Alþýðublaðið - 24.05.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.05.1921, Blaðsíða 3
ALÞVÐUBLAÐIÐ 3 Aðvörun. í dag og framvegis verður settur straumur á háspentu línuna frá Elliðaárstöðinni inn til aðveitu- stöðvarinnar í Skólavörðuholtinu, og eru allir hér með varaðir við að koma nálægt þráðunum eða henda nokkru upp í þá, enda stafar lífshætta af. Allir staurar línunnar eru merktir með áletrun, er tilkynnir háspennu og lífshættu. Rafmag’nsveitan. •g á skrlfstofu samnlngsvlnnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrklð fyrlrtækið I Bjálparstóð Hjúkrunarfélagsint Likn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. n—12 f, h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga .... — 5 — 6 e, fe. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h, Útlenðar fréttir. Ógnrleg neyð í Kína. í bréfum frá norskum trúboð- um í Kína er sagt frá því, að þar sé nú ógurleg neyð í mörgum héruðum, sem vatn hefir fióð yfir og uppskera brugðist í, kveður svo ramt að neyðinni að fólk fyrirfer börnum unnvörpum. Var áður sá siður þar í landi, að fyrir- fara meybörnum, þegar þau þóttu of mörg, en þegar lýðveldið komst á var þetta bannað með lögum, en nú eru lögin brotin vegna þess hörmungarástands, sem áður er getið. Kolamenn í Ruhr-héraði og Stinnes. Kolamenn í Ruhrhéraðinu í Þýzkalandi hafa neitað að ganga að samningum þeim, sem fram- kvæmdarnefnd kolamanna hafði gert við námueigendur. Samning- urinn, sem meðal annars ákvað eftirvinnu, var þvingaður fram af böðlum Hugo Stinnes, sem nota Spa-samþyktina og kolaútlát Þjóð- verja til þess að halda eítirvinn- unni við lýði. Framkvæmdarnefnd kolamanna hefir gert áætlun um það, að láta eftirvinnuna hætta smátt og smátt, svo hún næsta ár verði alveg úr sögunni, en kola- menn hafa alment ekki viljað fall- ast á hana. Þeir eru farnir að þreytast á því, að altaf skuii drag- ast að þjóðnýta námurnar, og vilja nú hefjast handa. Og nú síðast eru þeir óánægðir með það, að framleiða kol fyrir Hugo Stin- nes, sem hann getur seit undir verði enskra kola, og þar með gert féiögum þeirra 1' Englandi erfiðara að vinna verkfallið. Þeg- ar þár við bætist líka, að Iaun þeirra eru smánariega lág. Það má því inuan skarams búast við tíðindum frá Ruhr-héraðinu. Metramálið í -Tapan. Japanar hafa, að því er fransk- ur fréttaritari segir innieitt metra- málið hjá sér. Bann. í Argentínu hefir stúlkum verið bannað, að koma í kirkju raeð bera handleggi og í fleignum kjólum. Brenði bteinn með ölln sem í var. Um mánaðatmótin brann sveita- bær einn skamt frá Bergen, og brunnu inni þrjár manneskjur, 6 kýr og allmargt sauðfé. Maður um þrítugt, sem fengið hafði hryggbrot hjá vinnukonunni, var tekinn fastur, grunaður um að hafa kveikt í bænum í hefndar- skyni við stúlkuna, sem þarna beið bana ásamt húsbændum sín- um. Evrópuierð Tagore. Indverska skáldið Rabindanath Tagore, sá er eitt sinn hlaut bók- mentaverðlaun Nobels, kom til Kaupmannahafnar fyrir nokkru og hélt fyririestur í háskólanum um menning Indverja. Hnappa? yfirdektir, ýmsar stærðir, Vesturgötu 48, áður á Hverfisgötu 60, Ásthildur Rafnar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ölafur Friðriksson. Frentsmiðjan Gutenbeig, Litla Búðin. Nýkomnar vörur: CIGARETTUR: Lucana »66*. Capstan í pökkum og dósum. Embassy f pökkum og dósum. Pall Mall. Ciysma. Nilometer. Maspero Specials. HOLLENSKIR VINDLAR: Carmen. Bonarosa. Denise. Traviata. Cubaneza (ekta Havana). Alt nýjar vörur. Afgreiðsla ilaðsins er f Alþýðuhúsinu við iacólfsstrseti og Hverfisgötu. Simi »88. Auglýsíngura sé skilað bangað <*k í Gutsnberg í siðasta iagi ki. <10 árdegis, þasE dag, sem þser að koma i blaðið. Áskriítargjald ein lir„ á tsánnði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. dadálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skii ú! afgreiðslunnar, að minsta koatí ársQórðungslega. Alþbi. kostar I kr. á mánuiS,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.