Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 14
Bókasöfn í nýju húsnæði Bókasafn Nordur-Mngeyinga Loks hefur ræst úr húsnæðis- málum Bókasafns N-Þingeyinga. Safnið hefur fengið framtíðar- húsnæði í Núpasveitarskóla, gamla barnaskólanum við Kópa- sker. Stofninn að safninu gáfu Helgi Kristjánsson og Andreajónsdóttir í Leirhöfn árið 1952, og hefur það verið á heimili þeirra þar til nú. 1952 var safnið talið 7-8.000 bindi, en við það hefur bæst í gegnum árin. Nú hafa 3 lestrarfé- lög í Presthólahreppi verið sam- einuð því, og er safnið nú um 16.000 bindi. í Núpasveitarskóla er ætlunin að einnig verði rými fyrir byggða- safn og skjalasafn sýslunnar. Lokið er við að gera upp hús- næði bókasafnsins og aðra sam- eiginlega aðstöðu safnanna. Utlánasalur var opnaður í des. 1983, en síðustu bækurnar voru fluttar úr Leirhöfn í nóv. 1984. Húsnæði safnsins er 180- 200 m2 en heildarstærð hússins um 300 m2. Endurbætur á húsinu hafa heppnast nrjög vel. Á 1. hæð eru útlánasalur, vinnuaðstaða bókavarðar, geymsla, eldtraust herbergi og snyrting. Á 2. hæð er lesstofa með vinnuaðstöðu fyrir 2—3, en mikill hluti safnsins eru tímarit og annað efni, senr ekki hentar til útlána og nota verður í safninu. Einnig verður byggða- safnið á 2. hæð, en ekki er farið að vinna að endurbótum í því hús- næði ennþá. Lyfta var sett í húsið. Bókavörður er Helga Helga- dóttir. Safnið er opið þriðjud. kl. 17-19 og laugard. kl. 13—15. Andrea Jóhannsdóttir aðstoðarbókafulltrúi 1 0« i ,a 1 Ipl IwipM . 1 Bókasafn Norður-Pingeyinga hefur fengið framtíðarhúsnœði í Núpasveitar- skóla. 14 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.