Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 17

Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 17
Öflun og miðlun upplýsmga Um þessar mundir á sér stað víðtækt starf að áætlanagerð, sem stefnir að því m. a. að treysta samstarf um framkvæmd Scandia-áætlunarinnar, — að koma upp kerfi til samskráningar á erlendum tíma- ritum í norrænum bókasöfnum — og glæða samvinnu á sviði vélvæðingar og sjálfvirkni í söfnum almennt. Jafnframt er unnið að myndun samtaka í nýju formi, er njóti opinbers tilstyrks og hafi að markmiði að efla samvinnu milli norrænna rannsóknarbókasafna og upplýs- ingamiðstöðva. Fundurinn vill leggja ríka áherslu á, að greitt sé, svo sem framast má verða, fyrir þátttöku Islendinga í þessum nýju samtökum. # # # Trúlega hafa fleiri en undirritaður þá reynslu af þátttöku í fundum norrænna starfsbræðra, að Islendingar eigi á þeim vettvangi mikilli velvild og vináttu að mæta. Hins vegar er því ekki að neita, að ókunnugleiki á aðstæðum öllum hér á landi hefur sett eðlilegu samstarfi nokkrar höml- ur. Margir sjá ísland í einhvers konar róm- antískum ljóma, sem líklega á a.n.l. rætur að rekja til þess, sem fólk las í skólabókum sín- um á unglingsárunum. Aðrir hafa þá tilfinn- ingu, að sakir smæðar þjóðarinnar sé þess vart að vænta, að hér séu skilyrði til menn- ingarlífs í líkingu við það, sem gerist meðal stærri þjóða. Og vitanlega skapar lega lands- ins og smæð þjóðarinnar okkur nokkra sér- stöðu. Hins vegar eigum við að mörgu leyti við sambærilegan vanda að fást og starfs- bræður nágrannaþjóðanna, og er mikil- vægt, að menn fái metið rétt, hvaða viðfangs- efni séu þannig vaxin, að þátttaka íslend- inga sé raunhæf og hafi gildi, og þá bæði fyrir íslendinga sjálfa og samstarfsþjóðirn- ar. Með auknum samskiptum, þ. á m. ferð- um norrænna bókavarða hingað til lands, hlýtur skilningur á þessum þátturn að glæð- ast. Mál þurfa að skipast svo, að virk þátt- taka íslendinga þyki sjálfsögð og eðlileg, þar sem hún á við. Eg er ekki í vafa um, að sá fundur, sem hér hefur lítillega verið sagt frá, sé spor í þá átt. Við fundarslit sagði John Brandrud, for- maður NVBF, m. a.: „Þetta er fyrsta ráð- stehra sinnar tegundar, sem haldin er á ís- landi, og er því merkur áfangi í samstarfi norrænna bókavarða. Ráðstefnan hefur að efni til verið þátttakendum mikils virði. Með henni hefur stofnast til faglegra og per- sónulegra tengsla milli bókavarða frá ís- landi og öðrum Norðurlandaþjóðum, og íslenskir starfsbræður hafa orðið virkari þátttakendur í starfsemi sambandsins en áður.“ 17

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.