Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 17
TAFLA 6: Útgáfustaður Land % Danmöik 0,6 Noregur 2,2 Svíþjóð 1,6 Finnland 03 Bretland og írland 16,9 Rómösk lönd í Evrópu 3,2 Germönsk lönd í Evrópu (nema A-Þýskaland) 10,2 Niðurlönd 2,9 Varsjárbandalagslönd 3,2 Bandaríkin 50,0 Kanada 3,5 Ástralía og Nýja Sjáland 13 Mið- og Suður Ameríka 03 Afríka 03 Asía 2,9 Upplýsingar ekki fyrir hendi 0,6 Samtals 100,0 Tafla 6 sýnir í hvaða landi tímarits- greinamar eru gefnar út. Það vekur at- hygli að helmingurinn er gefinn út í Bandaríkjunum og samtals 71,7% í enskumælandi löndum, en aðeins 4,7% greinanna eru gefin út á hinum Norðurlöndunum. Mismunurinn á prósentuhlutfalli þeirra greina sem gefnar eru út í ensku- mælandi löndum (71,7%) og þeirra sem skrifaðar eru á ensku (86,3%) stafar sennilega af því að enska er ríkjandi tungumál í heimi vísindanna og gegnir því hlutverki sem latína hafði fyrr á öldum þannig að tímarit eru gefin út á ensku utan hins enska málsvæðis til að greiða efni þeirra leiðina inn í hinn al- þjóðlega heim þekkingar og vísinda. TAFLA 7: íltgáfuár Tímabil % — 1800 03 1801 — 1900 0,6 1901 — 1950 5,7 1951 — 1960 7,7 1961 —1965 11,2 1966—1970 153 1971 —1975 19,4 1976 — 1978 23,9 1979—1980 153 Upplýsingar ekki fyrír hcndi 0,6 Samtals 100,0 Tafla 7 gefur yfirlit yfir hvenær efnið er gefið út. 58,6% þess eru gefin út eftir 1970 og 15,3% eru frá árunum 1979 og 1980. 85,1% þess eru gefin út eftir 1960. Þessar niðurstöður eru mjög eðlilegar þegar þess er gætt hve mikill hluti efnis- ins er á sviði raunvísinda og tækni þar sem framþróun er ör og eftirspurnin er mest eftir nýjum upplýsingum. TAFLA 8: Lönd sem efni að láni frá var fengið Land % Noregur 31,9 Bretland 29,9 Svíþjóð 253 Danmörk 33 önnurlönd 8,6' Upplýsingar ekki fyrir hendi 0,6 Samtals 100,0 Á töflu 8 kemur fram frá hvaða lönd- um efni var fengið að láni. Hlutdeild Noregs er þar mest eða 31,9%; í öðru sæti er Bretland nreð 29,9%. Hlutdeild hinna Norðurlandanna er 60,9% áf um- ræddum millisafnalánum fyrir árið 1980. Rétt er að benda á hér við hvaða reglur er stuðst er ákveðið er hvert senda skal beiðni. Samkvæmt ummælum um- sjónarmanns um millisafnalán á Há- skólabókasafni er tekið tillit til kostn- aðar og gæða þeirrar þjónustu senr veitt er. Þjónusta hinna Norðurlandanna og Bretlands (British Library Lending Div- ision eða BLLD) er sambærileg hvað varðar gæði. Hins vegar tekur BLLD Veraldarsaga í 21 bindi Politikens Verdenshistorie Ómissandi fróöleiks- og uppsláttarverk. Mannkynssaga nútímans í nútímalegum búningi Politiken forlag er að hefja útgáfu á mannkynssögu í 21 bindi, sem m.a. leysir af hólmi Mannkynssögu Grimsbergs (Verdenshistorie). I þessu nýja verki kemur fram árangur vísindalegra sagnfræðirannsókna nútímans og einnig eru bækurnar prýddar þúsundum mynda f lit og svart/hvítu. Myndir og texti er settur upp þannig að hvort skýri annað á sem bestan hátt. Útgáfutími Fyrsta bindið „Fra urtid til nutid", annað bindi, „Historiens rodder", og þriðja bindið „Flodrigerne" eru þegar komin út. Síðan koma út fjögur bindi á ári á u.þ.b. þriggja mánaða fresti þangað til allt verkið er komið út, vorið 1987. Nýjungar Fyrsta bindið felur í sér mjög áhugaverðar nýjungar, þar eru m.a. dregnar upp meginlínur sögunnar. Ritverkið i heild einkennist af samhengi atburða, þar sem lítið er á málin af viðum skilningi. Sagan er ekki lengur saga konunga og höfðingja, heldur er lögð áhersla á lífskjör manna í aldanna rás, akuryrkju, trúmál, hugmyndaþróun o.s.frv. Ávöxtur 6 ára undirbúnings Polltikens Verdenshistorie er skrifuð af 21 sagnfræðingi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Fihnlandi. Allir hafa verið valdirtil starfs vegna þekkingar og ritfærni. Meira en 7500 myndir og kort bæta við og kryfja 7000 síðna texta til mergjar, 6 ára undirbúningsvinna er grundvöllur þessa ritverks, sem er stærsta og best myndskreytta mannkynssaga sem gefin hefur verið út á Norðurlandamáli. LAUGAVEGUR118 V HLEMM TEL 29311 BLAÐAS BIÐSK HLEMMI - 15600 LÆKJARGATA 2 - 15597 ARNARBAKKI2 - 71360 17

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.