Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Side 14

Bókasafnið - 01.02.1988, Side 14
BÓKASAFNIÐ 14 í raun voru þeir að skrá sig fram á síðasta dag þannig að undirbúningsnefndin vissi ekki fyrr en á þinginu hversu margir kæmu. Alls voru þátttakendur um 150 taisins, bæði erlendir gestir og íslendingar. Með mörgum umsóknum fylgdu alls konar spum- ingar og beiðnir vegna ýmissa sérþarfa og var reynt að lcysa úr því eftir bestu getu þótt ýmislegt væri skondið, s.s. beiðnir um veiðitúra fyrir makann, harmóníku, gist- ingu hjá Hjálpræðishemum, h vaða klæðnað bæri að hafa með sér, tímatöflu fyrir ferju til meginlandsins, beint tölvusamband við Ástralíu (af öllum löndum!) o.s.frv. Frumdrættir að dagskrá lágu fyrir síðla árs 1986 en talsverð vinna var eftir við að tryggja ákveðna fyrirlesara og raða dagskránni saman. Mörg boð um fyrirlestra bár- ust cinnig og þá varð að velja og hafna, sem var nokkuð erfitt, og á cndanum varð dagskráin meira og minna tvö- föld. Þá þurfti einnig að undirbúa stjómarfund IASL dagana á undan ráðstefnunni og skoðunarferð um landið eftir ráðstefnuna, en hún var alfarið sett í hendur Þórdísar T. Þórarinsdóttur, leiðsögumanns með meiru, og gerir hún ferðinni skil annars staðar í blaðinu. Einnig þurfti að ganga frá húsnæði fyrir ráðstefnuhaldið, fá skemmti- krafta á samkomur, sjá um útgáfu á fyrirlestrum, fá rit- höfunda til að koma í hádegisverðinn og fleira og fleira, en það mundi æra óstöðugan að telja upp öll þau viðvik sem vinna þurfti. Stjómarfundurinn var haldinn í Húsmæðraskóla Reykjavíkur helgina fyrir ráðstefnuna og dvaldi stjómin þar við hinn besta viðurgjöming og var það samdóma álit allra að þar hefði farið frábærlega um fólkið. Ráðstefnan Ráðstcfnan hófst með pomp og prakt mánudaginn 27. júlí með opnunarathöfn í Súlnasal Hótel Sögu. Sigrún Klara opnaði þingið og bauð alla velkomna til íslands. Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri flutti kveðju ffá menntamálaráðuneytinu og Sigurður A. Magnússon rithöfundur flutli tölu um bækur og lestrarvenjur á íslandi og reyndi að svara þeirri spumingu af hverju íslendingar væru svo bókelsk þjóð. Kór Melaskólans í Reykjavík söng nokkur lög við mikinn fögnuð og síðan fluttu fulltrúar frá einstökum félögum kveðju frá heima- landi sínu, eða félaginu. Michael Cooke, formaður IASL, flutti einnig ávarp og hvatti ráðstefnugesti til að halda góða ráðstefnu. Eftir kaffihlé hélt dr. Jónas Pálsson, rektor Kennara- háskóla íslands, inngangserindi sem hann kallaði Thc school library - a gateway to knowledge, en þetta var jafnframtyfirskriftráðstefnunnar. Hann fjallaði m.a. um þekkinguna, hvemig maðurinn skynjar hana og hvemig ný tækni hefur áhrif á störf kennara og bókavarða og hvaða nýjar leiðir hafa opnast í menntunarmálum á síðustu árum í tengslum við þessa nýju tækni. Erindinu var mjög vel tekið og margar fyrirspumir bámst að því loknu, en umræðum stjómaði dr. Jón Torfi Jónasson dósent. Um kvöldið bauð borgarstjórinn í Reykjavík til móttöku í Höfða. Erlendu gestunum þótti mikið til koma að standa í sömu sporum og Reagan og Gorbatsjov og að komast í kjallarann þar sem CIA og KGB menn dvöldu á meðan fundir höfðingjanna stóðu yfir. Ljósmynd var tekin af ráðstefnugestum fyrir utan Höfða og gátu allir keypt eintak af henni eftir nokkra daga og seldust mörg. Það er erfitt fyrir mig sem meðlim í undirbúnings- nefndinni að vega og meta þá fyrirlestra sem voru fluttir en hér á eftir verður minnst á nokkra. Á hverjum degi var fjallað um eitt eða tvö meginefni og ég reyni að minnast á einn fyrirlestur úr hverjum flokki. Á þriðjudag fyrir hádegi voru fluttir fyrirlestrar undir yfírskriftinni Böm, skólasöfn ogþekking. Sigrún Aðalbjamardóttir, MA, flutti fyrirlestur um samskipú bama og kennara og lýsti rannsóknum sínum á hæfni bama til að tjá skoðanir sínar og hvemig viðmót kenn- arans getur örvað þau til aukins þroska eða öfugt. Hún hvatti til þess að betri gaumur væri gefinn að orðum bama og tilfmningum en fullorðnir hefðu oft tilhneig- ingu til að stjóma þeim þannig að þau yrðu óvirk í skólastofunni. Rannsókn þessi er hluti af doktorsritgerð Sigrúnar en hún stundar nám í Bandaríkjunum. Eftir hádegi var á dagskrá Skólasafnið og námsefnið og þar hlustaði ég á Barbara MacKinney og Wanda Jones, en þær starfa saman á skólasafni í Arkansas í Bandaríkjunum. Þær lýstu ýmsum verkefnum og dag- skrám sem unnar hafa verið á safninu þeirra og í tengsl- um við námsefnið í skólanum og sýndu skyggnur með. Þegar líða tók á fyrirlesturinn fór nú að fara um vesæla íslenska skólasafnverði því ekkert virtist geta stöðvað þessar atorkukonur, jafnvel ekki lítil fjárráð á stundum. Samt var greinilegt að mjög vel var búið að safni þeirra því mörg verkefnin miðuðust við notkun myndbands- tækja, ljósmyndavéla, glæmbrennara og annarra þeirra tækja sem lítið er af í íslenskum skólum. Önnur verkefni voru einfaldari, s.s. kennsla í frágangi ritgerða og verk- efna. Þær sýndu hvað hægt er að gera með ódrepandi áhuga og vilja, en viðurkenndu jafnframt að þetta kostaði mikla vinnu í eigin frítíma, sem ekki þykir vænlegt til eftirbreytni. Aðalfundur IASL var haldinn seinni hluta dagsins og þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Á þessum fundi var aðallega rætt um kosningu svæðisfulltrúa sem fram fer á næsta ári, en þá á m.a. að kjósa fulltrúa fyrir Evrópu. Síðast þegar Evrópufulltrúinn var kosinn gerð- ust mikil tíðindi og gengu Danir þá úr samtökunum. Miðvikudagurinn var íslandsdagur og tilgangurinn var að kynna gestunum skólasöfn og skólakerfið á ís- landi. Sigrún Klara Hannesdóttir flutti erindi um þróun skólamála og skólasafna á íslandi og Ingibjörg Sverris- dóttir talaði um útgáfu fræðirita fyrir böm á íslandi 1974-83. Klukkan 10.30 hófust pallborðsumræður með full- trúum íslenskrar bamabókaútgáfu. Á palli sátu Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og útgefandi, og stjómaði hún jafnframt umræðunum, Guðrún Helga- dóttir rithöfundur, Gunnar Karlsson, fræðibókahöf- undur og sagnfræðingur, og Ingibjörg Ásgeirsdóttir frá Námsgagnastofnun. Panellinn var líflegur og áheyr- endur duglegir að leggja eitthvað til málanna og spyrja. Töluvert var rætt um gæði bamabóka og mikill áhugi var

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.