Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 15
BÓKASAFNIÐ Frá opnunarathöfn ráöstefnunnar í Súlnasal Hótel Sögu. (Ljósm. Þórdís T. Þórarinsdóttir) á að ráðstefnugestir semdu einhverja álykun um bama- bækur eða sendu frá sér áskoranir til útgefenda um að gefa út góðar bamabækur. Frá því máli var gengið síðar á ráðstefnunni. í hádeginu var málsverður með íslenskum rithöf- undum og sat einn höfundur við hvert borð. Flestir höf- undanna kynntu sig og verk sín lítillega en síðan var borðfélögum frjálst að spyrja þá meðan á máltíðinni stóð. Sumir rithöfundanna voru greinilega feimnir við svona auglýsingu eða “gripasýningu” en aðrir virtust vera í essinu sínu, auglýstu bækur sínar og spjölluðu um heima og geima. Eftir hádegi vom síðan heimsótt bókasöfn og vom þrír leiðangrar í boði, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti/ Gerðuberg, GarðabærA'alhúsaskóli á Seltjamamesi og Ölduselsskóli/Flensborgarskóli í Hafnarfirði, sem reyndist vera langvinsælasta ferðin. Gestimir fengu alls staðar kaffi og bakkelsi að íslenskum sið, kleinur, flat- kökur með hangikjöti, að ógleymdum pönnukökum með rjóma, sem öllum þótti hið mesta lostæti. Á fimmtudag fyrir hádegi var yfirskriftin Skólasöfn og tölvuvæðing. Þessir fyrirlestrar þóttu hvað mest spennandi af þeim sem í boði vom, að öðrum ólöstuðum. Erfitt var að velja úr en þama vom fluttir fyrirlestrar um uppbyggingu gagnagmnna fyrir skóla, tölvunet og skráningu ýmiss konar efhis, leitarkerfi og auk þess var fjallað um ýmiss konar hugbúnað sem að gagni má koma í skólasöfnum. Reynt var að ná tölvusambandi við Ástralíu en því miður strandaði það á einhveiju smá- atriði sem ég kann ekki að nefna. Tveir fyrirlesaranna vom frá Ástralíu en þar virðast menn komnir vel á veg með tölvuvæðingu sinna skólasafna. Þar sem einn af þessum fyrirlestmm verður birtur í styttri íslenskri þýðingu í blaðinu læt ég vera að tíunda þá frekar. Eftir hádegi vom á dagskrá Skólasöfn ogrannsóknir eða Rannsókmrásviði skólasafna. Ég sótti fyrirlestur hjá Pierre Overduin frá Suður-Afríku sem lýsti niðurstöðum rannsóknar eða könnunar sem gerð var á skólasöfnum í Suður-Afríku 1982-86. Kannaðir vom ýmsir þættir starfseminnar og vora allar niðurstöður vandlega flokkaðar eftir litarhætti eða uppmna nemenda í skólunum. Það kom engum á óvart að aðbúnaður svartra nemenda var miklu verri en hinna hvítu. Skv. stjómarskrá skulu menntamál vera undir stjóm hvers kynþáttar fyrir sig, þannig að mörg ráðuneyti eða deildir fara með menntamálin. Síðan er yfirstjóm, sem setur reglugerðir og ákveður staðla, laun, fjármagn til rekstrar o.s.frv. Fjárveitingar em mjög mismunandi eftir kyn- þáttum “en stjómin skuldbindur sig til að leiðrétta mismuninn um leið og það er efnahagslega mögulegt”. Um kvöldið var haldið í lokahóf í Valhöll á Þing- völlum. Þjóðgarðsvörður, séra Heimir Steinsson, leiddi gestina í allan sannleika um sögu Þingvalla og gekk í broddi fylkingar niður Almannagjá. Sumum var orðið hrollkalt í lok göngu enda ekki klæddir til að standa úti í íslenskri náttúm þótt um hásumar væri. í veislunni gerðu menn ýmislegt sér til skemmtunar, lesnar vom þjóðsögur sem tengjast Þingvöllum, leikið á fiðlu og píanó og Dúfa Einarsdóttir söngkona söng íslensk þjóð- lög í bland við önnur erlend. Gestimir sungu sjálfir og það heyrðust þjóðlög frá öllum heimshomum. Fyrirles- arar voru leystir út með gjöfum, bók um ísland, óspart var myndað, og þá sérstaklega þeir sem mættu í þjóð- búningum. Veislustjóri var Þórdís Þorvaldsdóttir borg- arbókavörður sem stjómaði af sinni alkunnu röggsemi. Föstudagurinn bar yfirskriftina Skólasafnvörðurinn sem miðlariþekkingar. Wong Kim Siong frá Malaysíu lýsti námi og þjálfun skólasafnvarða í landi sínu og hvemig skólakerfið hefur þróast undanfama áratugi. Á eftir hófust pallborðsumræður og á pallinum sátu James Gillman frá Englandi, Joyce Wallen frá Jamaica, Dianne Oberg frá Kanada og Wong Kim Siong frá Malaysíu. Mikið var rætt um hvemig skólasafnvörðurinn yrði best undirbúinn undir starf sitt, þær kröfur sem til hans em gerðar nú og hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þessi spuming virðist brenna á mörgum í bókavarðastétt og mörgum finnst þeir vera í einh vers konar tómarúmi og að fagið standi á tímamótum. Menntun bókasafnsfræðinga er mjög víðtæk og nýtist á miklu fleiri stöðum en í bókasöfnunum. Nýjar greinar, sem komið hafa fram í kjölfar tölvubyltingarinnar, em mannaðar með fólki úr öðrum stéttum, þótt fólk með menntun og starfsreynslu Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar í lokahófinu á Þing- völlum. (Ljósm. Þórdís T. Þórarinsdóttir) 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.