Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 17
BÓKASAFNIÐ Ályktun frá ráðstefnu Alþjóðlegra samtaka skólasafnvarða varðandi efni fyrir börn í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi bama segir svo í 7. grein: “Bamið á rétt á að fá menntun ... sem skal vera til menningarauka og skapa baminu jafnstöðu til að þroska hæfileika sína, dómgreind og skilning á siðgæði og félagslegri ábyrgð svo það verði nýtur þjóðfélagsþegn.” IASL, Alþjóðleg samtök skólasafnvarða, hafa það að leiðarljósi að öll skólasöfn skuli hafa á boðstólum réttar upplýsingar og að efni það sem á boðstólum er efli jákvætt viðhorf til ólíkrar þjóðmenningar. Þetta er hluti af þeim skyldum samtakanna að efla gagnkvæman skilning milli þjóða. Þar eð það hefur komið í ljós að margs konar efni ætlað bömum, framleitt bæði í tölvutæku og prentuðu formi, virðist vinna gegn þessum markmiðum 7. greinar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna hefur 16. alþjóðlega ráðstefna skólasafnvarða, sem haldin var í Reykjavík 1987, ályktað að hvetja alla meðlimi sína til þess að setja upp og styðja stefnumörkun varðandi val, skipulagningu og dreifingu á efni sem stuðlar að umburðarlyndi og skilningi gagnvart ólíkum menningarhefðum. Og ennfremur erþví beint til meðlima samtakanna, hvers ísínu landi, aðþeir veki athygli útgefenda og framleiðenda á þessari ályktun og hvetji þá til að framleiða efni sem stuðlar að jákvæðu gildismati hjá bömum og unglingum. Alyktun samþykkt einróma á aðalfundi IASL, Alþjóðlegra samtaka skólasafnvarða, í Reykjavík, 31. júlí 1987. (Þýðing SKH) stað. Eftir kvöldmatinn sýndi Sigurlína Sveinbjöms- dóttir bókavörður okkur Amtsbókasafnið í Stykkis- hólmi og ennfremur bókasafnið í Grunnskóla Stykkis- hólms. Annan daginn vöknuðum við eldsnemma og fórum út í Flatey. Við vorum svo mörg að sefflytja þurfti okkur út í eyna. Skoðuðum við okkur þar um og sáum m.a. bók- hlöðuna. Mesta athygli vakti þó fuglalífið. Við kom- umst alveg að fýlsungum sem enn sátu í hreiðrunum, feitir og pattaralegir. Einnig var mikill spenningur að sjá lundann og var hann prófastslegur að vanda. Eftir há- degið fómm við norður Laxárdalsheiði og Holtavörðu- heiði norður í Hrútafjörð og skoðuðum byggðasafnið að Reykjum. Síðan ókum við áfram um Víðidalstungu og Kolugil til Húnavalla þar sem við svo gistum. A þriðja degi skoðuðum við kirkjuna að Víðimýri í Skagafirði og ennfremur byggðasafnið að Glaumbæ. Síðan ókum við um Öxnadalsheiði til Akureyrar þar sem við snæddum hádegisverð. Því næst ókum við Ljósa- vatnsskarð og skoðuðum skólasafnið í Stórutjamaskóla en skólastjórinn hafði verið svo vinsamlegur að gefa mér upplýsingar um safnið símleiðis og starfsfólk hótelsins opnaði fyrir okkur. Næsti viðkomustaður var svo Goða- foss. Við gistum aðLaugum um nóttinaogþargafstfæri á að synda í hveravatni. Fjórða deginum eyddum við svo við Mývatn og skoðuðum fuglalíf og náttúru svæðisins. Á Laxá sáum við m.a. straumönd, en hún er áhugaverð fyrir Evrópu- búa, þar sem að á íslandi eru einu varpstöðvar hennar í Evrópu. Við skoðuðum einnig Skútustaðagígana, Dimmuborgir, Námaskarð og Kröflu. Um kl. fimm síð- degis vorum við svo komin til Akureyrar, þar sem Lárus Zophoníasson bókavörður sýndi okkur Amtsbókasafn- ið. Um kvöldið flugu svo nokkrir þátttakenda til Reykja- víkur. Við hin gistum á Akureyri um nóttina, tókum svo daginn snemma morguninn eftir og ókum suður Kjöl í blíöskaparveðri. Á leiðinni skoðuðum við Aldeyjarfoss og Hveravelli, þar sem borðað var nesti, og svo var kom- ið við hjá Gullfossi og Geysi þegar við komum suður yfir. Viðborðuðum síðbúinnkvöldmatáLaugarvatni og komum svo seint í bæinn, eftir langan en ánægjulegan dag. ^ í þessari ferðalýsingu hef ég aðeins stiklað á stóru til að gefa smá-hugmynd um ferðina. Ferðalöngunum fannst mikið til náttúrufegurðar landsins koma og sýndu þeir landi og þjóð mikinn áhuga. í ferðinni borðuðum við oftast á Edduhótelum. Rómuðu gestimir matinn mjög og létu yfírleitt vel yfír aðbúnaðinum og ferðinni í heild, þótt ströng væri. Eftirmálar voru engir við ferðina, svo vitað sé, nema einn ferðalangurinn gleymdi bók í bflnum og komst hún í hendur eigandans áður en hann yfirgaf landið. Einnig gleymdi annar ferðalangur myndavélinni sinni á Laugarvatni síðasta kvöldið og sendi ég hana alla leið til Japans og komst hún líka til skila. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.