Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 16
BÓKASAFNIÐ bókasafnsfræðinga sé í rauninni það sem vantar. Varð- andi skólasöfnin þá er enn rætt um tvöfalda menntun en spumingin er með hvaða hætti sé best að byggja þá menntun upp. Um það er ekki eining. Wong Kim Siong bauð jafnframt til ráðstefnu í landi sínu árið 1989 og kynnti lítillega land og þjóð og ferða- möguleika um Asíu fyrir eða eftir ráðstefnuna. Arið 1988 verður ráðstefnan hins vegar í Kalamazoo í Banda- ríkjunum. Lokaorö Allur undirbúningur og þinghaldið sjálft gekk stóráfalla- laust. Að vísu komst David Elaturoti frá Nígeríu ekki til landsins en hann átti að taka þátt í pallborðsumræðum á föstudag. Hann sendi þó til okkar eftir þingið ýmislegt sem hann hefði viljað að kæmi fram í umræðunum og verður það prentað með fyrirlestrum og öðru efni frá ráðstefnunni, sem verður gefið út í svokölluðum Pro- ceedings um áramótin 1987-88. Einnig varð einn þing- gesta að fara heim á fyrsta degi vegna lasleika en það mál var hægt að leysa með skjótum hætti. Áður er minnst á tölvusamband við Ástralíu en annað sem upp kom verður að teljast til minniháttar vandamála. Aðstaðan í nýju álmunni á Hótel Sögu er öll til fyrirmyndar. Við höfðum tvo misstóra sali til umráða og allur útbúnaður þar var mjög fullkominn. Auk þessa lögðum við undir okkur anddyri þar sem m.a. var sett upp sýning á íslenskum bamabókum frá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar en ráðstefnugestir fengu jafnframt afslátt í bókabúðinni. Einnig komu margir með ýmiss konar efni sem þeir vildu koma á framfæri, annaðhvort til að taka með sér eða til skoðunar, þannig að á tímabili voru öll borð hlaðin af pappír, fjölritum, bókum og öðru efni. Tilgangurinn með svona ráðstefnu er margvíslegur. Fólk kemur til að fræðast og læra eitthvað nýtt og jafn- framt til að miðla öðrum af eigin þekkingu. Margir fá vítamínsprautu sem gerir hið daglega starf meira lifandi og skemmtilegt og einnig kynnist fólk með sameiginleg áhugamál og ný sjónarhom opnast. Á þessari ráðstefnu var fólk úr öllum heimshomum, með afskaplega mis- munandi menntun og reynslu og starfsskilyrðin vægast sagt ólík. Þó vantaði ef til vill fleira fólk frá þróunarríkj- um, þar sem aðstaðan er hvað verst, ólæsi víða landlægt og bókaútgáfa í molum. Þetta fólk á hvað síst heiman- gengt og það er íhugunarefni hvemig því verður breytt. Það sem mér fannst eftirtektarvert eftir viku samveru var í fyrsta lagi þær miklu faglegu kröfur sem þetta fólk gerði til sín og einnig til annarra og mikill áhugi á nýjungum í faginu, eða nýjungum sem hægt væri að nýla innan fagsins. Einnig var áberandi mikil óvissa um framtíðina og inn á hvaða brautir bókasafnsfræðin færi á næstu ámm. Það er erfitt að meta beinan ávinning af svona samkomum en mér fannst ég læra heilmikið, ég kynntist skemmtilegu fólki og ég vona að okkur íslendingum hafi tekist að sýna landið okkar í réttu ljósi. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt aðstoðuðu við að gera þessa ráðstefnu að veruleika. Náms- og kynnisferð ráðstefnugesta IASL Þórdís T. Þórarinsdóttir bókavöröurMenntaskólans viö Sund Að lokinni vel hcppnaðri ráðstefnu IASL tóku 44 er- lcndu gestanna þátt í fimm daga náms- og kynnisferð um fósturjörð okkar, undir fararstjóm undirritaðrar. Feng- um við til fararinnar þaulreyndan bflstjóra, Guðmund Laugdal, á 62ja manna glæsibifreið, sem hann hafði sjálfur byggt yfir, og vakti það óskipta athygli og aðdáun farþeganna. Mikill kostur var að svo rúmt var um fólkið í bflnum því að við ókum tæpa 1.500 km á þessum fimm dögum og reyndi oft á þolrifin í okkur ferðalöngunum á íslensku hraðbrautunum. Skemmst er frá því að segja að veðurguðimir léku við okkur allan tímann. Ferðin gekk vel og slysalaust nema að einn farþeginn var svo óheppinn að detta, er hann var í sturtu síðasta morguninn, og meiða sig á handlegg. Var okkar síðasta verk eftir miðnætti fimmta daginn, þegar allir aðrir vom komnir heilu og höldnu hcim á hótcl, að aka honum á Slysavarðstofuna. Fyrsta daginn ókum við sem leið liggur um Hval- fjörð upp í Borgarfjörð. Hádegisverðinn borðuðum við í Reykholti og notuðum jafnframt tækifærið til að skoða okkur þar um. Eftir hádegið skoðuðum við ýmis náttúru- fyrirbæri s.s. Hraunfossa, Bamafossa og Deildartungu- hver. Síðdegis ókum við svo til Stykkishólms í áningar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.