Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 29
BÓKASAFNIÐ Hér á landi hefur löngum ver- ið skortur á góðum fræðileg- um barnabókum, bókum sem eru allt í senn fræðandi, skemmtilegar, auðlesnar og auðskildarþeimhópi barnaog unglinga sem þær eru ætlaðar. Bókaútgáfan Bjallan hefur reynt að ráða nokkra bót á þessu. Hafa forráðamenn út- gáfunnar fengið þýddar bæk- ur sem getið hafa sér gott orð erlendis og jafnframt hefur verið leitað tíl íslenskra fræði- manna og þeir beðnir að skrifa fræðibækur fyrir böm. Hvemlg verða góðar bamabækur tll? Stefán Aöalsteinsson á skrifstofu sinni á Rannsóknastofnun landbúnaöarins. (Mynd Gunnar V. Andrésson) Viðtal við doktor Stefán Aðalsteinsson Guðrún Pálsdóttir bókavörður Rannsóknastofnun landbúnaöarins Stefán Aðalsteinsson hefur á undanfömum 6 ámm sent frá sér 4 fræðibækur fyrir böm og unglinga og er óhætt að fullyrða að þessar bækur uppfylla vel þær kröfur sem gera þarf til góðra fræðibóka eins og þær eru skilgreindar hér að ofan. Stefán hefur fengið viðurkenn- ingu frá Námsgagnastofnun fyrir tvær bókanna, Sauðkindin, landið og þjóðin og Húsdýrín okkar, og höfundur mynda í síðamefndu bók- inni, Kristján Ingi Einarsson, hlaut einnig viðurkenningu Námsgagna- stofnunar fyrir myndimar í þeirri bók. Þá má og geta þess að Húsdýrín okkar og bókin Kátl í koti, sem Kristján Ingi á einnig ljósmyndimar í, vom valdar í bókaskrá sem í voru 282 myndabækur frá 30 þjóðlönd- um. Skrá þessi, sem er tekin saman af IBBY (Intemational Board on Books for Young People), hefur að geyma bækur sem taldar em góðar fyrir böm sem eiga við málhelti eða andlega fötlun að stríða. IBBY skipuleggur farandsýningar á slík- um bókum með stuðningi Unesco og vom þessar bækur sýndar á bóka- messu í Bologna á Ítalíu í mars 1985 og fóru þaðan á sýningar í fjölmörgum þjóðlöndum heims. Nokkur orð um höfundlnn Stefán Aðalsteinsson lagði stund á búnaðamám að afloknu stúdents- prófi, einnig nam hann tölfræði við Edinborgarháskóla en þar varði hann, árið 1969, doktorsritgerð sína sem fjallar um erfðafræði íslenska sauðfjárins, aðallega litaerfðir. Stefán var ráðinn sem séríheð- ingur við Búnaðardeild Atvinnu- deildar Háskóla íslands árið 1957 og starfar nú sem deildarstjóri bú- fjárdeildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Einnig hefur hann kennt við Háskóla íslands og víðar, verið ullarmatsformaður í 25 ár, ritstýrt Búnaðarblaðinu og annast tölfræði- ráðgjöf hjá Krabbameinsfélagi fslands, svo fátt eitt sé nefnt, en Stefán er afkastamikill maður sem lætur sér fátt óviðkomandi og er þar af leiðandi eftirsóttur til allra starfa. Eftir hann hefur birst ótölulegur fjöldi ritverka í innlendum og erlendum fræðiritum. Rannsóknir hans í erfðafræði, fyrst sauðfjár og nú síðast refa, þar sem hann hefur lagt fram nýjar kenningar um litaerfðir, hafa mark- að tímamót og skipa höfundi sínum á bekk helstu erfðafræðinga heims á sviði búfjárfræði. Blaðamaður Bókasafnsins sótti Stefán heim í hús hans við Suður- götu 24, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin 3 ár og gert upp húsakynnin í frístundum sínum. Þess utan segir Stefán að helsta frístundaáhugamál hans sé fom- leifafræði og upprunasaga fólks og fénaðar á íslandi. Munum við, ef að líkum lætur, fljótlega fá að sjá ritgerðir um það efni á prenti. Stefán varð góðfúslega við 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.