Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 7
BÓKASAFNIÐ Perú. tekin. Það var því mikill munur á þeim heimilisað- stæðum sem ég bjó við þama og í Rochester. Það gat verið heilmikið fyrirtæki að elda matinn. Þama var ég líka eina hvíta manneskjan og vakti óskipta athygli þegar ég fór út. Bömin voru vön að elta mig og syngja “gringa, gringa” (útlendingur, útlend- ingur). Ég vildi gjaman nýta menntun mína svo að ég skrif- aði til Unesco og spurðist fyrir um hvort stofnunin vildi styrkja áætlun um að koma upp bókasafni með það fyrir augum að gera eitthvert gagn í Cajamarca og nágrenni. Mér var vísað á stjómina í Perú en þar tekur mörg ár að koma málum gegnum kerfið. Þannig fór það. Maðurinn minn hafði kennarastöðu við háskólann og þangað leitaði ég eftir vinnu við bókasafnið. Þar var aðaluppistaða safnkostsins bókagjöf frá spítalaskipinu Hope og nýjustu bækumar voru 10-15 ára gamlar. Ég fór að skilja af hverju læknamir í Lima gátu ekki greint hvað var að mér. Þessi háskóli útskrifaði lækna, verkfræð- inga, lögfræðinga, alla sérfræðinga sem nöfnum tjáir að nefna - og nemendumir gátu ekki einu sinni lesið bæk- umar á safninu - þær vom aðallega á ensku en það mál gátu þeir fæstir lesið. Þama hafði ég bókstaflega ekkert til að vinna með annað en bækumar, engin ritvél var til, engir kjalmiðar, engin spjaldskrárspjöld og ég þurfti að standa í biðröð til þess að fá pappír. Hann klippti ég niður í venjulega spjaldastærð og handskrifaði skráninguna. Miklu fékk ég ekki áorkað við að skipuleggja safnið þar sem skóla- yfirvöldum þótti það ekki knýjandi verk - mér var sagt upp eftir mánaðarstarf og danskennari ráðinn í staðinn - hún var náin vinkona rektorsins! Eftir nokkurra mánaða dvöl í Cajamarca flutti ég til Trujillo, til tengdamóður minnar, sem var mér ákaflega góð. Hún kunni ekkert nema spænsku en talaði sífellt við mig og því lærði ég málið á mettíma. Til marks um það kom ég til hennar í september og í desember lagði ég fyrir borgarstjómina tillögur sem mér hafði verið falið að vinna - á spænsku - um þróun almenningsbókasafna- kerfis í Tmjillo. Mér er þessi fundur með borgarstjóm- inni minnisstæður. Hann var boðaður kl. 3 og á þeim tíma mætti ég en hitti enga sálu fyrir. Eftir nokkum tíma fóru menn þó að tínast inn, fyrst þeir lægst settu og síðan þeir sem meira máttu sín og allra síðast kom svo náttúrlega borgarstjórinn. Ut frá vinnu minni við skýrsluna og sjálfboðavinnu við að skipuleggja skólabókasafn við kaþólskan skóla í borginni, auk annarrar vinnu við þróunarverkefni sem stuðla átti að því að útrýma ólæsi í Trujillo og á sykur- ekrunum í nágrenninu, fékk ég svo spennandi tilboð um að verða tæknilegur ráðgjafi við hönnun háskólabóka- safns og endurskipulagningu á safnakerfí háskólans. Verkefni þetta átti að vinna á vegum Bank of Inter- American Development. Ég byrjaði í sjálfboðavinnu en átti að hefja launað starf þann fyrsta júní 1970. En bá tóku örlösin ítaumana? Já, það erekki ofsögum sagt. Daginn áður, þann 31. maí, fómst um 60.000 manns í jarðskjálfta í Perú. Skjálftinn, sem stóð eina mínútu, mun hafa verið um 8 stig á Richter og átti upptök sín í hafi, u.þ.b. 300 km ffá Trujillo. Þar fómst um 100 manns. í fjöllunum eyddust heilu þorpin. 31. maí var sunnudagur og við ætluðum að skreppa upp í fjöllin að gamni okkar. Þá brá svo við að bfllinn okkar vildi alls ekki í gang. Við fengum viðgerðarmenn en þeir gátu ekki fundið neina bilun. Daginn eftir rauk bíllinn svo í gang eins og ekkert hefði komið fyrir. En vegurinn upp í fjöllin stórskemmdist og heljarstór björg höfðu víða teppt hann. Þá gerðist ég forlagatrúar! Við urðum ekki fyrir persónulegu tjóni en tilvon- andi vinnustaður minn var í rúst. Fyrsta verkefnið sem ég fékk eftir skjálftann var að mér var falið að fara um rústimar og meta hvort ein- hverju væri hægt að bjarga og skila svo skýrslu. Auð- vitað var svo ekkert gert með þessa skýrslu. Ég man að ég stakk einu sinni upp á því í hópi háskólakennara að við tækjum til hendinni, hreinsuðum mesta draslið burtu og kennsla yrði svo hafin undir bemm himni. Loftslagið var ákaflega milt og þurrt þann- ig að þetta var alveg framkvæmanlegt ef vilji hefði verið fyrir hendi. Hann var það hins vegar ekki, menntamenn máttu ekki óhreinka hendur sínar við líkamlega vinnu og “gringan” varð nú “gringa loca” (vitlaus útlendingur). Háskólinn var ekki starfræktur næstu sex mánuðina. Síðasta verk mitt í Perú var að gera forskrift fyrir arkitekta um byggingu nýs háskólasafns, áætla pláss fyrir hverja deild, hvemig þær yrðu tengdar o.s.frv. Allir mínir draumar um að leiöbeina ófaglærðu fólki, koma skráningu og flokkun í eðlilegt horf og gera hinar ýmsu sérdeildir aðgengilegar nemum úr öðrum deildum, 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.