Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 11
SKIPST A SKOÐUNUM samræmi við kröfur tímans og auka kostnað lánþega til að notfæra sér þessa þjónustu, eru því í andstöðu við vilja Menningar- og vísindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Þó eru til þeir menn, er vilja ganga enn lengra en háttvirtur meirihluti borgarstjórnar, sem tók þá ákvörðun að hækka lánþegaskírteini til fullorðinna úr 30 kr. I 100 kr. en það jafngildir hvorki meiri né minni en u.þ.b. 230% hækkun. í öðru tölublaði sjötta árgangs tímaritsins Bókasafnið er að finna grein eftir Jóhannes Helga, rithöfund, þar sem hann kunngerir: „Fyrir bók á að koma sama greiðsla og fyrir Vídeóspólu." (Það er athygli vert, að Jóhannes skrifar orðið vídeóspóla með stórum staf, en bók ekki). Hann segir, að leigu- gjald fyrir slíka spólu sé fimmtíu krónur á sólarhring, sem vel má rétt vera. Þessi skoðun Jóhannesar er vitaskuld í engu samræmi við það hlutverk almennings- bókasafna, sem þegar hefur verið reynt að útskýra. Öllu heldur má skilja orð hans svo. að almenningsbókasöfn eigi að vera tekjulind fyrir rithöfunda. „Það er mikill misskilningur ef bóka- verðir halda sig inna af hendi einhverja þjónustu við rithöfunda í landinu," segir Jóhannes. „Það er þveröfugt - eins og greiðslum til höfunda er hattað í dag." Ég geri fastlega rdð fyrir, að enginn sem í bókasafni starfar haldi sig vinna þar í þágu rithöfunda, en svo virðist sem Jóhannes Helgi ætlist einmitt til þess, þegar hann vill, að sérhver lánþegi greiði jafnvirði einnar vídeóspólu fyrir hverja bók, er hann fær að láni. Það er hin mesta fjarstæða að bera saman almenn- ingsbókasafn, sem rekið er af ríki eða bæ, og myndbandaleigu, sem rekin er af einkaaðilum. lýtur engum lögum og virðir engan höfundarétt. Það er hins vegar gildandi samningur Rithöfunda- sambandsins og viðkomandi yfirvalda um greiðslur til handa rithöfundum vegna afnota bókasafna af verkum þeirra. Það er því við þessa aðila að sakast en ekki þá, er starfa í bókasöfn- um. Myndbandaleigur, sem nær einvörð- ungu leigja menningarsnautt efni og gegna því á engan hátt menntandi hlut- verki eru því í raun fjandsamleg bóka- söfnum. sem þjóna fróðleiksþyrstum notendum. (Útdráttur úr grein, er birtist í Sunnudagsblaði Þjóðviljans 16.-17. apríl 1983, ásamt nauðsynlegum breyt- ingum). Hvað segja Danir frændur okkar um bókasöm og bókaútgáfu? I nýútkomnu riti sem ber heitið 12 þjóðsögur um bókasöfn fjallar einn kaflinn um þá staðhæfingu að bókasöfn spilli fyrir útgáfu og sölu bóka. Höfundur segir: I Danmörku er mikil og fjölbreytt út- gáfa, og margt bendir til þess að bóka- söfn, bæði beint og óbeint, skipti hér mjög miklu máli. Engar athuganir eða kannanir eru fyrir hendi, sem sanna að útlán bóka skaði bóksölu. Þvert á móti kemur í ljós, að þeir sem helst kaupa bækur, eru úr röðum þeirra sem eru tíðustu notendur bókasafna. Bókakaup safnanna sjálfra skipta miklu máli og fyrri ásakanir gegn bóka- söfnum, um að söfnin eyðileggi hið eðlilega jafnvægi bókamarkaðarins, hafa nú breyst í áhyggjur af minnkandi innkaupum safna vegna minnkandi fjárráða þeirra. I náinni samvinnu við grunnskóla, dagvistarstofnanir og fleiri stofnanir fyrir börn, vekja almenningsbókasöfn áhuga barna á lestri og móta góðar les- venjur barna og unglinga. Það er mikið verkefni að koma bók- um á framfæri við þann hluta þjóðar- innar sem ekki stundar bóklestur, verk- efni sem bókaútgefendur og bóksalar ráða ekki við. Bókasöfn aftur á móti leggja mikið á sig til að koma þessu í kring. Bókasöfn gegna miklu hlutverki í því að viðhalda og efla útgáfu barnabóka. Innkaup safna a góðum barnabókum ráða oft úrslitum um það hvort hægt er að gefa þær út. Bókasöfn hafa sérstakan áhuga á út- gafu góðra bókmennta, þ.e.a.s. einnig bóka, sem gefa útgefendum minna í aðra hönd. Dragi söfnin úr innkaupum þessara bóka, minnka útgáfumöguleik- arnir í það miklum mæli. að margir rit- höfundar og útgefendur munu missa áhugann á að f ást við annað en það, sem gengur í flesta. Fyrir margar bókaverslanir ráða inn- kaup safna úrslitum vegna þess hve mikið þau kaupa. Þetta á sérstaklega við í minni bæjum. og um bókaverslanir sem hafa sérhæft sig í innflutningi á er- lendum bókum. Tekið úr bókinni /2 myterom bihlioteker, Kbh., Bibliotek 70, 1983. Um greiðslur til rifhöfunda fyrir afnot af bók- um í almenningsbókasöfnum Lög og réglugerðir er varða greiðslur til rithöfunda fyrir afnot bóka í almenningsbókasöfnum: Lög um almenningsbókasöfn nr. 50/1976 (11. gr.) Reglugerð um Rithöfundasjóð íslandsnr. 84/1977 Greiðslur samkvæmt ofangreindum lögum 1' 1982 1983 Kr. 800.000 Kr. 1.200.000 Kr, 1.800.000 Viðmiðun vegna greiðslna til rithöfunda fyrir afnot af bókum. Danmörk Fjöldi binda Noregur Upphæð á fjárlögum sem miðast við a.m.k 5% af framlagi ríkis og sveitarfélaga til kaupa á bókum og öðru safnefni. Svíþjóð Fjöldi útlána Finnland , Upphæð á fjárlögum sem miðast við 5% af ríkisfram- lagi til almenningsbókasafna ísland Fjöldi binda Heimild: Ole Koch: Situation in countries of Continental Europe. (Library Trends. Spring 1981) 11

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.