Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 5
MERKISAFMÆLI Borgarbókasafn 60 ára Borgarbókavörður og lánþegar teknir tali t tilefni af sextíu ára afmœli Borgar- bókasafns Reykjavíkur átti tíðindamaður Bókasafnsins eftirfarandi viðtal við borg- arbókavörð, Elfu-Björk Gunnarsdóttur, þriðjudaginn 22. febrúar 1983. — Hvar var safnið fyrst ti! Iiúsa, Elfa- Björk? Alþýðubókasafn Reykjavíkur, eins og Borgarbókasafnið hét fyrst, var opnað á Skólavörðustíg 3. (Það hús er ekki lengur til.) Eftir fjögur ár var safnið komið í Ingólfsstræti 12 og þar var aðalsafnið til 1952, en þá flutti það I Esjuberg í Þingholtsstræti. Þar var það opnað í janúar 1954. Starfsemi aðal- safnsins lá því niðri í tvö ár, 1952 — 1954. — Og síðan hafa orðið einhverjar breytingar á húsnæði ykkar? Já, 1976 var lestrarsalur fluttur úr Esjubergi í núverandi húsnæði í Þing- holtsstræti 27. í lestrarsalnum í Esju- bergi voru 20 sæti en hér í Þingholts- stræti 27 eru um 30 sæti. 1981 voru skrifstofurnar fluttar hingað í nr. 27. Aðalsafnið er nú í þrernur liúsum í Þingholtsstræti, rúmlega 1000 m2 hús- næði. — En útibúin? í Vesturbænum er útibú við Hofs- vallagötu. Það hefur verið þar síðan 1936. 1963 var útibú III opnað i 220 m- húsnæði við Sólheima og 1973 var útibú I flutt í húsnæði á neðri hæð Bústaða- kirkju. Stærð þess er tæplega 400 nr2. — Svo eru það bókabílarnir? Já, þar hefur farið fram veruleg út- lánastarfsemi. í dag á Borgarbókasafnið tvo bókabíla. Sá fyrri kom 1969, liinn síðari 1972. — Og þá erum við komin að Hljóð- bókasafninu. Hvenær byrjaði það? Borgarbókasafn og Blindrafélagið hófu 1975 starfrækslu útlánasafns fyrir blinda og sjónskerta. Það var til húsa í Hólmgarði 34 og í Hamrahlíð 17. Hljóðbókasafnið var lagt niður um síð- ustu áramót. þegar Blindrabókasafn ís- lands tók til starfa skv. lögum nr. 35/1982. Hið nýstofnaða Blindrabóka- safn verður að öllum líkindum til húsa í Hamrahlíð 17, húsi Blindrafélagsins. Elfa-Björk Gunnarsdóttir — Hvað starfa margir á Borgarbóka- safninu? Það eru 62 starfsmenn í 48,5 stöðu- gildi. Þar af eru um 10 bókasafnsfræð- ingar. — Hvenær er safnið opið? Frá 9—21 eða 63 tíma á viku yfir vetrarmánuðina. — Fyrir utan venjulega útlánastarf- semi þá gengst safniðfyrirýmissi annarri starfsemi? Sérútlán frá Borgarbókasafninu eru allmörg og má í því sambandi nefna: útlán í fangelsi, vistheimili, vinnustaði og til aldraðra að viðbættum útlánum í skip og báta sem njóta mikilla vinsælda. Þá er rekin sérstök heimsendingarþjón- usta fyrir fatlaða og sjúka og nefnist „Bókin heim“. Aðsetur þeirrar starfsemi er í Sólheimum. Fyriryngstu viðskipta- vinina eru upplestrar úr barnabókum á dagskrá eða sögustundir. Sú starfsemi er á þremur stöðum: í Esjubergi, Sólheim- um og í Bústaðasafninu. — Næst spyrjum við um útlán og bókakost. Hvað lánar safnið út margar bækur og hver er bókacignin í dag? Borgarbókasafnið á í dag 323 þús. bindi. Þar af eru 150 þús. í aðalsafninu. Útlán voru á árinu 1982 tæp 900 þús. eða milli 10—11 bækur á íbúa. 1982 voru keyptar nýjar bækur fyrir 2.6 millj. en samkvæmt fjárhagsáætlun 1983 eru bókakaup áætluð á 3.2 millj. Hér er aðeins uni 20% hækkun að ræða og er það knappasta sem sést hefur í mörg ár. — Hvernig er innkaupum hagað? 1981 voru keyptir 606 titlaraf erlend- um bókum á móti 284 íslenskum. En að sjálfsögðu er keypt miklu meira magn af bókum á íslensku. 1983 förum við hæst í 40 eintök af einstakri bók (skemmtisög- um). Af ljóðum kaupum við 2—8 eintök. Islensk barnabók eftir kunnan höfund er keypt í 40 eintökum. Fjölþjóðaprenl er ekki alltaf keypt, annars allar bækur á íslensku sem út koma. Innkaupin eru gerð af bókvalsnefnd og í henni eiga sæti 1 aðalfulltrúi og 1 varafulltrúi frá hverri útlánsdeild ásamt borgarbókaverði. Fundir í bókvalsnefnd eru vikulega. — Síðan 1%7 hefur nýbygging fyrir aðalsafn verið á dagskrá. Hvað er að frétta af byggingarmálum annarra deilda? Lóðin undir aðalsafnið við Kringlu- mýrarbraut er á sínum stað. Það er raunverulega það eina sem eftir stendur af allri þeirri vinnu sem búið er að leggja í teikningar og breytingar á teikningum. 1981 voru teikningar af aðalsafninu lagðar til hliðar. Hinsvegar er heldur bjartara þegar litið er til útibúanna. Nýtt útibú í Breiðholti III er í augsýn eftir u.þ.b. tvö ár. Þarna er unr tæplega 1000 m2 húsnæði að ræða og stefnt er að því að bókaeignin verði 40 þús. bindi, þegar það verður opnað. f Árbæjarsafni var búið að teikna viðbyggingu við félags- miðstöð en nýlega varákveðið að byggja ekki eftir teikningunum. Hætta varð við fyrirhugað útibú í þjónustukjarna fjölbýlishúss við Flyðrugranda, þegar ákveðið var að breyta mjög út frá upphaflegum teikn- ingum og átti þá bókasafnið ekki til- verurétt lengur í húsinu. í borgarskipu- lagi er rciknað með bókasafni í Selja- hverfi. — Nú er Borgarbókasafn flokkað eftir danska afbrigðinu af Dewey-kerfinu, þar sem flest önnur almenningsbókasöfn í landinu nota einhverja útgáfu af Dcwey. Er breytinga að vænta hjá ykkur? 5

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.