skyndi kallað á lögreglulið og komu nokkvið á þriðja tug lögreglubila á vettvang. 25 unglingar voru hand teknir, en enn er ekki vitað hvort þeir verða látnir sæta ákæru. Á Framhald á 15. síðu. Framhald á 15. síðu, Má bjóða ykkur kók? Hún er engin smásmíði kókflaskan sií arna, enda þarf þrjá til þess að hera hana. Þeir sem vilja komast í nánari kynni við licna ættu að bregða sér á lðnsýninguna, sem er opnuð í dag. Við segjum -nánar frá því á þriðju síðunni. (Mynd: JV).

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.