Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 5
BÓKASAFNIÐ því að vera ákveðin í því h vaða sémám ég legði fyrir mig, mitt helsta vandamál var að ég hafði áhuga á svo mörgu. Úr þessu leystist á þann hátt að mágur móður minnar, sem er Walesbúi og mikill íslandsvinur, bauð mér til dvalar hjá sér í borginni Aberystwyth. Að þeirri dvöl lokinni dreif ég mig heim í sfldina til þess að afla mér tekna og hóf svo nám í ensku við Háskólann um ára- mótin 1963-4. Um vorið lauk ég fyrsta stigi í greininni og enn var haldið heim á Seyðisfjörð. Til Reykjavíkur kom ég ekki aftur fyrr en í nóvember þar sem fjölskylda mín tók sig upp og flutti búferlum þangað. Þessir tveir fyrstu vetur í Háskólanum nýttust mér því aðeins sem einn. Þarsem bú varstbyriuðíenskunámilá bá ekki beinast við að framtíöarstarfið yrðikennsla eða bvöingarstörf? Hvað olli bvíað bókasafnsfræðin varð fyrir valinu? Sumarið 1966 vann ég hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Þetta var mikið rigningarsumar og erlendu ferðamenn- imir voru síkvartandi, það var ekki til sá hlutur sem ekki var hægt að nöldra yfir. Ég var orðin yfir mig þreytt á þessu og um haustið þegar ég var að hætta varð mér að orði við gjaldkera Ferðaskrifstofunnar að nú ætlaði ég að skella mér í bókasafnsfræði til þess að þurfa aldrei fram- ar að sjá framan í fólk! Gjaldkerinn, kona sem hafði örugglega meira vit á bókasöfnum en ég um þessar mundir, lifnaði öll við og sagði mér að drífa mig á fund vinkonu sinnar, Kristínar H. Pétursdóttur, sem væri nýkomin úr framhaldsnámi í bókasafnsfræði erlendis. Hjá mér vaknaði forvitni og ég dreif mig til Krisu'nar - og þar með voru örlög mín ráðin. Krisu'n var og er mjög áhugasöm og ákveðin. Hún hvatti mig til að sækja um Fulbrightstyrk til framhalds- náms í bókasafnsfræði hvað ég og gerði. En til þess að komast út haustið 1967 þurfti ég að ljúka BA-náminu á einum vetri, tveim stigum í íslensku og einu í bókasafns- fræði - það samsvarar um 45 eininga námi í dag. Þetta tókst og haustið 1967 hleypti ég heimdraganum með styrk frá Delta Kappa Gamma gegnum Fulbright. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslu- störfum. Þessi samtök veittu mér aftur styrk síðar til þess að ljúka doktorsritgerðinni. Osnúna bvriar ævintvrið? Já, en satt að segja var útlitið í upphafi námsferilsins erlendis ekki glæsilegt. Styrkurinn var bæði tímabund- inn og staðbundinn, þ.e. við eiu ár og borgina Detroit í Bandaríkjunum þar sem allt logaði í óeirðum á þessum u'mum Víetnamstríðs, stúdentaóeirða o.fl. Til dæmis var tvisvar sinnum útgöngubann í borginni þennan vetur, eftir morðin á Martin Luther King og Robert Kennedy. Til marks um ástandið er það að við nemendumir í skólanum máttum ekki sitja úti við glugga í skólahúsinu vegna hættu á skotárás. Engin heimavist var við skólann þannig að ég þurfti að byrja á því að ftnna mér húsnæði. Það gerði ég hrein- lega með því að ganga á milli húsa í nágrenni skólans. Sú ganga bar árangur og ég tók á leigu litla íbúð. Hún var dýrari en ég hafði ráð á og eftir einn mánuð flutti ég í aðra íbúð ásamt stúlku sem nam lögfræði við skólann. Leigan var viðráðanleg en það voru hins vegar kakkalakkamir ekki. Það var bókstaflega ekki hægt að ráða niðurlögum þeirra, þeir vom alls staðar - í eldhús- og fataskápum, á baðinu, jafnvel uppi í rúmunum. Við flúðum um vorið. En ég hafði um nóg annað að hugsa en umhverfið í borg og íbúð, styrkurinn var bundinn við eitt ár í námi, eins og áður segir, og ég var að berjast við það sem aðrir sögðu óframkvæmanlegt - að ljúka mastersnáminu á þremur kennslumisserum - venjulegur U'mi var fimm Meistarapróf 1968. misseri. Mér tókst þetta en það átti eftir að draga dilk á eftir sér eins og sagt verður frá sx'ðar. Satt að segja hef ég alla U'ð séð eftir því að hafa lagt svona hart að mérþennan vetur, bæði varð undirstaðan í fræðunum ekki nógu góð og jafnframt varð dvölin í Detroit hálfgerð maruöð. Það á hins vegar ekki við um tímann sem ég var í Rochester en þaðan á ég mínar bestu minningar erlendis frá. í Rochester vann ég í upplýsingaþjónustunni við bóka- safn háskólans (Kresge Library of Oakland University) sem var frekar lítill á bandarískan mælikvarða, með u.þ.b. 4000 nemendur. Yfirmaður háskólans í Detroit vísaði gtér á stöðuna og til Rochester komst ég þrátt fyrir erfiðar samgöngur - háskólinn er utan við alla byggðarkjama. Ég var alls óvön að sækja um starf og við það bættist að yfirmaður- inn sem átti að ráða í stöðuna var ekki við. Ég hefði því líklega farið bónleið til búðar ef ég hefði ekki nefnt af tilviljun að ég gæti lesið 6-7 tungumál (Norðurlandamál, ensku, þýsku og frönsku). Þessar upplýsingar höfðu gífurlega mikil áhrif, svo mikil að yfirmaðurinn gerði sér ferð til Detroit daginn eftir til þess að ráða rexig. Lagði hann hart að mér að koma til vinnu í skráningardeildinni 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.