Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 20
SÖFNIN OG ÞJÓDFÉLAGIÐ Yfirlýsing Menningar- og vísindastofhunar Sameinuöu þjóðanna (UNESCO) um SKÓLASÖFN UNESCO og þjónusta skólasafna UNESCO, Menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna, var stofnuð til að vinna að friði og velferð nreð skírskotun til bæði karla og kvenna. Samkvæmt yfirlýsingu þeirri, sem hér fer á eftir, eru skóiasöfn mikilvægt tæki í árangursríku fræðslustarfi fyrir börn og unglinga, og menntun er mikilvægur þáttur í því að stuðla að friði og gagn- kvæmum skilningi milli manna og þjóða. Skólasöfn Árangursrík þjónusta skólasafna er höfuðnauðsyn, til að fræðslu- og upp- eldisstarf skóla megi ná settu marki, og nauðsynlegur þáttur í heildarþjónustu safna hvers lands. Virk þjónusta skóla- safns hefur eftirtalin markmið: — að styðja ætíð fræðslu- og uppeldis- starf skóla og örva nýjungar í skóla- starfinu; — að tryggja sem auðveldastan aðgang að fjölbreyttum gögnum og þjónustu; — að kenna nemendum undirstöðuað- ferðir í að afla sér fjölbreyttra gagna og nýta þau; — að gera þá að ævilöngunr notendum bókasafna til skemmtunar, fræðslu og símenntunar. Til að ná þessum markmiðum verður skólasafn að ráða yfir: — starfsliði, sérmenntuðu í uppeldis- og bókasafnsfræðum, með nægilega margt aðstoðarfólk sér við hlið; — nægurn safnkosti, þ.e. hagnýtum prentuðunr heimildum og nýsigögn- um; — húsnæði, sem rúmar safnkost og veitir greiðan aðgang að honum og auðveldar þjónustu. Umfang þjónustu skólasafna Þjónusta skólasafna á að veita og leggjatil: a) fjölbreytt úrval prentaðs máls og nýsigagna. Þennan safnkost þarf að meta, velja, kaupa og skipuleggja í samræmi við gildandi reglur til þess að gera hann aðgengilegri og tryggja, að hann verði notaður, og hindra, að keypt séu fleiri eintök en þörf er á. Prentaðar heimildir hafa verið hefð- bundið form fyrir varðveislu og miðlun þekkingar. hugmynda og upplýsinga. Bækur, tímarit og dag- blöð verða eftir sem áður mikilvæg- ustu gögn skólasafna. Hins vegar hefur ný tækni skapað ný form heimilda, senr verða sífellt meiri hluti safnkostsins. Hér rná telja prentað mál í smækkuðu formi, senr sparar rúm í geymslu og flutningi, kvik- myndir, skyggnur. hljómplötur, hljóm- og myndbönd, snertigögn (tactile objects), gagnasett og raun- sýni; b) gögn til að mæta sérþörfum úrvals- nenrenda og nemenda, sem þurfa lengri tíma til náms, og einnig sér- þörfum barna, sem stunda nám við ólík skilyrði; c) húsnæði, búnað og efni handa ein- staklingum og hópum; d) tækifæri til að njóta efnis, er veitir persónulega ánægju, afþreyingu og örvun hugans; e) heimildir, sem hvetja til rannsókna og bættrar námstækni; f) gögn til að hjálpa kennurum að auka fagþekkingu sína og til að auðvelda gerð námsefnis, notkun þess og endurskoðun. Samnýting heimilda I þessari yfirlýsingu er gert ráð fyrir, að nauðsynlegt sé að tekið sé tillit til alls samfélagsins við skipulagningu bókasafnaþjónustu. Allir sem eiga hagsmuna að gæta á þessu sviði, þurfa að starfa saman. Yfirlýsingin leggur megináherslu á að mæta þörfurn skólanema og kennara, þó að líta beri á skólasöfn og það svið, sem þeim er rnarkað, sem hluta af heildarbókasafnakerfi samfélagsins. UNESCO School Library Media Ser- vice Manifesto Baldur Ingólfsson þýddi I 20

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.