Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 22
NORRÆNT SAMSTARF Engfl-norræna almennings- bókavarðaráðstefnan í Noregi, 9.-13. maí 1982 Þótt enska heitið og hið opinbera á þessari ráðstefnu sé Anglo-Scandinavi- an Conference þá ætla ég að leyfa mér að nota þessa yfirskrift, því til ráðstefn- unnar eru boðaðir almenningsbóka- verðir frá flestum Norðurlöndum, en ekki aðeins Skandinavíu, auk Englands. Frá íslandi fóru að þessu sinni 3 bókaverðir, þau Elfa Björk Gunnars- dóttir, borgarbókavörður i Reykjavík, Erla Jónsdóttir, bæjarbókavörður í Garðabæ og undirritaður. Frá Noregi voru 11 bókaverðir auk 4 umsjónar- manna, frá Svíþjóð 14, frá Englandi 12, Danmörku 11 og Finnlandi 4. Efni ráðstefnunnar var: „Hvaða þýð- ingu hefur ný tækni og nýir miðlar fyrir þjónustu almenningsbókasafna við samfélagið?“ Flutt voru átta erindi, sem fjölluðu um þetta frá ólíkum sjónar- hornum. Flest voru þau mjög áhugaverð og sum skemmtileg að auki. Yrði of langt mál að rekja efni þeirra hér og læt ég nægja að birta lauslega þýðingu á niðurstöðum umræðna, enda koma þar frarn flest mikilvægustu atriðin. Var fróðlegt að sjá hversu góðum árangri er hægt að ná með umræðuhópunt þegar vel erskipulagt. Þátttakendum varskipt niður í 6 hópa, sem hver um sig tók fyrir ákveðna þætti úr hverju erindi, en einn hópurinn hafði svo það hlutverk að taka saman niðurstöður. Að sjálfsögðu blómstraði félagslífið á kvöldin og í pásum, kneyfað öl og sungnir söngvar af hjartans list. Síðasta kvöldið var haldin skemmtun með dag- skrá frá flestum þátttökulöndum. Elfa Björk og Erla sungu íslensk lög og Elfa Björk las ljóð á íslensku við mikinn fögnuð. Sagði hún frá efni ljóðanna og höfundum þeirra. Leikið var á píano og flautu, og lesin ljóð á finnsku. Englend- ingarnir slógu síðan í gegn með leik- þætti, þar sem allir ensku bókaverðirnir tóku þátt, og var sérlega skemmtilegt að sjá Ken Stockham forseta breska Bóka- varðafélagsins koma fram í kjólgopa af Oliviu Spencer. Leikritið hét annars „Björgum Biblio Teku.“ Þá mun seint líða úr minni dagurinn sem við fórum til Trollhaugen, heimilis Edvard Griegs og hlýddum þar á nokkur verka hans leikin á píanó af mikilli list. Að lokum langar mig að flytja norsku víkingunum, sem stóðu í eldlínunni við undirbúning og rekstur þessarar ráð- stefnu, og þá sérstaklega henni Björgu Heie, alúðarþakkir. Lokaniðurstöður. 1. Eitt meginhlutverk almennings- bókasafna er að örva upplýsinga- streymi og efla meðvitund þjóðfé- lagsins unt mikilvægi upplýsinga. I því efni hefur almenningsbókasafn sérstökum skyldum að gegna gagn- vart íbúum sveitarfélaga. 2. Þjónusta almenningsbókasafna á að vera ókeypis. 3. Almenningsbókasöfn gegna lykil- hlutverki í fullorðinsfræðslu. Þeim ber að gegna þessu hlutverki með meiri samvinnu, bæði við þá sem starfa að fullorðinsfræðslu og fjöl- miðlun, með nánara sambandi og samráði, og með opnu og sveigjan- legu viðhorfi. Starfsemi almenn- ingsbókasafna verður að laga sig að breytilegum og nýjum þörfum. 4. Almenningsbókasöfnum ber að fullnægja upplýsingaþörf samfé- lagsins með því að hafa á boðstólum bækur, blöð, nýsigögn og reka tölvubanka sem höfðar til nánasta umhverfis, s.s. upplýsingaþjónustu fyrir daglegt líf og starf samfélags- ins, upplýsingar um fyrirtæki, þjón- ustu, menningamál og sveitar- stjórnarmál. 5. Allir skulu hafa jafnan rétt til að nota sér þjónustuna — almennings- bókasafn er miðstöð (terminal) al- mennings. Viðurkennt er að ný tækni getur bæði stuðlað að og hamlað að svo geti verið. Þjónusta við fatlaða skal hafa forgang, enda þótt kostnaður við slíka þjónustu verði ávallt í öfugu hlutfalli við fjölda þeirra sem njóta hennar. Nánara samstarf við fatlaða er nauðsynlegt. 6. Almenningsbókasafn á að vera hluti af upplýsinganeti, sem spannar allar tegundir bókasafna, svo og upplýs- ingastofnun. 7. Upplýsingaflóðið getur sett skorður fyrir aðgangi og notkun og bóka- vörðurinn ætti að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir það með því að sigta upplýsingarnar (eins og hann hefur gert með því að velja úr prentuðu efni), skilja hismið frá kjarnanum, byggja upp leitar- kerfi og meta árangur. 8. I þessu sambandi er nauðsynlegt að finna nýjar leiðir í notendafræðslu til að gera notendum kleift að nota þjónustuna til fullnustu. 9. Menntun og þjálfun bókavarða þarf stöðugt að endurskoða með tilliti til nýrrar tækniþróunar og áhrifa hennar á hlutverk og starfsemi bókasafnsins. 10. Þörf er á þrýstingi á yfirvöld sem ábyrg eru fyrir hljóðvarpi og sjón- varpi til að þau verði liðlegri í dreifingu útvarpsefnis til notkunar í bókasöfnunt. 11. Með tilkomu nýrrar tækni bera fullorðnirábyrgð á að þörfum barna sé sinnt. 12. Ný tækni skal vera þjónn, ekki hús- bóndi. Bókaverðir eiga ekki að hugsa unr hluti tengda nýrri tækni, heldur eiga þeir að nota tæknina til að framfylgja því sem komið hefur fram hér að ofan, þar sem bóka- verðir eru miðlar eða vegvísar í allt- umvefjandi upplýsingakerfi. Hrafn Harðarson, bæjarbókavörður í Kópavogi 22

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.