Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 12
MERKISAFMÆLI Litið tíl baka — stofnun og fyrstu ár Félags bókasafnsfræðinga Guðrún Karlsdóttir bókavörður Háskólabókasafni Kristín H. Pétursdóttir bókafulltrúi ÞannlO. nóvember 1973 var Félag bókasafnsfrœðinga stofnað. Upphaf- lega varþað œtlun þeirra sem að stofnun þess stóðu að mynda deild innan Bókavarðafélags íslands, en við nánari athugun komu í Ijós ýmsir ann- markar á slíkri tilhögun ogfrá henni var horfið. Þyngst á metunum íþeirri ákvörðun var að aðild að Bandalagi háskólamanna vœri þar með úr sög- unni ogum leið möguleikinn á að eiga aðildað kjarasamningum. Um alllangt skeið hafði því verið rætt um nauðsyn þess að stofna sjálf- stætt félag og þar kom að nokkrir þókaverðir með þókasafnsfræðinám að þaki að tóku að sér að undirbúa stofnun félags og gera uppkast að lög- um þess. Undirbúningsstofnfundur var haldinn í Norræna húsinu 5. septem- ber 1973 og sátu hann þessir: Guðrún Karlsdóttir, Háskólabókasafni, Indriði Hallgrímsson, Háskólabóka- safni, Kristín H. Pétursdóttir, Bóka- safni Borgarspítalans og Sigrún Klara Hannesdóttir, skólasafnafulltrúi Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborg- ar. Auk þeirra sat fundinn Sigurður Líndal, prófessor, sem var ráðgefandi við lagasetningu og fundarstjóri. Á fundinum var kosin þráða- birgðastjóm og var hún þannig skipuð: Kristín H. Pétursdóttir, for- maður, Indriði Hallgrímsson, ritari og Sigrún K. Hannesdóttir, gjaldkeri. Ákveðið var að senda bréf öllum þeim, sem lokið hefðu háskólaprófi eða hliðstæðu prófi með bókasafns- fræði sem aðalgrein eða sérgrein og skyldu boðaóir til framhalds- stofnfundar 10. nóvember og gefinn kostur á að gerast stofnfélagar. Ennfremur ákvað stjómin að skrifa Bandalagi háskólamanna og sækja umaðildaðþví. Á stofnfundinum 10. nóvember voru félagslögin samþykkt með lítils háttar breytingum og stjórn kosin. Taldist þá félagið þar með formlega stofnað. Stofnfélagar voru 15 eða langflestir þeirra sem boðin hafði ver- iðþátttaka. Fyrsta stjóm félagsins var þannig skipuð: Kristín H. Pétursdóttir, for- maður, Guðrún Gísladóttir, varafor- maður, Indriði Hallgrímsson, ritari, Sigrún K. Hannesdóttir, gjaldkeri, meðstjómandi Kristín Indriðadóttir. Verkefni félagsins fyrstu árin voru 12 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.