Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 25
BÓKASAFNIÐ Öðruvísi kennslubækur? Viðtal við Gunnar Karlsson prófessor Gunnar Karlsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands. Hann hefur verið virkur í íslenskum sagnfræðifélögum og ritað mikið um sagnfræði, m.a. leiðbeiningarrit fyrir nemendur í sagnfræði um bókanotkun og ritgerðavinnu, skemmtileg og þörf * rit sem nýtast fleiri en sagnfræðinemum. Arið 1985 gaf Námsgagnastofnun út rit hans Sjálfstæði Islendinga 1 ásamt Kennslutillögum og ári síðar, 1986, kom út annað hefti af hvoru tveggja. Eru þessar bækur ætlaðar til Islandssögukennslu í fimmta og sjötta bekk grunnskóla. Þegar þetta er ritað (í nóvember 1987) er Gunnar að vinna að þriðja heftinu sem mun þá að öllum líkindum verða kennt í sjöunda bekk. Jafnframt hefur Gunnar ásamt eiginkonu sinni, Silju Aðalsteinsdóttur, lesið þetta námsefni inn á segulband og gefur það vissulega tilefni til fjölbreyttari notkunar innan veggja skólans og jafnvel utan. Skýringarmynd af skipan verslunar á íslandi. Úr Sjálfstæöi Islendinga II, bls 45. (Uppdráttur: Guömundur Ingvarsson) Félagsverslun Allír kaupmenn sem vildu versla á íslandi stofnuðu eitt félag sem rak svo verslunina. Konungsverslun Konungur rak verslun- ina. í rauninni var það danska ríkið sem rak hana og embættismenn þess stjórnuðu henni. Umdæmaverslun Hver kaupmaður fékk leyfi tíl að versla á ein- um eða tveimur verslun- arstöðum. Guðrún Pálsdóttir bókavöröur, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins Kennslubækur þessar eru töluvert frábrugðnar eldri kennslubókum í íslandssögu. Áhersla er lögð á að tengja texta og myndefni og texti stundum í myndasöguformi, einnig eru uppdrættir af landinu víða til skýringar. Jafnframt er textinn nýstárlegur að því leyti að mikið er gert að því að höfða til tilfinninga bamanna, m.a. með verkefnum sem krefjast þess að þau taki afstöðu, en þeim jafnframt gerð grein fyrir því að oft er engin einhlít skýring á at- burðum. Einnig eru ýmis hugtök og hugmyndir rækilega útskýrð í tengslum við atburði. Þegar blaðamaður Bókasafns- ins sótti Gunnar heim á skrifstofu hans í Ámagarði til að ræða við hann um tilurð þessara bóka var Gunnar önnum kafinn við að líma myndir og texta inn á síður í væntanlegt þriðja hefti af Sjálfstæði íslendinga, það sem á fagmáli er kallað útlitshönn- un. Aðspurður kvaðst Gunnar hafa séð um þá hlið lfka en Ragnar Gísla- son hefði í upphafi lagt fram hug- myndir um útlitið í megindráttum. Jafnframt hefur Gunnar valið myndir í bækumar. Þóra Sigurðar- dóttir er höfundur flestra teikning- anna og hefur unnið þær í samráði við Gunnar og að beiðni hans enda eru þær ýmist beinar skýringar- myndir við textann eða af ákveðn- um atburðum og fólki sem sagt er frá. Aðrar myndir tíndi Gunnar svo saman eftir því hvað honum fannst textinn kalla á. Útgefandi tók ákvörðun um að hafa myndir svart- hvítar, Gunnari sjálfum fannst það ekki afgerandi atriði, hann kvaðst hafa lagt aðaláhersluna á textann. Nauðsynlegt væri þó að hafa svona rit með mörgum myndum til þess að lífga upp á lesmálið. Kaflamir væm langir, m.a. til þess að þjálfa menn í 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.