Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 21
NORRÆNT SAMSTARF Norræn endurmenntunar- námskeið fyrir bókaverði í júní 1982 skipaði Ráðherranefnd Norðurlanda norræna almennings- bókasafnanefnd til þriggja ára. 1 nefnd- inni eiga sæti fimm fulltrúar, einn frá hverju Norðurlandanna. Ennfremur starfar með nefndinni einn fulltrúi bókavarðaskólanna. Af íslands hálfu situr í nefndinni Andrea Jóhannsdóttir, aðstoðarbókafulltrúi. Varamaður henn- ar er Kristín H. Pétursdóttir, bókafull- trúi ríkisins. Hlutverk nefndarinnar er að koma á endurmenntunarnámskeiðum fyrir bókaverði í almenningsbókasöfnum. Margar tillögur um efni námskeiða hafa komið fram og ákveður nefndin hvaða námskeið skuli haldin hverju sinni. Hins vegar er það ósk ráðherranefndarinnar að á hverju ári verði haldið eitt nám- skeið um bókmenntir. Fyrsta námskeiðið á vegum nefndar- innar fjallaði um tölvumál almennings- bókasafna (EDB-baserte felleslosninger for folkebibliotekene), og var það haldið við bókavarðaskólann í Oslo 6. — 10. des. s.l. Þeir fimm íslenskir bókaverðir, sem námskeiðið sóttu voru: Hrafn A. Harðarson, Bókasafni Kópavogs, Hulda Sigfúsdóttir. Borgarbókasafni, Jón Sævar Baldvinsson, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu, Erla Jónsdóttir. Bókasafni Garða, og Jóhann Hinriksson, Bóka- safni ísafjarðar. Auk þeirra fór Kristín H. Pétursdóttir, bókafulltrúi ríkisins, og flutti hún erindi á námskeiðinu. Ofangreindir þátttakendur hittust síðan 23. mars á fundi í Reykjavík, sem bókafulltrúi og tölvunefnd bókasafna stóðu fyrir í sameiningu og ræddu stöð- una í tölvuvæðingu bókasafna. Fundinn sat einnig lektor í bókasafnsfræði, Sig- rún Klara Hannesdóttir, Margrét Geirs- dóttir, fulltrúi Þjónustumiðstöðvar bókasafna og Andrea Jóhannsdóttir. Ákveðið var að hafa annan fund í byrjun júní sem fjallaði um tillögur um stefnu- mörkun í tölvuvæðingu. Norræna almenningsbókasafna- nefndin hefur sett fram áætlun um námskeið 1983—85: 1983 1. 30. maí til 3. júní. Námsstefna um málefni innflytjenda og farandverka- fólks. Lögð verður til grunns nýútkomin norræn handbók um bókasafnsþjónustu við innflytjendur. Haldið af vinnuhóp um bókasafnsþjónustu við innflytjend- ur, í samvinnu við Bókavarðaskólann í Borás og Nordens folkliga akademi í Kungálv. 2. 12.—22. sept. Efni: Nýrri bók- menntir á sænsku, aðaláhersla á fagur- bókmenntir fydr fullorðna, einnig fjall- að um barnabækur og fræðirit. Haldið af Bókavarðaskólanum í Borás. 3. 10.—14. okt. Efni: Bókasafnsþjón- usta við fötluð börn bæði á stofnunum og utan þeirra. Haldið af Danska bóka- varðaskólanum, deildinni í Álaborg. 1984 1. Nýrri finnskar bókmenntir, aðal- áhersla lögð á fagurbókmenntir fyrir fullorðna, en einnig fjallað uni barna- bækur og fræðirit. Námskeiðið verður haldið af Bókavarðaskólanum í Tammerfors (14 dagar). 2. Bókasafnalöggjöf. Haldið af Há- skóla íslands, í tengslum við norræna bókavarðaþingið (1 vika). 3. Námsstefna um myndbönd. End- anleg ákvörðun um efni tekin síðar (2—3 dagar). 1985 1. Norrænar barnabókmenntir. Námskeiðið verður haldið af Danska bókavarðaskólanum í Kaupmannahöfn (3 vikur). 2. Stutt námskeið eða námsstefna. Efni óákveðið (2—3 dagar). Norræna almenningsbókasafna- nefndin biður bókaverði að senda inn tillögur um efni námskeiða. Ráðherranefnd Norðurlanda hefur sent bréf til allra Sveitarfélaga á Norðurlöndunum og beðið þau um að styrkja bókaverði sína til þátttöku á þeim námskeiðum sem nefndin heldur. KHP Setning norræns endurmenntunamámskeiðs í desember 1982 21

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.