Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1988, Qupperneq 31

Bókasafnið - 01.02.1988, Qupperneq 31
BÓKASAFNIÐ í bókinni Fuglamir okkar sá Grétar Eiríksson um myndimar og er höfundur að þeim flestum. Valið var úr þeim myndum sem til vom og var af miklu og góðu efni að taka. Okkur vom og lagðar skýrar línur um útlit þeirrar bókar, t.d. áttu helst að vera myndir á hverri opnu. Textann í Villtu spendýrin okkar samdi ég án þess að miða við hvað væri til af myndum. Þeim var safnað eftir á, en þar var mikið kapp lagt á að fá alltaf bestu myndir sem til voru. Textageröln Það er mikill vandi að skrifa texta í svona bók, velja hvað á að segja og segja það á ským og auðveldu máli, þó ekki á neinu smábamamáli. Hvergi má víkja frá markmiðinu, hvergi má vera mælgi, hvergi tala niður til lesenda. Málið þarf að vera eðlilegt og rétt, helst kjamyrt, og aldrei má forðast að nota rétt heiti þótt þau hafi ekki verið notuð áður. En það þarf að ganga þannig frá að þau skiljist af samhenginu. í því er oft mikill lærdómur fólginn. í bókinni Húsdýrin okkar komst ég fyrst af stað við að skrifa þegar ég fór að lýsa kúnni. Kýrin er svo nátengd þjóðinni, miklu tengd- ari en sauðkindin, hana umgekkst fólk árið um kring, var alltaf í snert- ingu við hana. Hún er því ágæt fyrir- mynd að því hvemig á að lýsa skepnu. Ég skipti efninu í kafla, lýsti í þeim eiginleikum kýrinnar og gekk síðan út frá því að lesandinn þekkti þessa eiginleika þegar komið væri að hinum dýmnum. Ég man að ég var lengi að koma saman málsgreininni um hnakkinn og hlutverk hans. Líklega hefur hnakkurinn ekki oft áður verið nefndur sæti. (“Hnakkurinn er sæti fyrir manninn sem situr á hestin- um.” Bls. 36.) í þriðju bókinni, Fuglamirokk- ar, er lýst 35 íslenskum fuglum. Mér gekk illa að komast af stað, eins og með húsdýrin, las mikið og hugsaði, en þótti textinn, sem ég kom á blað, þunglamalegur og stirður - þangað til ég fór að skrifa um hrafninn. Þar gat ég byrjað á byrjuninni - land- náminu og hröfnum Hrafna-Flóka. Síðan blandaði ég saman sögum og lýsingum og kryddaði með vísum, meðal annars vísum sem ég hafði ekki séð á prenti. Með kaflanum um hrafninn markaði ég efninu í bókinni farveg. í síðustu bókinni, Villtu spendýrin okkar, sem er aðallega æduð 10-14 ára bömum þótt ég voni að hún sé einnig gott lesefni fyrir fullorðna, komst ég einnig af stað með því að lýsa því dýri sem mér er hugleiknast, refnum. Raunar tók ég að mér að skrifa þá bók með hálfum huga, hafði mikið að gera og svo er efnið erfitt, sérstaklega vegna þess að hvalurinn og selurinn við landið eru teknir með. Yflrlestur fræðimanna og bama Ég leitaði ekki til eldra fólks nema þegar ég vann við fyrstu bókina, hins vegar fékk ég mikinn fróðleik úr þjóðsögum og frá gengnum kyn- slóðum gegnum rit Bjama Sæ- mundssonar sem hafði mikla til- finningu fyrir efni því sem hann fjallaði um og var auk þess heill hafsjór af fróðleik. Ég valdi fugla í bókina Fuglamir okkar í samráði við fuglafræðinga og fékk þá til að lesa yfir textann til að koma í veg fyrir faglegar villur. Einnig fékk ég sérfræðinga til að lesa yfir kafla á þeirra sérsviði í hinum bókunum, nema þeirri fyrstu. (Stefán er okkar helsti sérffæðingur í sauðfjárrækt. Innsk. blaðam.) Þess má geta hér til gamans að textinn kom þeim mörgum spánskt fyrir sjónir, var mjög ólíkur öllu sem þeir höfðu kynnst. Vissu sumir varla hvort þeir ættu að taka þetta alvar- lega. En það ætti að vera sjálfsögð krafa til bamabóka að þær séu lesnar yfir af mönnum með sérfræðiþekk- ingu á viðkomandi sviði til að koma í veg fyrir faglegar villur sem alls ekki mega sjást í svona ritum. Atriðisorðaskrámar em unnar af fólki með staðgóða kunnáttu í íslensku máli. Jafnframt fékk ég 10-12 ára krakka til þess að lesa yfir handrit að þessum þremur bókum og lét lesa fyrir yngri böm til að fá viðbrögð og gagnrýni. Þannig reyndi ég að koma í veg fyrir að fyrir kæmu orð og orðasambönd sem böm ekki skildu og reyndist þetta mér ómetanleg hjálp fyrir utan það að þetta var mjög skemmtileg hjálp. Fjölskylda mín á einnig mikið hrós skilið fyrir þá þolinmæði sem hún hefur sýnt mér og alla þá hjálp sem ég hef fengið heima. Þessar bækur em alls ekki eingöngu mitt verk þótt svo vilji til að ég hafi skrifað þær og mitt nafn sé á þeim, þær hefðu aldrei orðið til nema fyrir hjálp annarra. Viöbrögð og gagnrýni Gagnrýni hefur yfirleitt verið mjög jákvæð og hefur aukið manni kjark til þess að halda áfram enda þótt u'mi minn til þessara ritstarfa sé af mjög skomum skammti. Það var líka verulega ánægjulegt að taka við viðurkenningunni frá Námsgagna- stofnun, rauðum túlípönum! En bestu gagnrýnina hef ég fengið frá bömum. Mér er sérstaklega minnisstætt er ég sat eitt sinn með litla frænku mína og við vomm að skoða Húsdýrin okkar. Hún hafði orð um hverja einustu mynd, spurði eða gerði athugasemdir, og við eyddum miklum tíma saman með bókina. Við vorum svo niðursokkin í þessa skoðun að við tókum ekkert eftir að fólk var farið að safnast í gættina og fylgjast með okkur - og hafði gaman af! Ég frétti líka af krakka á öðru ári sem sá myndina af kálfinum að sjúga pelann og mótmælti hástöf- um. Kálfurinn mátti ekki fá pelann hans. Þetta sýnir að bókin höfðar virkilega til bamanna - myndimar gleðja og vekja áhuga fyrir þeim fróðleik sem textinn hefur að gey ma og sem ekki er hægt að taka my nd af. Viðbrögð sem þessi em bestu meðmælin. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.