Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 25
___________________ÚR ÝMSUM ÁTTUM Samskrá um erlendan ritauka íslenskra rannsóknarbókasafna Eins og kunnugt er hefur Landsbóka- safn gefið út samskrá um erlendan rit- auka íslenskra rannsóknarbókasafna síðan árið 1970. Upphaflega lögðu 8 söfn til efni í skrána en nú síðustu ár voru þau orðin 13. Skráin hefur verið í tveimur hlutum, A-hluta um hugvísindi og B-hluta um raunvísindi, og komið út tvisvar á ári. Alls hafa komið út 24 hefti af hvorum hluta (nr. 23—24 í sama hefti). Spjöldunúm frá söfnunum hefur verið raðað í eina stafrófsskrá eftir höf- undum í Landsbókasafni. Á síðustu árum hefur útkoma skrár- innar dregist og t.d. kom ritauki frá júlí—des. 1980 fyrir A-hluta ekki út fyrr en í nóvember 1982. B-hluti fyrir árið 1981 koni út í einu lagi um svipað leyti. Ýmislegt hefur valdið því að ekki reyndist unnt að hafa þann kraft á þessu verki sem æskilegt hefði verið. Á vegum Tölvunefndar bókasafna voru upphaflega gerðar áætlanir um að tilraunir með tölvuvæðingu samskrár- innar gætu hafist á síðari hluta ársins 1982. Ýmislegt kom í veg fyrir það, m.a. seinkun á frágangi ísMARC-sniðsins. Samskráin hefur verið með sama sniði frá upphafi. þ.e.a.s. f flokkaðri röð án höfundarlykils og stundum hefur verið rætt um hvort hún þjónaði nógu vel til- gangi sínum miðað við þá fyrirhöfn sem lögð hefur verið í útgáfu hennar. Eins og er hefur hún einkum það hlutverk að veita upplýsingar um nýjustu aðföng safnanna en komið hafa fram óskir unr að hún væri gefin út í stafrófsröð til þess að hún kæmi að betri notum við milli- safnalán. Samkvæmt upplýsingum frá lands- bókaverði stendur til að hætta útgáfu skrárinnar í bili vegna fjárhagsörðug- leika en snúa sér frekar að samskrá um erlend tímarit. Slík skrá kom út hjá Landsbókasafni 1978 og viðaukabindi 1980. Verður byrjað á undirbúningi hennar innan tíðar og má búast við að söfnunum verði bráðlega send beiðni um að senda upplýsingar í ritið. Kl Skólasafniö. Bækur og tímarit fyrir skólasöfn í grunnskólum Nýlega komu út á vegum Bókafulltrúa ríkisins 2 rit varðandi skólasöfn: 1) Skólasafnið: meginhjálpartækið í skólastarfinu / Hulda Ásgrímsdóttir. — 2. útg. — 111 s. 2) Bækur og tímarit fyrir skólasöfn í grunnskólum: (stofnkostur). — 2. útg. (endursk.). — 81 s. — (Andrea Jóhannsdóttir, aðstoðarbókafulltrúi rík- isins, og Hulda Ásgrímsdóttir, skóla- safnafulltrúi við Fræðsluskrifstofu Revkjavíkurborgar, tóku saman list- ann). " VG Borgarbókasafn Reykjavíkur: Afmælisrit 1923-1983 19. apríl s.l. kom út Borgarbókasafn Reykjavíkur 1923—1983: afmælisrit. 1 ritnefnd þess sátu Bessý Jóhannsdóttir, Elfa Björk Gunnarsdóttir, Hulda Sig- fúsdóttir og Sigurður Helgason. Afmæl- isritið, sem er 64 bls. að stærð, er mjög vandað og prýtt fjölda mynda. Megin- uppistaða ritsins eru 3 greinar: Sigurður Helgason ritar um Borgarbókasafn í 60 ár, Elfa Björk Gunnarsdóttir um Borg- arbókasafn í nútíð og framtíð og Elín Pálmadóttir ræðir við Herborgu Gests- dóttur, starfsmann Borgarbókasafns í 43 ár. VG r Islensk bókaskrá í febrúar s.l. kom út íslensk bókaskrá 1981 ásamt fylgiritinu fslensk hljóðrita- skró 1981. Af því tilefni spurði tíðinda- maður Bókasafnsins Ólaf Pálnrason, deildarstjóra þjóðdeildar Landsbóka- safnsins, hvenær Islensk bókaskrá 1974—1978 væri væntanleg. Ólafur sagði að vinnu við endurskoðun texta íslenskrar bókaskrár áranna 1974 til 1978 hefði verið lokið í árslok 1981. Þær skrár eru til settar í blý í Gutenberg, en staðið hefur á uppsetningu letursteypu- vélar þar til að leiðrétta textann og setja nýjar færslur. VG ísMARC Árið 1981 var hafist handa um undir- búning á ísMARC. Dregist hefur að ganga frá ísMARC-sniðinu, en vonir standa til að handrit að því verði tilbúið í sumar. Tölvunefnd hefur fengið Sigberg Friðriksson bókavörð í Háskólabóka- safni til að ljúka því verki. Lesendum til fróðleiks skal þess getið, að með orðinu snið (e. format) er átt við reglur um röð- un efnisatriða í skráningartexta, sem sleginn er inn í tölvu. VG Röðunarreglur í lok síðasta árs komu út Röðunar- reglur / teknar saman af Skráningar- nefnd. - Bráðabirgðaútg. - Rv.: Þjón- ustumiðstöð bókasafna, 1982. — viii, 38 s. Við samantekt röðunarreglnanna var „stuðst við erlendar reglur og ýmsar venjur, sem mótast hafa í íslenskum skrám." Á næstu mánuðum kemur frá Skráningamefnd hinn alþjóðlegi skrán- ingarstaðall fyrir einefnisrit (1SBD(M)), og er búið að þýða staðalinn og safna íslenskum dæmum til leiðbeiningar um notkun hans, en eftir er að búa efnið til útgáfu. VG htauptuí BÓKASAFNK) 25

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.