Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 15
Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband íslenzkra stúdenta erlendis gangast fyrir sameiginlegri kynningu á háskólanámi í Me'nfítaskólanum við Lækjargötu í Reykja vík í kvöld, þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20. Gefnar verða upplýsingar um nám í mörg- um námsgreinum við Háskóla íslands og fjöida erlendra háskóla. Allir nýstúdentar ag væntanlegir nemendur í efsta bekk Mermtaskólans næsta vetur vel komnir.. Fræðsl uskrif stof a n í Kópavogi Opnuð hefur verið Fræðsluskrifstofa Kópa- vogskaupstaðar. Hún starfar í Kársnesskól- anum (inngangur um austurdyr) og hefur síma 41863 — Fræðslufulltrúinn er Karl Guðjónsson og er viðtalstími hans fyrst um sinn á þriðjudögum og föstúdögum kl. 10- 12 árdegis. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 29. ágúst 1966. LögfaksúrskurBur Samkvæmt kröfu bæjarritarans í Kópavogi vegna Bæjarsjóðs Kópavogs, úrskurðast hér með lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreidd- um útsvörum og aðstöðugjöldum 1966, til Bæjarsjóðs Kópavogskaupstaðar. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, ef skil verða ekki gerð fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 23. ágúst 1966. Fvá bamaskólum HafnarfjarBar Skólarnir hefjast fimmtudaginn 1. septem- ber. Nemendur mæti í skólanum sem hér segir: 10 ára kl. 10 árdegis. 9 ára kl. 11 árdegis. 8 ára kl. 1.30 sídegis. 7 ára kl. 3 sídegis. 11 og 12 ára nemendur eiga að mæta föstu- daginn 23. september n.k. Skólastjóri. ' Þreyta (Framhald 7. síðu). að leika golf, eða komistu að því að þig langar ekkert til áð læra frönsku eða spila á gítar, skaltu taka hreina afstöðu og létta af þér farginu. Uppgerðarþreytan hverfur þá eins og dögg fyrir sólu. Ég vendi mínu kvæði í kross og minnist framkvæmdastjóra, sem ég hef hitt iðulega á undan- förnum árum. Það mætti ætla að hann hefði meira en nóg á sinni könnu þar sem hann stjórnar einu stærsta fyrirtæki þessa lands. En hann virðist aldrei vera í tíma hraki, hefur nægan tíma til að iðka sund hvern einasta dag og safna bókum, en á því sviði er hann viðurkenndur snillingur. Hann barmar sér aldrei yfir þreytu og leiða. Hann sagði mér að leyndardómurinn lægi í því, að hann skipulegði tíma sinn vand- lega veldi þau tómstundastörf sem hann nyti fullkomlega, en forðaðist allt auka arg. Eitt árið tók hann t.d. að sér fprmennsku á rekstri fylkisjóðs, en í stað þess að gera það að aukastarfi, sem hefði ofhlaðið hann svo störfum að bæði verk hans í eigin þágu og sjóðsins, hefðu orðið illa unn in, lét hann varaformann sinn taka við nokkru af sínum störfum á meðan hann stjórnaði sjóðnum. „Því það er svo," sagði hann. „að hver dagur hefur sinn ákveðna tímafjölda. Sé öllum þessum tím um þegar ráðstafað, er með öllu útilokað að fá aukatíma til við- bótar." Þvi er einhvern veginn þannig farið að þessir óþreytandi einstakl ingar hafa allan hugann við það sem þeir eru að fást við. Þeir skipuleggja allan sinn tíma og hafa því engar aukastundir Þeir væflast ekki um sjálfa sig og rembast við að ákveða hvað eigi að gera næst. Má vera að þetta fólk sé fætt viljasterkara en við hin, en ég efast um það, það hef ur aðeins betri og ákveðnari stjórn á tíma sínum. Hvað get- urðu gert sértu fórnardýr enda lausrar þreytu. Farðu í fullkomna líkamlega rannsókn. Líkur eru til að enginn likamlegur siúkdóm ur þjái þig. En rannsóknin veitir þér öryggi og þú skilur frekar hið rétta ástand þitt. Gerðu þér fullá grein fyrir daglegum störf- um þínum. Leggðu nákvæmlega niður fyrir þér hvernig þú notar tíma þinn. Skrifaðu síðan hjá þér allt sem þér finnst þig langa til að gera, en vertu ekki að hring- sóla í kringum það. Langar þig raunverulega til að gera þetta? Sé vandinn sá, að þig langar raun verulega ekki til neins, þá spurðu þig hvers vegna. Þig langar e. t. v. að hafa ljósmyndagerð sem tómstundavinnu en hikar vegna þess að þú kannt það ekki. En mundu þá, að þar er enginn of gamall til að læra fyrr en hann er dauður. Og forðastu einstæð- ingskap. Sumir eru síbreyttir vegna þess að þeir eru alltof mik ið útaf fyrir sig. Skipulegðu dag ana þannig að þú hafir alltaf eitt hvað skemmtilegt að hlakka til. Sértu í tilbreytingalausu starfi skaltu finna þér eitthvað til gam- ans að kvöldinu. Að hlakka til einhvers er-eitt af því, sem vek- ur hvað mesta ánægju í lífinu. Of mikil hvíld er varasöm blekk ing, sem þú skalt forðast. Sí- þreytt og leitt fólk fer oft fyrr^í rúmið en því er nauðsynlegt til þess að hafa úr sér þreytuna. Sé ekki um neinn líkamlegan sjúkdóm að ræða, bætir yfirdrifin hvíld ekki þreytuna á nokkurn hátt. Res'ndu að fá áhuga fyrir öðru fólki, þá ferðu smátt og smátt að gleyma sjálfum þér, sem er fyrsta skrefið til ánægjulegs lífs. línattspyrna Framhald af bls. 11. lega, var Anton Bjarnason mið- framvörður. Þrátt fyrir það þó allur leikur framlínu Fram í síðari hálfleikn- um væri ekki nema svipur hjá sjón, samanborið við þann fyrri, áttu hún þó möguleika til að bæta um markstöðuna, en þegar mest reið á, brást bogalistin. Þolið virtist ekki vera fyrir hendi og dugurinn entist ekki nema í 45 mínútur, svo að vel færi í liði Vestmannaeyinga var markvörðurinn, Páll Pálmason, sá sem djarfast barðist í fyrri hálf- leiknum, af varnarmönnum, auk miðframvarðarins, Viktors Helga- sonar, en þessir voru beztu leik- menn Vestmannaeyinganna. Lið- ið er skipað sterkum og stórum leikmönnum, sem að vísu eru dug legir, en skortir sem heild, mjög á samfelldan leik og knattmeðferð, sendingar voru og ónákvæmar. Hreiðar Ársælsson dæmdi leik- inn yfirleitt allvel. Lét þó í nokkr um tilfellum leikmönnum haldast uppi að varpa ranglega inn, auk þess a© vera með bakhrindingar og ólöglega ýtni. En slíkt er sjálf sagt ekki alltaf gott, fyrir dóm- arann að sjá eða fylgjast með. En hin rammvitlausu innvörp er næsta auðvelt að „taka á" enda er slikt með hvimleiðustu brot- um og eingöngu hreinu kæruleysi um að kenna hjá viðkomandi. EB. íþróttir Framhald af bls. 10 Spjótkast: Hafsteinn Eiríksson FH 47,92 m. Finnbjörn Finnbjörnsson ÍR, 46,09 m. Jón M. Björgvinsson FH 43,68 m. Snorri Ásgeirsson ÍR, 42,78 m. Hástökk: Hróðmar Helgason Á, 1,60 m. Guðjón Magnússon ÍR, 1,55 m. Ólafur Ingimarsson UMSS 1,55 m. Ásgeir Ragnarsson ÍR, 1,50 m. Ágúst ÞórKallsson Á, 1,50 m. Jóhannes Gunnarsson ÍR, 1,50 m. Langstökk: Halldór Jónsson KA, 5,87 m. Guðjón Magnússon ÍR, 5,75 m. Finnbjörn Finnbjörnsson ÍR, 5,59 m. DRENGIR: 200 m. hlaup: Sigurður Jónsson HSK 23,8 sek. Páll Dagbjartsson HSÞ 25,1 sek. Á^úst Óskarsson HSÞ 25,3 sek. Guðmundur Ólafsson ÍR, 25,6 sek. Gestur: Jóhann Friðgeirsson UMSE 24,8 sek. 800 m. hlaup: Siguiður Jónsson HSK 2:21,3 mín. Jóhann Friðgeirsson UMSE 2:22,5 mín. Guðmundur Ólafsson ÍR, 2:26,4 mín. Langstökk: » Einar Þorgrímsson ÍR, 6,17 m. Albert Eymundsson USÚ 5,95 m. Ágúst Óskarsson HSÞ 5,70 m. Steinþór Torfason USÚ 5,69 m. ?, \ Hástökk: Páll Dagbjartsson HSÞ 1,65 m. Einar Þorgrímsson ÍR, 1,60 m. Haiidór Matthíasson KA, 1,55 m. Jóhann Friðgeirsson UMSE 1,50 m. Guðmundur Guðmundss. USAH 1.50 m. Spjótkast: Páll Dagbjartsson HSÞ 45,19 m. Hjálmur Sigurðsson ÍR, 44,03 m. Örn Alexandersson HSH 41,59 m. Halldór Matthíasson KA, 38,88 m. Kjartan Kolbeinsson ÍR, 36,88 m. Gestur: Magnús Þ. Sigmundsson UMPN 49,56 m. Kringlukast: Páll Dagbjartsson HSÞ 41.93 m. Hjálmur Sigurðsson ÍR, 40,58 Tn. Kjartan Kolbeinsson ÍR, 39,31 m. Steinþór Tortason USÚ 31,59 m. Lárus Óskarsson ÍR, 27,17 m. RáMierrafundur •-'ramhald a I -ilídl- með fulltrúum utanríkisráðu- neyta Noregs, Sviþjóðar og Danmerkur og fulltrúum SAS og LofUeiða. Ég sat þann fund ekki, en ræddi þessi mál hins- vegar í einkasamtölum við ut- anríkisráðherra þessara landa og skýrði þar málstað íslands og Loftleiða. Ég átti tal við Kristján Guðlaugsson stjórnar- formann Loftleiða eftir að þessum fundi lauk, og var hann ánægður með andrúmsloí|ið á fundinum og þá ákvörðun sem þar var tekin að fresta frekarl aðgerðum þar til eftir IATA- fundinn í haust, þar sem verða almennar umræður um far- gjaldamálin. VatnsstríS Framhald af 1. síffu. ir vataið á hádegi í gær hefði sam komulag ekki náðst. Á Seyðisfirði eru tvær sfídar verksmiðjur, Síldarverksmiðiur ríkisins og síldarverksmiðjan Haf síld og fjórar söltunarstöðvar, Haf síld, Borgir, Sunnuver og Söltupar stöð Valtýs Þorsteinssonar. ' j * Vasagsjéfar '¦¦allilnM pt 1 4Í5U. slysavarðstofu vallarins var til kynnt, að þangað hefðu fjöimarg ir leitað um kvöldið til að fá gert að.s'árum sínum, en þegar Bitlarn ir hörfuðu inn í skrifstofurnar hafði unglingaskarinn gert árás á lögreglumennina og kastað 1 þá öllu lauslegu. l Fjölskyldufan^c!,si Frb. 2. síðu; itarlega, áður en ákvarðanir yrðu teknar. ,; Að undanförnu hafa mikiar umræður farið fram um það í sænskum blöðum, að hve miklu leyti það hafi skaðlag rhrif á refsifanga, að hann ver'íur-að búa við kynferðileg- bi ^dittdi. áskriHadminn er 1 ^00 30. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐI9 1§

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.