Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 3

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 3
Að eignast Island Viðtal við Björn Sigfússon fyrrverandi háskólabókavörð. Dr. Björn Sigfússon var kjörinn heiðursfé- lagi Bókavarðafélags íslands á síðasta lands- fundi. Þvi þykir þessu riti fengur í að birta viðtal, sem ritstjóri blaðsins átti við hann fyrir skömmu. Eins og kemur fram hér á eftir hefur hann allan starfstíma sinn verið áhugasamur um bókasafnsmál og stefnu- mótandi að nokkru á því sviði. En dr. Björn hefur verið þjóðkunnur maður svo lengi þeir muna, sem komnir eru á miðjan aldur, og þjóðsagnapersóna hin siðari ár. Er hér á eftir vikið að ýmsum þáttum lifs hans og starfs fram að þeim tíma er hann lét af em- bœtti hinn 1. september sl. Dr. Björn, vilt þú ekki í upphafi skýra frá œttum þinum og uppruna? Ég er Norðlendingur, kynjaður milli Langanesstranda, Möðrudals á Fjöllum og Hafgrímsstaða. Þar í Skagafirði bjó karllegg- ur minn á 16., 17. og 18. öld, þokaði sér svo til Árskógsstrandar, en 1827 norður í Grenj- aðarstaði og sat þar í héraði síðan. En ef segja má, að kvenleggir séu vissari að rekja, þá voru ömmur mínar og formæður þeirra undantekningarlítið hálendisbúar innan sjónmáls við Dyngjufjöll og Kverkfjöll ofan- vert í héraði. Meðal forfeðra minna voru Jónar tveir, sem Þingeyingar rekja Mýrarætt og Hlíðarætt frá, en þær ættir fylla víst tug- þúsundir að fólkstölu nú. Þeirra krakkar lifðu nefnilega oft þegar aðrir dóu. Og ef lífseigja er höfuðkostur íslendinga á þeirri tíð, þegar meirihlutinn dó af barnasjúk- dómum, þá er nú höfuðkostur þessara ætta talinn. Ég hef verið nógu lengi innan um ættfróð gamalmenni til þess að geta skynjað mig sem einn dropann flotinn úr þeim sandi fyllta sjó, sem kynstofnsarfur í alþýðu okkar er. Undanfarna áratugi hefur mikið verið tal- að um þingeyska menningu. Hvað telur þú að hafi einkennt hana mest þegar þú varst að alast itpp? Því er erfitt að svara. En ef til vill var það viðleitnin og eftirsóknin, samfara að- ferðum til þess að nýta vel námshungur sitt og hafa gagn en sjaldan tjón af minni- máttarkenndum. Stundum fór ég að hugsa mér það, þegar ég var kaupamaður í Húna- vatnssýslu, hvort það hefði ekki verið gagn- 35

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.