Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 6
BÓKASAFNIÐ cn það tók ég ckki í mál. Upplýsingaþjónustan var það scm ég vildi kynnast. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigð- um, þama var ákaflega gaman að vinna. Reyndar var mjög erfitt fyrir útlending að byrja í upplýsingaþjónust- unni. Háskólanemamir notuðu óspart slangur sem ég ekki skildi. “What do you have on kiddies lit?” (Hvað áttu um bamabókmenntir?) var t.d. ein spumingin sem ég man eftir. Upplýsingaþjónusta í Kresge Library. launin mín. Jafnframtþurfti ég, eftir u.þ.b. mánaðardvöl í Rochester, að flytja úr herberginu sem ég hafði á leigu og tók þá til bragðs að leigja mér heilt hús án húsgagna þar sem aðeins vom eftir 10 mánuðir af dvölinni í Bandaríkjunum og ekki auðvelt að leigja fullbúið hús- næði í svo stuttan tíma. Ég man eftir svipnum á húseigandanum þegar hann spurði mig um húsgögnin og fékk það svar að þau væru engin. Hann starði á mig og sagði svo: “You must be a drifter.” (Þú hlýtur að vera hálfgert rekald.) Þau vom mörg á hippatímanum! Þessu tóma húsi er tengd minning sem mér er sérlega kær. Þegar samstarfsfólk mitt á safninu firétti um vandræði mín var útbúinn listi yfir það sem mig vantaði og gekk hann síðan á milli manna á safninu. Allir áttu eitthvað aflögu og eftir viku var ég búin að fá allt sem mig vanhagaði um. Ég fékk meira að segja tvö rúm, annað hart en hitt mjúkt! Eldhúsáhöld hafði ég þama fleiri og nýu'skulegri en ég hafði áður kynnst og fínasta sófasett. Að vísu var áklæðið nokkuð snjáð en ég var búin að kaupa saumavél og saumaði nýtt. Það var meira að segja svo fínt að eigandinn seldi það fyrir dágóða upphæð eftir að ég skilaði því við brottförina frá Bandaríkjunum. Vinnufélögunum þótti sérlega gaman að koma í heimsókn og sjá þennan sundurleita húsbúnað, en mér leið alveg sérstaklega vel þama. Ég á ennþá listann sem gekk á milli á safninu. Bókasafnið var sérstök bygging á fjórum hæðum og þama unnu um 40 manns, þar af 8-9 bókasafnsfræð- ingar. Við vomm tvær í upplýsingadeildinni og höfðum hvor til hjálpar tvo háskólanema sem voru að vinna fyrir skólagjöldunum. Þeir komu úr hinum ýmsu deildum háskólans - ekki bókasafnsfræði því hún var ekki kennd við þennan skóla - og voru margir hverjir bráðsnjallir við að leita upplýsinga. Reglumar vom að vísu nokkuð strangar. Við bókasafnsfræðingamir máttum einir taka við fyrirspumum hvort heldur þær voru afgreiddar beint eða gegnum síma og við bárum ábyrgð á öllu því sem frá deildinni fór. Á tveggja vikna fresti var svo starfsfundur með yfirbókaverði safnsins þar sem við urðum að gefa fullkomna skýrslu um starfsemina, til dæmis hvaða stefnu við hefðum myndað í bókavali á handbóka- deildina. Allir urðu að sýna fmmkvæði og virkni, menn komust ekki upp með að láta reka á reiðanum og samskipti einstakra deilda voru alltaf til umræðu. Upplýsingaþjónustan var mjög víðtæk og virk, það var algengt að almenningur leitaði til okkar, sérstaklega gegnum símann, og listir og listamenn voru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Það var nefnilega árlega haldin listahátíð rétt utan við Rochester og mikið leitað til okkar um upplýsingar þegar verið var að undirbúa hana. Þér hefur bá líkað vel dvölin íRochester? 6 Þaðan á ég eingöngu góðar minningar. í vinnunni var ákaflega gaman og vinnufélagamir urðu góðir vinir mínir - við suma hef ég ennþá samband. Samgöngutæki voru nær engin svo að ég keypti gamlan bíl fyrir fyrstu En nú eru í vændum miklar brcvtinsará hösum bínum? Já, um mitt ár 1969 rann út dvalarleyfi mitt í landinu og þrátt fyrir boð um stöðu- og launahækkun varð ég að fara. í námsstyrknum fólst skuldbinding um að yfirgefa Bandaríkin, fara heim eða til einhvers þróunarlands og ég valdi síðari kostinn og fór til Perú. Ástæðan var sú að í skólanum í Detroit hafði ég kynnst eðlisfræðinema frá Perú og með honum fór ég. Við bjuggum okkur undir að setjast þar að og keyptum eins mikla búslóð og við gátum og sendum á undan okkur. Eftir tveggja daga dvöl í Perú veiktist ég af blóðkreppusótt, varð hrikalega veik, svo veik að ég hélt ég færi yfir um, ekki síst þar sem læknamir sem fyrst komu til mín vissu ekkert hvað að mér var. Mig minnir að sá fjórði í röðinni hafi greint sjúkdóminn og látið mig hafa rétt meðul. Eftir nokkurra vikna dvöl í Lima og Trujillo, heima- borg mannsins míns tilvonandi, ákváðum við að flytja upp í Andesfjöllin þrátt fyrir að ég væri enn mjög mátt- farin. Ég hafði lést um 10 kíló, gat varla staðið á fótunum og eftir að upp í fjöllin kom þjáðist ég af stöðugum höfuðverk vegna hins þunna lofts. Við bjuggum í Cajamarca, sem er indíánaborg í 3000 m hæð og er fræg fyrir það að þar drápu Spánverjar Atahualpa, síðasta Inkahöfðingjann, eftir að Inkamir höfðu fyllt eitt her- bergi af gulli og annað af silfri sem lausnargjald fyrir hann. í Cajamarca giftum við okkur og ennþá mátti ég búa um mig í tómu húsi, þangað til við fengum afganginn af búslóð okkar, en megninu af henni hafði verið stolið úr gámunum, meira að segja bestu fötin mín höfðu verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.