Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 20
BÓKASAFNIÐ Nemendur útbjuggu t.d. spumingalista eða skipurit með lykilorðum þegar þeir voru að undirbúa leit eða að draga saman upplýsingar og vinna úr þeim. Á öðru stigi verkefnisins hefur athyglin beinst að því að skilgreina áhrif þess að nota lykilorð - hjá nem- endum, kennurum og bókavörðum. Sex skólar í Skot- landi hafa tekið þátt í að þróa þessa aðferð, þannig að hægt er að safna upplýsingum um hagkvæmni og sveigjanleika hennar við mjög mismunandi aðstæður. Skólamir fengu einföld skráningarforrit i BBC einkatölvur, sem em algengustu einkatölvur í breskum skólum. Þeir gátu samt sem áður notað önnur forrit sem gátu komið að gagni við að byggja upp gagnagrunna sem hentuðu þörfum þeirra. Mikilvægur þáttur í verkefninu er að kennarar og bókaverðir viðkomandi skóla em nú ábyrgir fyrir rann- sóknum og þróun. Þeir vom beðnir að velja námsgreinar innan skólans þar sem talið var að MISLIP-aðferðin kæmi að gagni við að auka hæfni nemenda við að finna og nota upplýsingar. Með þessu móti tóku bókaverðir og kennarar mjög snemma þátt í verkefninu sem mótaðist af skólastarfinu á hverjum stað. Þannig hefur hver getað ráðið sínum hraða, sem er mjög mikilvægt atriði. Allir gagnagrannamir og allt frumkvæði í upplýsingatækni á öðm stigi hefur þ ví komið frá skólun- um sjálfum. Bókaverðir og kennarar hafa einnig verið hvattir til að halda dagbækur og skrá hjá sér ffamvindu mála. Slík- ar upplýsingar um daglegar ákvarðanir em gagnlegar viðbætur við þær skýrslur sem stjómandi verkefnisins gerir um heimsóknir í skólana. 3. Hvaö hefiir gerst í MISLIP- skólum? 3.1 Gagnagrunnar Breiður aldurshópur nemenda (12-18 ára) hefur notað KAL-aðferðina við ólík verkefni, allt frá stuttum “fyrsta árs” verkefnum til lokaritgerða. Verkefnin em margvís- leg og taka til raungreina, ensku, sagnfræði, landafræði og félagsfræði. í skólunum hefur verið tilhneiging til að beina athyglinni að þróun gagnagmnnanna á fmmstig- um verkefnisins. Þetta var sá hluti af MISLIP sem olli hvað mestum áhyggjum meðal kennara og bókavarða sem höfðu litla reynslu í notkun tölva. En jafnframt var álitið að þessi hluti gæfi hvað mesta möguleika á að kveikja áhuga meðal nemenda og kennara. Bókaveiðir og kennarar bjuggu til litla, sérhæfða gagnagrunna. Margir hafa verið notaðir við verkefna- vinnu en aðrir hafa verið gerðir með sérþarfir nemenda í huga, s.s. til að hvetja yngri nemendur til að lesa skáld- sögur. Leslistar fyrir eldri nemendur vom útbúnir og heimildir fyrir lokaritgerðir settar upp. Tilgangurinn með þeim og uppbygging þeirra er ákaflega mismunandi en í þeim öllum er reynt að skrá upplýsingar og heimildir og setja inn lykilorð sem tengjast námsefhinu og því tungumáli sem nemendur nota við að afmarka spum- ingar sínar. Gagnagmnnamir eru því mjög mismunandi. Upp- lýsingamar í þeim (staðreyndir/bókfræði, verkefni/ spumingar o.s.frv.), magn þeirra og uppsetning, er háð námsskrám og þörfum og getu notenda. í sumum gmnn- unum, svo sem Miðaldaþorpinu og Hellinum (sjá viðauka) hefur verið brotið upp á þeirri nýjung að tengja spumingar og æfingar við ákveðnar heimildir. í meirihluta gmnnanna em bókfræðilegar upp- lýsingar um heimildir í skólasafninu og útibúum þess og jafnffamt um heimildir sem hægt er að fá í skólasafna- miðstöðvum. Hér getur verið eingöngu um að ræða prentað mál eða bæði nýsigögn og prentað mál, það fer eftir því hvað er á boðstólum. Nokkur dæmi em sýnd í viðauka. Gagnagmnnar með hreinum staðreyndum em yfir- leitt ætlaðir 12-13 ára nemendum en nokkrir þeirra hafa sjálfir unnið slíka einfalda gmnna í yngri bekkjardeild- um. Þeir em gagnleg kynning fyrir þá sem em að kynnast því að leita í gagnagrunnum að ákveðnum upplýsingum. Nemendur em einnig hvattir U1 að búa sér til eigin skrár, bæði í staðreyndagrunnum og bókfræðilegum. FlesUr gagnagrunnamir, sem hafa verið unnir innan ramma MISLIP, hafa verið miðaðir við nemendur með mismikla námshæfileika. Þó hafa verið unnir tveir grunnar fyrir þá nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Hellirinn var útbúinn fyrir 12-13 ára nemendur í verk- efni um frummanninn. Lestrargeta þeirra var eins og 7- 9 ára bama og kennari þeirra þurfti að fá þá U1 að lesa og finna svör í nokkmm bókum. Gagnagmnnur þessi byggðist á spumingum sem notaðar vom í skólastofunni og þær afmörkuðu ákveðið efni. Aðeins eitt atriðisorð er lyklað í hverri færslu og er það jafnffamt höfuð hennar (sjá viðauka). I öðrum skóla hafa menn unnið með heymarlausum nemendum en upplýsingatækni kemur þeim að sérlega góðum notum. Sérkennari og bókavörður hafa unnið náið saman við að þróa bókfræðilegan gagnagmnn þar sem áhersla er lögð á góðar, myndrænar heimildir. Mörg lykilorðin í þeim gagnagmnni byggjast á hugtökum sem þessir nemendur eiga sérstaklega erfitt með að skilja en aðrir nemendur geta einnig notað þá. Áhugavert framtak í þessum sama skóla var að þróaður var stuðningsgmnnur sem byggður var á orða- bókarforriti sem nemandi í efsta bekk hafði samið. Nem- endur geta kannað merkingu erfiðra orða og hugtaka í nokkurs konar spumingaleik áður en þeir nota þau sem lykilorð við upplýsingaleit. Fjöldi lykil- og atriðisorða í gagnagrannunum er misjafn. Hann fer eftir markmiðum og notkun. í Hellin- um em mjög fá lykilorð en í öðmm, svo sem Vatninu, sem tekur til margra efnissviða, eru þau mjög mörg og einnig em færslur mun fleiri. Val góðra lykil- og atriðis- orða skiptir sköpum um framtíðamotkun gagnagmnn- anna. í öllum gagnagmnnunum geta nemendur leitað eftir lykilorði, í mörgum er einnig hægt að leita eftir höfundi og í stöku gmnni er líka hægt að leita eftir titli. Til að byrja með unnu kennarar og bókaverðir saman við undirbúning en bókaverðir hafa alltaf borið ábyrgð á þróun og endumýjun gagnagmnnanna. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.