Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Síða 11

Bókasafnið - 01.02.1988, Síða 11
BÓKASAFNIÐ verja mína doktorsritgerð þrátt fyrir mikinn ferða- kostnað og há skólagjöld. Kom það m.a. til af því að skól- inn þar hafði mjög gott orð á sér - þar slapp enginn ódýrt í gegn. Hver sem vildi verja doktorsritgerð í bókasafns- fræði við skólann þurfti að fara í gegnum 18 námskeið að afloknu M.A. prófi. Ég tók eins mörg rannsóknarverk- efni og ég gat til þess að þurfa ekki að sækja námskeið, líka kunni ég betur við þá skorpuvinnu sem verkefnin buðu upp á. Auk þessara námskeiða þurfti hver nemandi að standast þrjú próf: “comprehensive examination”, 6 u'ma próf, almennt úr bókasafnsfræði, og “field exam- ination”, 7 tímapróf, sérsniðið fyrir mig, auk tungumála- prófs sem ég þreytti í spönsku. í viðbót við þetta þurfti að verja munnlega drögin að doktorsritgerðinni áður en ég gat byrjað að skrifa. Staða mín við Háskólann krafðist mikillar vinnu, einnig hið alþjóðlega starf, sem ég var á kafi í um þessar mundir, þannig að doktorsnámið sóttist hægt. Haustið 1983 fór ég til Norðurlandanna til að afla mér heimilda í ritgerðina sem ég hafði ákveðið, í samvinnu við leiðbcinanda minn, að fjallaði um norræna samvinnu á sviði upplýsingamála. Seinna varð ég að takmarka efnið eingöngu við Scandia áætlunina sem var einstök á sínu sviði í heiminum. í endanlegri útgáfu ber ritgerðin nafnið: The Scandia Pian - Cooperative Acquisition Scheme for Improving Access to Research Publications in Four Nordic Countries. Það sem ýtti mér svo loks út í vinnuna af fullum krafti var það að í febrúar 1986 bárust mér þau u'ðindi að loka ætti bókavarðaskólanum í Chicago og að aðalleið- beinandi minn væri á förum til Ástralíu, alfarinn! Þetta kom sér mjög illa fyrir mig og auk þess sköpuðust óþarfa erfiðleikar þar sem ég hefði örugglega getað fengið leyfi fyrr hjá Háskólanum hefði ég vitað þetta með nokkrum fyrirvara. Sumardaginn fyrsta 1986 má heita að ég hafi lokað mig frá umheiminum og hafist handa af alvöru við að vinna úr þeim gögnum sem ég hafði safnað saman. Sendi ég út um 200 síðna uppkast síðsumars og fór síðan sjálf í ágúst. Þá var algjörlega búið að skipta um nefndarfólkið sem leiðbeindi mér og formaður doktorsnefndarinnar var upphaflega eðlisfræðingur sem ég hafði einhvem U'ma á námsferli mínum þama í Chicago gagnrýnt óvægilega fyrir kennsluhætti, er hann hafði kennt tölvu- námskeið í bókasafnsfræðinni sem mér fannst bóka- verðir hafa lítið gagn af. Samskipti okkar voru því heldur stirð í upphafi en voru orðin ágæt í lokin. Það skilyrði var sett að ég yrði á staðnum við lokaundirbúning ritgerðarinnar. Þurfti ég því heim til að ganga frá mínum málum og síðan aftur út. Setti ég mér það mark að vera búin fyrir jól. Ég bjó við góðar aðstæður hjá vinkonu minni og vann dag og nótt. í nóvember var bætt nýjum aðila í nefndina og lagði hann til að ég sneri ritgerðinni alveg við - mótaði allt aðrar áherslur. Mér leist svo vel á tillögur hans að ég gerði þetta - og þama reyndist tölvan mér alveg ómissandi - og lagði ég ritgerðina fram 6. desember. Fór ég síðan heim en sagðist koma aftur í janúar hvað ég og gerði - án þess að hringja á undan mér, ég þorði það ekki! Ég ætlaekki að reyna að lýsa tilfinningum mínum er ég herti upp hugann og hringdi í aðalleiðbeinandann og hann sagði að ritgerðin væri mjög góð og ég gæti búið mig undir vömina. Nú, vömin fór svo fram 23. janúar 1987 oggekk vel. Það sem mérerhelstminnisstæðast frá henni er að ég var spurð að þ ví hvort ég gæti lýst áhrifum þess að Danmörk gekk í Efnahagsbandalagið á þróun upplýsingamála á Norðurlöndunum. Þetta var alveg utan efnis ritgerðarinnar en ég hafði kynnt mér þetta sérstaklega og gat því svarað greiðlega. Þegar ég lít til baka finnst mér að vinnan við að ná þessu markmiði líkist helst hindrunarhlaupi, einn áfangi tekinn í hverju stökki og næsta stökk undirbúið milli hindrana, þ.e. ef þær urðu þá ekki alveg óvænt á vegi mínum! Að lokum, Sierún, hvemie leggst framtíöin á sviöi bókasafns- oe umlysinsamála íbis? Ég lít svo á að í framtíðinni muni upplýsingafræðin eiga miklu meiri þátt í stefnumótun í atvinnumálum og allri ákvarðanatöku. Ég álít að um leið og menn fara að venjast því að upplýsingar séu auðlind og auðveldast sé að komast að þeim með hjálp sérmenntaðs fólks fari boltinn að rúlla. Við þurfum því að búa okkur undir þessa framu'ð á upplýsingaöld með því að mennta vel okkar framtíðar- bókasafnsfræðinga. Þetta er fólk sem þarf að vera á undan þróuninni, þarf að kunna að skipuleggja upplýs- ingar í hvaða formi sem er, geta veitt hverjum sem er aðgang að þeim og helst að sjá fyrir þarfimar áður en þær koma upp. Það er galdurinn! BÓKINh/t Metum og gerum tilboð í bækur, blöðog tímarit. Laugavegi 1-101 Reykjavík - Sími 10680 Seljum bækur, lesnar og ólesnar, heiltímarit, gömul íslandskort og myndir. Muniö aö bókin er besti vinurinn

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.