Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Side 32

Bókasafnið - 01.02.1988, Side 32
BÓKASAFNIÐ byggingar, á hinum þriðja hefur svo húsið risið, en er þó naumast hálf- byggt enn. Þessa sögu þekkja flcstir og verður hún ekki rakin frekar. Eitt er þó næsta víst: þar mun koma að húsið standi fullbúið og það fyllist af lífi og starfi. Tvíþætt hlutverk Allmörg dæmi cru um það í heim- inum að þjóðbókasöfn gegni tví- þættu hlutverki. Getur verið um það að ræða að þjóðbókasafnið sé jafn- framt háskólabókasafn, þingbóka- safn eða almenningsbókasafn. Fyrsti kosturinn, samrekstur há- skóla- og þjóðbókasafns, verður hér til umfjöllunar. Slíka tilhögun hcfur í sögunni borið að með ýmsu móti. Svo að dæmi séu nefnd tóku há- skólabókasöfnin í Osló og Helsing- fors að sér hlutverk þjóðbókasafns, hið gagnstæða gerðist varðandi háskóla- og þjóðbókasafn gyðinga í Jerúsalem. Ástæður þess að einu og sama bókasafni er fengið tvíþætt hlutverk geta verið margvíslegar. Sögulegar ástæður liggja gjaman að baki en langoftast hefur ákvörðunin ráðist af efnahagslegum ástæðum og stærð - eða öllu heldur smæð - þess samfé- lags sem safnið þjónar. Því stærra sem samfélagið er því minni líkur eru til þess að safni sé fengið tvíþætt hlutverk. Vegna nálægðar, skyldleika og samstarfs við aðrar Norðurlanda- þjóðir lítum við gjaman þangað í lei t að fyrirmyndum eða hliðstæðum. Sameinlng ákveðin Alþingi ályktaði fyrir þrjátíu árum að stefna bæri að sameiningu Lands- bókasafns og Háskólabókasafns svo fljótt sem auðið væri. Aðalröksemd- in var að við okkar aðstæður væri hvorki skipulagslega né fjárhags- lega hagstætt að halda uppi tveimur vísindalegum bókasöfnum af því tagi sem hér um ræðir. Þjóðarbókhlaöa. Myndin er tekin í janúar 1988. - horft til framtíðar Ritstjórn Bókasafnsins bað um grein um Háskólabókasafn og var væntanlegum skrifara í sjálfsvald sett hvernig hann afmark- aði efnið. Ég taldi ekki sérlega áhugavert að rekja fyrir lesendum blaðsins sögu safnsins. Hana má kynna sér annars staðar. Til greina kom að lýsa starfseminni í þeim takti sem kalla mætti “svonagerumvið”. Ekki þótti mérþað heldur nógu álitlegt. Eins * gott væri að vísa til ársskýrslu safnsins, ellegar kaflanna í Arbók Háskóla Islands þar sem greinargerðir um safnið taka til eilítið lengri tímabila. Hins vegar stendur safnið nú á slíkum tímamót- um að ég taldi best við eiga að skyggnast ofurlítið fram í tímann. Fáeinar staðreyndir má þó ncfna við upphaf máls. Háskóla- bókasafn, þ.e. aðalsafnið, hefur nú til umráða allabakálmu “gömlu” há- skólabyggingarinnar, að háu'ðasaln- um meðtöldum. Auk þess kjallarann undir anddyri byggingarinnar. í þessu húsrými öllu eru um 100 þús. bindi af þeim 260 þús. bindum sem alls teljast vera í eigu safnsins. Hinn hluúnn, um 160 þús. bindi, skipúst nokkuð að jöfnu á milli úUbúanna 17 annars vegar og svokallaðs geymslusafns, sem er í leiguhús- næði í Kópavogi, hins vegar. Rita- kosturinn þar er að heita má allur finnanlegur í skrám safnsins og er sóttur efUr þörfum notenda. Föst stöðugildi við safnið eru um 15 en að lausráðningum meðtöldum eru stöðugildin u.þ.b. 20. Lessæti á veg- um háskólans eru allt að 800 og dreifast á ekki færri en 16 bygging- ar. Einungis í sumum Ulvikum eru útibú og lesstofur í sambýli. Læt ég hér með staðreyndatali lokið en sný mér að þcim umskipt- um sem fram undan eru á högum safnsins, forsendum þeirra breyt- inga og framkvæmd. Einar Sigurðsson háskólabókavörður Lítum þá á hvemig gengið hef- ur að koma ályktun Alþingis frá 1957 í framkvæmd. Fyrsta áratug- inn gerðist ekkert, hinn annar var að mestu notaður til undirbúnings Ljósm. Jóh. Guöm.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.